Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 17
aflaverðmætum, eða 331 milljón
punda, rúmir 56 milljarðar íslenskir,
uppsjávarfiskur gaf 315 milljónir
punda, 53,5 milljarðar íslenskir og
botnfiskur 275 milljónir punda, tæpir
47 milljarðar íslenskir.
Hér er miðað við gengi íslensku
krónunnar 23. nóvember síðastliðinn.
Þá kostaði eitt breskt pund tæpar 170
krónur íslenskar.
Humber-svæðið mikilvægt
Árið 2020 voru 348 fiskvinnslur
stórar og smáar starfandi í Bretlandi
og sköpuðu þær um 18 þúsund
heilsárstörf.
Fiskiðnaður er sérstaklega mikill á
Humber-svæðinu á Englandi. Þar eru
hafnarborgirnar Hull og Grimsby sem
íslenskir sjómenn og útgerðarmenn
þekkja vel. Grampians héraðið í
austanverðu Skotlandi er einnig
þýðingarmikið. Þar er hafnarborgin
Aberdeen. Þá má nefna að í Skotlandi
eru margar vinnslur þar sem eldislax
fer í gegn.
Flytja meira inn en út
Lengi vel á síðustu öld fluttu Bretar
út meira af fiski og sjávarafurðum
en þeir fluttu inn. Árið 1985 snerist
dæmið við.
Árið 2021 fluttu Bretar inn 791
þúsund tonn af fiski og sjávarafurðum
að verðmæti 3,3 milljarða punda, um
560 milljarðar íslenskir.
Þetta sama ár fluttu þeir út 363
þúsund tonn af fiski og sjávarafurðum
að verðmæti 1,6 milljarða punda, um
272 milljarðar íslenskir. Í tonnum talið
var mest flutt inn af laxi, eða 117.500
tonn, túnfiskur kom þar á eftir með
113.500 tonn og þorskur var í þriðja
sæti með 85.400 tonn.
Þess má geta að fimm tegundir, þ.e.
þorskur, ýsa, túnfiskur, lax og rækja,
voru 60-80% af fiskneyslu Breta árið
2021.
Varðandi útflutning var laxinn
einnig í fyrsta sæti með 113.200 tonn,
makríll kom næst á eftir með 54.100
tonn og síld með 15.600 tonn. Um 58
þúsund tonn voru flutt út af alls konar
skelfiski.
Laxeldi Breta fer aðallega fram í
Skotlandi. Einhverra hluta vegna ratar
skoski laxinn ekki mikið á borð Breta
en norski laxinn flæðir inn.
Mest flutt út til Frakklands
Frakkland er þýðingarmesta landið
fyrir breskan fisk og fiskafurðir í
verðmætum talið. Sérstaklega eru
Bretar háðir því að flytja skelfisk
þangað.
Næstum helmingur af útflutningi
á breskum fiski og fiskafurðum fór
til Frakklands árið 2021 í verðmætum
talið, eða um 800 milljónir punda, um
136 milljarðar íslenskir, samanborið
við 30% árið 2020.
Bandaríkin koma næst með
tæp 13% af útflutningi breskra
sjávarafurða.
Langmest af fiski og sjávarafurðum
sem Bretar flytja inn kemur frá Noregi.
Þeir keyptu af Norðmönnum fisk fyrir
497 milljónir punda árið 2021, sem er
15,6% af innflutningi sjávarafurða.
Þar vegur laxinn að sjálfsögðu þungt.
Ísland kemur þar á eftir með 8,1%
af heild. Í þriðja sæti er Víetnam en
þaðan kemur stór hluti af innflutningi
Breta á rækjum.
Markaðir í ESB mikilvægir
Sjö af tíu stærstu útflutningslöndum
Bretlands fyrir sjávarafurðir eru
innan ESB. Til ESB landa voru
fluttar út breskar sjávarafurðir fyrir
1,2 milljarða punda árið 2021, um
204 milljarðar íslenskir, sem eru
72% af öllum fiskútflutningi Breta í
verðmætum talið.
Bretar fluttu hins vegar inn
sjávarafurðir frá ESB fyrir 800
milljónir punda, 136 milljarðar
íslenskir, sem eru 25% af verðmæti
innfluttra sjávarafurða.
Fiski landað utan Bretlands
Ólíkt því sem gerist á Íslandi landa
bresk skip töluverðum afla utan síns
heimalands.
Árið 2021 veiddu bresk skip um
652 þúsund tonn eins og fram er
komið. Þar af var 257.600 tonnum
landað utan Bretlands.
Stærsti hlutinn, eða 48%, rataði til
Noregs og er þar um uppsjávarfisk
að ræða.
Nokkuð hefur verið um það að
erlend skip landi afla sínum í Bretlandi
þótt töluvert hafi dregið úr því.
Árið 2021 lönduðu erlend skip
tæpum 40 þúsund tonnum í breskum
höfnum sem er 40% minnkun frá árinu
áður.
Erlend skip veiddu tæp 60%
fyrir Brexit
Um langt árabil hafa erlend skip tekið
verulegan hluta þess afla sem veiðist
í bresku efnahagslögsögunni. Ekki
eru til tölur um stöðuna árið 2021
en í skýrslunni er rifjað upp hvernig
ástandið var að meðaltali árin 2012-
2016.
Þá veiddu Bretar 546 þúsund tonn á
ári að meðaltali í bresku lögsögunni að
verðmæti 633 milljónir punda, tæpir
107 milljarðar íslenskir. Þetta er 48%
í magni en 56% í verðmætum af því
sem veiddist við Bretland.
Skip frá öðrum ESB-löndum
veiddu 739 þúsund tonn að meðaltali
á ári á tímabilinu í bresku lögsögunni
að verðmæti 521 milljón punda, rúmir
88 milljarðar íslenskir. Þetta er 58% í
magni en 44% í verðmætum.
Aðkomuskipin tóku sem sagt tæp
60% af öllum fiski sem veiddist í
bresku lögsögunni á árunum 2012-
2016.
Bretar höfðu einnig aðstöðu til að
veiða í lögsögu annarra ESB-ríkja en
þeir voru ekki stórtækir þar, veiddu
aðeins 94 þúsund tonn að meðaltali á
ári sem er 7% af heild.
Í aðdraganda Brexit var hamrað
á því að aðrar ESB-þjóðir veiddu
meira af fiski í breskri lögsögu en
Bretar sjálfir. Eitt af markmiðum með
útgöngu Breta úr Evrópusambandinu
var að snúa þessari þróun við.
Jólablaðið kemur út:
15.
desember
Netfang blaðsins er
bbl@bondi.is