Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Hæstu einkunn í sínum flokki líkt og í fyrra hlaut Fróði frá Flugumýri, nú með aðaleinkunn upp á 8,58. Þá hlaut hann verðlaun fyrir hæstu aldursleiðréttu aðaleinkunn án skeiðs á þessu ári á nýafstaðinni ráðstefnu Fagráðs í hrossarækt. Fróði er undan Hring frá Gunnarsstöðum I og Fýsn frá Feti. Ræktendur eru Eyrún Ýr Pálsdóttir og Teitur Árnason en eigandi er Eyrún Ýr Pálsdóttir. Fróði stóð efstur á Landsmótinu í flokki 5 vetra stóðhesta. Fróði er mjög vel gerður hestur með 8,64 í sköpulag, þar ber helst að nefna úrvalsgóðan háls, herðar og bóga með 9,5 í einkunn, hann er með 9,0 fyrir samræmi enda fram- og fótahár. Fróði er úrvals klárhestur með 8,54 fyrir hæfileika, enda hágengur, skrefmikill og samstarfsfús. Hann hlaut 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9,0 fyrir brokk, greitt og hægt stökk, samstarfsvilja og hægt tölt. Stóðhestar 6 vetra Í flokki 6 vetra stóðhesta voru sýndir 62 hestar til fullnaðardóms eða um 7% sýndra hrossa. Þriðju hæstu einkunn ársins hlaut eðaltöltarinn Sólfaxi frá Herríðarhóli en hann er einn þriggja hrossa sem hlotið hafa tíu fyrir bæði tölt og hægt tölt. Sólfaxi var sýndur á Vorsýningu á Gaddstaðaflötum og fékk þar 8,51 í aðaleinkunn. Hann er undan Óskasteini frá Íbishóli og Hyllingu frá Herríðarhóli sem er undan Herkúles frá sama bæ. Ræktandi Sólfaxa er Ólafur Arnar Jónsson en eigendur eru Anja Egger-Meier, Grunur ehf og Kronshof GbR. Fyrir sköpulag hlaut Sólfaxi 8,69, þar af 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi. Þessi gæði koma vel fram í reið þar sem jafnvægi og frambygging njóta sín afar vel. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,41 en auk tíanna sinna fyrir tölt fékk hann 9,5 fyrir fegurð í reið sem og samstarfsvilja. Sólfaxi var í öðru sæti á Landsmótinu í flokki 6 vetra stóðhesta. Með aðra hæstu einkunn stóðhesta í 6 vetra flokki var Sindri frá Lækjamóti ræktaður af og í eigu Guðmars Hólm Ísólfssonar Líndal. Faðir Sindra er Skýr frá Skálakoti og móðir er Hágangsdóttirin Rödd frá Lækjamóti. Sindri fór hæst í 8,52 á vorsýningu á Hólum í Hjaltadal. Sindri er afar vel gerður hestur með 8,82 fyrir sköpulag þar sem hann státar af 10 fyrir prúðleika og úrvals bak og lend og fótagerð með 9,5 í einkunn fyrir þá þætti, auk 9,0 fyrir hófa. Sindri er jafnvígur skrefgóður alhliðahestur með góð gangskil og er með 8,5 fyrir flesta þætti hæfileika. Sindri var í fjórða sæti í sínum flokki á Landsmótinu. Með hæstu einkunn í flokki sex vetra stóðhesta á árinu er Magni frá Stuðlum með 8,56 í aðaleinkunn. Ræktendur hans eru Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson en eigendur eru Páll Stefánsson, Hrafnkell Áki Pálsson og Ólafur Tryggvi Pálsson. Magni er undan Konsert frá Hofi og Stöku frá Stuðlum. Magni er glæsilegur hestur með 8,72 fyrir sköpulag, hæst hlaut hann 9,0 fyrir samræmi, fótagerð, hófa og prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut Magni 8,47 þar af 9,5 fyrir úrvalsskeið og 9,0 fyrir þjálan og góðan samstarfsvilja. Stóðhestar 7 vetra og eldri Í elsta flokki stóðhesta voru sýndir 77 hestar eða um 9% sýndra hrossa. Þriðju hæstu einkunn ársins hlaut Seðill frá Árbæ undan Sleipnisbikarhafanum á Landsmóti 2022, Sjóði frá Kirkjubæ og Aronsdótturinni Verónu frá Árbæ. Ræktandi hans og eigandi er Maríanna Gunnarsdóttir. Seðill hlaut hæst 8,75 í aðaleinkunn á vorsýningu á Sörlastöðum en á landsmótinu hafnaði hann í fimmta sæti. Seðill er afskaplega vel gerður hestur með úrvals frambyggingu, bak og lend, og fótahátt og jafnvægisgott samræmi. Hann hlaut 8,79 fyrir sköpulag þar sem hæst ber 9,0 fyrir framantalda þætti auk hófa. Seðill er afbragðsalhliðahestur með takthreinar, skrefgóðar vel aðskildar gangtegundir. Hann hlaut 8,72 fyrir hæfileika, 9,0 fyrir brokk, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Með næsthæstu aðaleinkunn ársins er hinn magnaði léttleikahestur með sitt frábæra jafnvægi í geði og gangi, Sindri frá Hjarðartúni. Hann stóð efstur á Landsmótinu í sínum flokki með 8,99 í aðaleinkunn og hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið eða 9,38. Sindri er undan Stála frá Kjarri og Aronsdótturinni Dögun frá Hjarðartúni. Ræktandi er Óskar Eyjólfsson en eigendur Einhyrningur ehf, Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir. Sindri er ágætlega gerður hestur með 8,28 fyrir sköpulag. Sindri hlaut tíu fyrir brokk, skeið og samstarfsvilja, 9,5 fyrir tölt og fegurð í reið og 9,0 fyrir hægt tölt. Miðað við frammistöðu á vellinum og uppgefnar einkunnir má segja að Sindri falli afskaplega vel að þeim eiginleikum sem tilgreindir eru í ræktunarmarkmiði íslenska hestsins. Hæstu aðaleinkunn ársins í elsta flokki stóðhesta, 9,04 hlaut Viðar frá Skör. Það er jafnframt hæsta aðaleinkunn sem hross hefur nokkru sinni hlotið. Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu sem var undan Spuna frá Miðsitju. Karl Áki Sigurðsson er ræktandi Viðars en eigendur hans eru Flemming og Gitte Fast Lambertsen. Viðar er einstaklega vel gerður hestur með 8,89 fyrir sköpulag. Fyrir bak og lend og samræmi hlaut hann úrvalseinkunnina 9,5 sem einkennist af afar góðu jafnvægi og fótahæð. Réttleiki er einnig úrval upp á 9,0 en fyrir aðra þætti sköpulags hlaut Viðar 8,5. Ekki eru hæfileikarnir síðri en fyrir þá hlaut Viðar 9,12 þar sem hæst ber 9,5 fyrir brokk og fet og 9,0 fyrir tölt, skeið og fegurð í reið. Ganghæfni Viðars er afbragð og einkennist af takthreinum gagntegundum með háum fótaburði og skrefmikilli og jafnvægisgóðri framgöngu með hvelfda yfirlínu. Að lokum er rétt að þakka öllu starfsfólki sýninganna fyrir vel unnin störf. Hópurinn sem að þessu kemur er vel þjálfaður og samhentur. Einnig ber að þakka fyrir gott samstarf við staðarhaldara á hverjum stað en það er ómetanlegt hvað þeir hafa sýnt mikinn áhuga og metnað til að hafa alla aðstöðu sem besta. Sömuleiðis ber að þakka sýnendum, ræktendum og eigendum fyrir gott samstarf. Magni frá Suðlum, knapi Haukur Baldvinsson Valíant frá Garðshorni á Þelamörk, knapi Agnar Þór. Fjöldi afkvæma Meðalaldur SKÖPULAG HÆFILEIKAR Spuni frá Vesturkoti 42 6,4 8,16 8,05 Konsert frá Hofi 42 5,9 8,29 8,02 Skýr frá Skálakoti 41 5,4 8,23 8,04 Stáli frá Kjarri 30 7,0 8,05 7,99 Ölnir frá Akranesi 29 6,0 8,25 7,82 Ómur frá Kvistum 27 6,4 8,17 7,91 Draupnir frá Stuðlum 25 5,0 8,21 7,91 Arion frá Eystra-Fróðholti 22 6,3 8,17 8,08 Álfur frá Selfossi 21 6,7 8,00 7,65 Hrannar frá Flugumýri 21 6,3 8,13 8,15 Hringur frá Gunnarsstöðum 21 5,9 8,17 7,89 Trymbill frá Stóra-Ási 19 6,2 8,15 8,07 Skaginn frá Skipaskaga 18 5,2 8,28 7,98 Ljósvaki frá Valstrýtu 16 5,0 8,12 7,72 Jarl frá Árbæjarhjáleigu 15 6,0 8,01 7,92 Fimmtán stóðhestar sem feðra flest sýnd afkvæmi. Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi sími 550 3000 er með til sölu jörðina Vogalækur í  Borgarbyggð. Bæjarhúsin sem eru í misjöfnu ástandi standa á hól á bakka Vogalækjarins. Land Vogalækja sem er talið vera 239 hektarar þar af ræktað land samkvæmt Þjóðskrá um 13,8 hektarar og liggur að landi Hofstaða að norðan. Að austan eru merki á mót Smiðjuhólsveggjum,  en að sunnan er land Sveinsstaða. Á norðurmörkum jarðarinnar er stórt vatn nefnt Heyvatn um 208 hektarar að stærð. Ábúandi hafði undanfarinn ár rekið búvélaverstæði að Vogalæk og hefur engin hefðbundin búskapur verið stundaður  þar undanfarinn ár en tún nytjuð. Jörðin er án bústofns véla og án framleiðsluréttar. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali magnus@fasteignamidstodin.is sími 550 3000 eða 892 6000 Sagan af ósvífnustu fjársvikurum landsins sem settust að í Gaulverjabæ í Flóa fyrir 100 árum síðan, sviku bændur um allt Suðurland og flógu þá inn að skyrtunni. Margir misstu aleiguna og sumir lífið. Þeir Jón Magnússon, Björn Gíslason og Erasmus Gíslason skildu eftir sig sviðna jörð og stærsti sparisjóður landsins varð gjaldþrota. Hvernig gat þetta gerst? „Ævintýraleg saga sögð á skýran og skeleggan hátt.“ Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur. „Frábærlega vel skrifuð bók.“ Jón Þ. Þór sagnfræðingur. Bókin er vel myndskreytt. Fæst aðeins hjá útgefanda. Sími 861-6678. jonmivars@gmail.com Heimsend frítt um land allt. Í skugga Gaulverjabæjar höfundur: Jón M. Ívarsson Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins 516-5000 | rml@rml.is | www.rml.is Sauðárbændur athugið! Við sérhæfum okkur í þinni starfsemi Vegna vinnu við endurbætur á prentuðum vorbókum verða vorbækurnar að óbreyttu ekki sendar út nú í nóvember og desember heldur þegar ný útgáfa af þeim verður tilbúin snemma á næsta ári. Ef þið óskið hins vegar eftir að fá vorbók á venjulegum tíma, og þá án breytinga, er hægt að hringja í aðalnúmer okkar, 516-5000, láta vita á næstu starfsstöð eða senda tölvupóst í sk@rml.is. Við biðjumst velvirðingar á því ef þessar breytingar kunna að valda einhverri röskun en í staðinn vonumst við til að uppfærð útgáfa vorbókarinnar nýtist vel í framtíðinni. Sjá nánar á heimasíðu okkar, www.rml.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.