Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 44

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 LÍF&STARF Jólamarkaður Ásgarðs: Heimasmíðuð leikföng, gjafa- og skrautmunir Hvað er betra eða notalegra en að byrja jólaundirbúninginn á því að heimsækja jólamarkað Handverkstæðisins Ásgarðs í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember næstkomandi? Á markaðinum verða til sýnis og sölu fallegar, handsmíðaðar vörur sem starfsfólk Ásgarðs hefur búið til, gestabækur, leikföng, gjafa- og skrautmunir og margt fleira. Einnig verður boðið upp á kaffi, súkkulaði og kökur gegn vægu gjaldi. Þá munu góðir gestir líta í heimsókn og taka nokkur lög. Markaðurinn, sem núna er haldinn eftir tveggja ára Covid-hlé, hefur ávallt verið hinn glæsilegasti og verður haldinn í húsnæði Ásgarðs að Álafossvegi 14 og 22 í Mosfellsbæ laugardaginn 3. desember á milli kl. 12 og 17. /VH Leikföng, smíðuð af starfsfólki Ásgarðs, er eitt af því sem verður í boði á jólamarkaðnum. Myndir /Ásgarður Gunnlaugur M. Sigmundsson er forfallinn áhugamaður um gamla herjeppa. Flestir tengja þessi ökutæki við framleiðandann Willys, en á meðan síðari heimsstyrjöldinni stóð náði áðurnefndur framleiðandi ekki að anna gífurlegri eftirspurn og því voru þeir einnig smíðaðir af Ford. Hann á einn úr smiðju Ford, árgerð 1941, með lágt serial- númer og því má áætla að hann hafi verið með þeim fyrstu í röð milljóna sem framleiddir voru. Gunnlaugur keypti Ford herjeppann árið 2005 þar sem hann var í geymslu í hlöðu norður í Eyjafirði. Þá var hann í nothæfu ástandi, en þurfti uppgerð sem Gunnlaugur leysti af hendi eftir að bíllinn hafði verið fluttur í Kópavoginn. Númerið á bílnum í dag er R-2900, sem tilheyrði föður Gunnlaugs, sem átti alveg eins bíl. Var hjá hernum á Reyðarfirði Eigendasaga þessa bíls er ekki alveg þekkt, en heimildir herma að fyrst hafi hann átt að fara á vígstöðvarnar í Evrópu, en endað hjá bandaríska hernum á Reyðarfirði. Eftir að herinn fór voru allavega tveir aðilar sem áttu bílinn á Austurlandi, m.a. Tómas Emilsson og var hann þá með númerið U-73. Þórarinn Einarsson eignaðist bílinn síðar og gaf Pétri Maack Þorsteinssyni bílinn á áttunda áratugnum, en þá var hann ekkert nema bílhræ. Pétur gerði hann alveg upp og þegar hann var settur aftur á skrá árið 1979 fékk hann númerið Y-176, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem birtist í 24. tölublaði Vikunnar 1979. Í tveimur kvikmyndum Pétur rak varahlutaverslun í Kópavogi og var með bíla- verkstæði á Nýbýlaveginum. Reynir Freyr Pétursson, barnabarn Péturs, man ágætlega eftir þessum bíl. Hann segir að Fordinn hafi verið notaður sem leikmunur í tvær íslenskar kvikmyndir á níunda áratugnum, þ.e. Stuðmannamyndina Hvíta máva og hryllingsmyndina Tilbury frá árinu 1987. Pétur seldi bílinn árið 1988 og voru þrír eigendur að honum áður en Gunnlaugur fékk hann í sínar hendur. Bílnum hafði verið haldið við í gegnum tíðina, en ekki var mikið lagt upp úr að nota varahluti úr réttum bíl – heldur það sem var aðgengilegt hverju sinni. Þar með enduðu til að mynda íhlutir úr nýrri Willys bílum, sem ekki áttu heima í upprunalegum Ford jeppa. Þetta leiddi af sér ósætti þegar safnari keypti bílinn í byrjun aldarinnar í þeirri trú að herjeppinn væri orginal. Áðurnefndur safnari fékk því í gegn að kaupin gengju til baka og eignaðist Gunnlaugur jeppann skömmu síðar. /ÁL Einn af fyrstu Ford herjeppunum Hér sést Gunnlaugur M. Sigmundsson í Ford herjeppanum. Hann hefur átt jeppann frá 2005 og hefur lagt mikla vinnu í að koma honum í sem upprunalegasta ástand. Mynd / Aðsend SAGA VÉLAR Landbúnaðartækni: Mykjulón sett upp á Mýrum Á Hundastapa var komið fyrir 2.000 rúmmetra lóni til að safna búfjáráburði. Um 500 metrum frá fjósinu var grafin hola samkvæmt GPS mælingum sem var klædd tilsniðnum dúk. Erlendis er þessi geymsluaðferð útbreidd, en þetta er líklegast í fyrsta skipti sem mykjulón af þessu tagi er sett upp á Íslandi. Halldór Gunnlaugsson, bóndi á Hundastapa, sagði að þau hafi ákveðið að fara í þessa framkvæmd þar sem hauggeymslurnar dugðu ekki til að geyma mykjuna allan veturinn. Dúkurinn var festur niður á köntunum með rörum og teinum og torfi hlaðið yfir brúnirnar. Til að koma í veg fyrir fok þarf einnig alltaf að vera mykja eða vatn í botninum. Bændurnir munu leggja lögn frá fjósinu í lónið og munu því geta safnað mykjunni á auðveldan hátt yfir allan veturinn. Staðsetning laugarinnar var valin með það að sjónarmiði að takmarka akstur við mykjudreifingu. Lítill framkvæmdakostnaður helsti kostur Finnbogi Magnússon hjá Vinnu- vélum og Ásafli ehf., sem flutti inn dúkinn, segir helsta kostinn við þessa geymsluaðferð á búfjáráburði sé hlutfallslega lítill framkvæmdakostnaður. Miðað við hversu hátt verðið er á tilbúnum áburði reiknar Finnbogi með að fjárfesting sem þessi geti borgað sig á fyrsta árinu – sérstaklega í þeim tilfellum þar sem hauggeymslur eru mjög takmarkaðar og nýting áburðarefnanna í lífræna áburðinum þar af leiðandi ómarkviss. Hann áætlar að lónið á Hundastapa hafi kostað fjórðung eða fimmtung af steyptum tanki af sömu stærð og að framkvæmdir sem þessar séu styrkhæfar í gegnum fjárfestingastuðning í nautgriparækt. Hann segir að þessi framkvæmd sé ekki leyfisskyld og allur undirbúningur sé einfaldur. Ekki er þörf á að fara í mikla teiknivinnu og jarðvegsskipti. Þar sem þetta er bara dúkur lagður ofan á jarðveg þá er jafnvel hægt að taka hann upp og selja ef búskapur leggst af á viðkomandi bæ. Dúkurinn kemur í einni einingu sem er sett saman úr tveimur lögum af plasti með styrktarneti á milli. Efnið í þetta mykjulón vó eitt tonn. Finnbogi segir að efnis- kostnaðurinn sé nálægt 4,3 milljónum króna og vinnan við að koma dúknum fyrir sé í kringum 1,5 milljónir – allt án vsk. Nú er þegar búið að ganga frá samningum við kaup á fjórum svona lónum. /ÁL Ný geymsluaðferð á mykju hefur rutt sér til rúms á Íslandi. Á Hundastapa á Mýrum var grafin 2.000 rúmmetra hola sem klædd var sérsniðnum dúk. Myndir / Aðsendar Þar sem hauggeymslur er ekki nógu stórar til að geyma búfjáráburð allan veturinn getur mykjulón verið góður kostur. Fyrstur til að gera upp bílinn var Pétur Maack Þorsteinsson. Þegar hann eignaðist Fordinn á áttunda áratugnum var hann ekkert annað en bílhræ. Á níunda áratugnum var jeppinn notaður í kvikmyndir. Mynd / Tímarit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.