Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 FRÉTTIR Mjólkurvinnslan Arna: Þreifingar hafnar um útflutning – Nýjar hafravörur á markaði skapa tækifæri fyrir ræktendur Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafraskyri undir vöruheitinu Vera Örnudóttir. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu, segir mikla eftirspurn eftir hafravörum skapa gífurleg tækifæri fyrir bændur í hafrarækt. Hafravöruframleiðsla Örnu telur í dag tvo vöruflokka; hafraskyr í þremur bragðtegundum og hafrajógúrt í fjórum. Vörur Veru eru eingöngu gerðar úr höfrum og 100% vegan hráefnum. Þær eru komnar í dreifingu í matvörubúðir víða um land og segir Hálfdán viðbrögðin lofa góðu. Hann segir að af þeim vegan vörum sem þjóna eigi sem staðgengill mjólkurvara séu hafravörur í örustum vexti á heimsvísu. Hafrar séu almennt með minna umhverfisspor en flest önnur staðgengilshráefni og þannig falli þeir vel að þörfum þeirra sem eru grænkerar af umhverfisástæðum. Flytja inn tugi tonna af höfrum á mánuði Þeir hafrar sem notaðir eru í vörur Veru Örnudóttur eru enn sem komið er innfluttir og er umfang innflutningsins nú í blábyrjun framleiðslunnar tugir tonna á mánuði. „Við fáum hafra frá Svíþjóð og Finnlandi fullunna, þannig við getum unnið þá í mjólkurbasa. Við höfum verið í samstarfi við Sandhól sem hafa sýnt mikinn áhuga á að koma sér upp aðstæðum til að fullvinna hafrana svo þeir standi okkur til boða,“ segir Hálfdán en samstarfsverkefni Örnu og Sandhóls er styrkt af Matvælasjóði. Hann segir framtíðarsýnina miða við að nýta sem mest íslenskra hafra í framleiðsluna, um leið og þeir verði fáanlegir. Viðbrögð neytenda við vörunni muni leiða í ljós umfang framleiðslunnar en augljóst er að mikil tækifæri liggi í aukinni hafrarækt og fullvinnslu þeirra hér á landi. Hafrar voru framleiddir á 109 ha svæði árið 2021 og hefur umfangið minnkað örlítið síðastliðin tvö ár – því árið 2019 voru skráðir hektarar lands undir hafrarækt 170. Flestir rækta hafra í fóður en Sandhóll er eini íslenski framleiðandinn sem ræktar hafra markvisst til manneldis. Útrás Örnu Þótt vörur Veru Örnudóttur séu eingöngu að stíga sín fyrstu skref eru strax hafnar þreifingar með útflutning hafravaranna t.a.m. innan Bretlands. Arna hefur í tæpan áratug sérhæft sig í framleiðslu á mjólkurvörum án laktósa með eftirtektarverðum árangri. Í sumar var greint frá því að fyrirtækið væri í samstarfi við mjólkurvinnslu í Bandaríkjunum um framleiðslu og sölu vara þar í landi. Í september hófst svo umfangsmikil dreifing á skyri frá Örnu í um 330 verslunum Grand Frais í Frakklandi. /ghp Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. Í september hófst umfangsmikil dreifing á skyri fyrirtækisins í Frakklandi. Myndir / Aðsendar Umfang innflutnings á höfrum til vinnslu hafravara Örnu nemur tugi tonna á mánuði. Frumvarp um breytingu á búvörulögum: Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, sem felur í sér möguleika kjötafurðastöðva til aukinnar samvinnu. Í frumvarpinu er kveðið á um breytingar sem eiga að stuðla að endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Í breytingunum felst heimild afurðastöðva í sláturiðnaði að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu. Frumvarpið kemur í kjölfar tillagna spretthóps í júní, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu. Stofna saman og starfrækja félag Í fyrstu grein frumvarpsins segir að þrátt fyrir ákvæði samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði, verði afurðastöðvum í sláturiðnaði nú heimilt að stofna og starfrækja félag um flutning sláturgripa, slátrun, birgðahald og frumvinnslu afurða, í því skyni að ná fram nauðsynlegri hagræðingu. Þær afurðastöðvar sem nýta sér þessa heimild skulu uppfylla nokkur skilyrði. Þær þurfa að safna afurðum frá framleiðendum um land allt og greiða þeim sama verð óháð búsetu, selja öðrum vinnsluaðilum afurðir til frekari vinnslu á sama verði og vinnsluaðilum sem lúta þeirra stjórn. Þá er kveðið á um að ekki megi setja skorður við því að framleiðendur færi viðskipti sín til annars aðila og að framleiðendum skal tryggður réttur til að eiga einungis viðskipti við félagið um afmarkaða þætti, svo sem slátrun. Um tímabundnar breytingar er að ræða og er gert ráð fyrir að þær falli úr gildi 1. janúar 2026. /smh Matvælastofnun: Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum Matvælastofnun hefur lagt stjórn­ va ldssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Við slátrun úr sjókví 11 við Haganes í Arnarfirði í október síðastliðnum varð ljóst að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum 81.564 laxa hið minnsta. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafa verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. Í umfjöllun um málið á heimasíðu Mast segir að alls hafi 132.976 löxum verið komið fyrir í kví 11 í október 2020 og júlí 2021. Skráð afföll voru 33.097 fiskar en í október 2022, þegar slátrun var lokið úr kvínni, reyndist fjöldinn sem kom upp úr kvínni hins vegar vera aðeins 18.315 laxar. Veruleg frávik í fóðurgjöf Þegar tölur úr slátruninni í október síðastliðinn lágu fyrir og ljóst var að ekki var hægt að gera grein fyrir afdrifum rúmlega 80 þúsund laxa, hóf MAST rannsókn og krafði Arnarlax meðal annars um skýringar á misræmi í fóðurgjöf miðað við uppgefinn fjölda fiska í kvínni. Í ljós kom að veruleg frávik höfðu orðið í fóðurgjöf í kví 11 frá því í júní 2021, eða tveimur mánuðum áður en tilkynnt var um gat á kvínni síðastliðið sumar. Slíkt hefði átt að vekja sterkar grunsemdir fyrirtækisins um að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Kví 11 hefur áður verið til umfjöllunar en Arnarlax tilkynnti í ágústlok 2021 að gat hefði fundist á umræddri sjókví. Þá voru viðbrögð fyrirtækisins í samræmi við kröfur sem gerðar eru þegar slíkir atburðir eiga sér stað. Alvarlegt brot að mati Mast Samkvæmt 1. grein laga um fiskeldi eru markmið laganna meðal annars þau að stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna og telur Matvælastofnun að um alvarlegt brot sé að ræða, bæði út frá umfangi og hættu fyrir villta nytjastofna og lífríki, sem og að um er ræða brot sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með betri stjórn og innra eftirliti fyrirtækisins. Arnarlax hyggst kæra Í tilkynningu frá Arnarlaxi hyggst fyrirtækið kæra ákvörðun Mast um stjórnvaldssektina. Forsendur áfrýjunar af hálfu Arnarlax er að öllum viðbragðsferlum fyrirtækisins, sem og lögum og reglum, hafi verið fylgt til hins ýtrasta. Bæði í aðdraganda óhappsins og í kjölfar þess. Að sögn Arnarlax er forsaga málsins sú að í lok ágúst í fyrra fannst, við reglubundið eftirlit, gat á einni af kvíum fyrirtækisins við Haganes í Arnarfirði. Viðbragðsáætlun fyrirtækisins var strax virkjuð, gatinu lokað og var Matvælastofnun og Fiskistofu tilkynnt um málið samdægurs. Í samráði við Fiskistofu voru svo lögð út net sem að staðfesti að fiskur hafi sloppið úr kvínni. /VH Sjókvíar Arnarlax í Arnarfirði. Mynd / VH sp ör e hf . Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Bændaferðirnar 2023 eru komnar í sölu Áhyggjulaus ferðaupplifun á ógleymanlegum áfangastöðum. Bókaðu núna á bændaferðir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.