Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Býli? Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur, í Kollafirði á Ströndum. Ábúendur? Ágúst Helgi Sigurðsson og Guðfinna Lára Hávarðardóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum fimm börn: Hávarður Blær, 11 ára, Íris Jökulrós, 10 ára, Vordís Nótt, 7 ára, Veigar Þorri, 2 ára og Hvannar Smári, 1 árs. Stærð jarðar? Passleg. Gerð bús? Uppistaðan er sauðfjárrækt en erum líka í nautgriparækt og garðyrkju. Fjöldi búfjár? Sauðféð er á bilinu 600-700 og nokkrir nautgripir á ýmsum aldri. Þrír fjárhundar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Flestir dagar byrja á að koma börnum í skólabíl og svo farið í þau verkefni sem liggja fyrir þann daginn, heima eða að heiman. Það er svo allur gangur á því hversu snemma vinnudeginum lýkur en það þarf ekki endilega að vera á sama sólarhring og hann byrjar. Enginn dagur er eins og verkefnin mjög fjölbreytt og taka mið af árstíðum. Á veturna er reynt að saxa á verkefni sem vilja safnast upp á álagstímum og eiga að bíða dauða tímans. Einhvern veginn er alltaf komið vor áður en verkefnalistinn tæmist en þá tekur við jarðvinnsla, sáning, sauðburður, útplöntun og heyskapur. Flesta daga á haustin er eitthvað unnið með fé hvort sem það er að smala eða fjárrag. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegust eru haustverkin í sauðfjárræktinni og að fylgjast með vextinum í görðunum. Við vinnum aldrei leiðinleg verkefni. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Sem fjölbreyttastan og að virði afurðanna verði í meira mæli eftir heima. Ef það er til nóg af einhverju hér þá er það af hugmyndum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur í miklu magni. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það eru svo margir í heimili að það er vonlaust að koma sér saman um svar. Flestir sættast samt á gott grillkjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Allir dagar eru ævintýri líkastir. Einu sinni sprakk afturdekk á nýjum traktor áður en hægt var að byrja fyrsta vinnudaginn hans. Það var svolítið svekkjandi innlegg í daginn. Svo er það bara hvert einasta markmið sem náðst hefur og fagna litlu sigrunum á leiðinni. Í gamla daga voru það Delicius eplin sem komu með jólin, nú eru það mandarínur og sænsk geit sem helst minna okkur á að Jólahjól og Ef ég nenni eru að fara á fullt á öldum ljósvakans og Spottifæ. Eitt er það þó enn sem kveikir í, nei, ekki geitinni sænsku, heldur í okkur jólastuðið. Það er þegar hátíðarsíldin byrjar að fylla hillur kjörbúðanna í desember. Þá skiptir engu hvort árið er 1976 eða 2022 hún er alltaf jafn geggjuð – jólasíldin. Maríneruð síld er jafnan best ofan á nýtt heimalagað rúgbrauð með sem minnstum látum. Í guðanna bænum ekki drekkja henni í sýrðum rjóma og mæjónesi og gult karríkrydd! Það viljum við ekki sjá í tíu metra fjarlægð frá jólasíldinni. Klassískt stef er síld með þunnt skornum rauðlauk, eggjaskífum og smá dúllu af helmingsblöndu af sýrðum rjóma og mæjónesi. Mylja aðeins af svörtum pipar yfir. Kannski einn snúning eða svo. Himneskt að súpa hvítöl með. Suðræn síld Chimichurri er argentínskt olíu- og ediksfleyti, hálfgerð salatdressing, sem þeir þarna syðra setja ofan á nánast hvað sem er. Mjög vinsælt með nautakjöti eins og þeirra Argentínumanna er siður. Fleytið, sósan eða dressingin hvað svo sem ætti að kalla svona blöndu af olíu, ediki og grænfóðri. Í heimalandinu er sósan yfirleitt einmitt alveg græn en þar sem líður senn að jólum er tilvalið að blanda rauðum út í og nota til þess rauðlauk og rauðan eldpipar á móti grænum og ferskum kryddjurtum. Svona búum við til jólachimichurri til að setja ofan á síld sem aftur situr ofan á rúgbrauði: Saxa niður einn miðlungs rauðlauk. Kremja 3-4 hvítlauksrif og saxa þau sömuleiðis. Saxa niður eldpipar (chili). Þeir sem vilja sterka sósu skera hann strax í búta. Þeir sem vilja miðlungssterka sósu skafa fræin úr og skera piparinn svo niður. Þeir sem svo vilja milda sósu fá sér bara eitthvað annað ofan á rúgbrauð. Laukurinn, ásamt teskeið af salti, fer svo ofan í hálfan desilítra af ediki. Má vera rúmlega hálfur ef edikið dugir ekki til að fleyta yfir laukinn. Það má vera venjulegt borðedik, hvítvíns-, epla- eða rauðvínsedik. Allt edik sem er í kringum 5% ediksýra virkar. Hrísgrjónaedik er alla jafna ekki nógu súrt og balsamik-edik er allt of bragðsterkt. Geyma þetta við stofuhita í klukkustund eða í kæli yfir nótt. Næsta skref, þegar búið er að léttsýra grænmetið, er að saxa búnt af ferskri steinselju í tvo desilítra af ólífuolíu. Þetta er lykilhráefni og þarf að vera ferskt. Má reyndar skipta út fyrir kóríander ef það er eitthvað. Það sem má hins vegar vera þurrkað er ein teskeið af oregano. En ef svo vel vill til að til er ferskt oregano í ísskápnum eða úti í glugga er um að gera að nota það frekar. Einn fjórði búnt eða svo. Þegar líður að síldarveislunni er þessum tveimur blöndum blandað saman og smá svartur pipar mulinn út í. Teskeið eða svo. Þar sem beinlínis er verið að blanda saman vatni og olíu þarf að hræra hressilega og þá ætti fleytið að koma saman. Ekki setja í matvinnsluvél eða blandara. Bara hræra með gaffli eða kannski grófum písk. Chimichurríið jólalega er þá tilbúið og tími kominn að ná í ilmandi nýtt rúgbrauð, skúbba á það nokkrum bitum af hátíðarsíld, toppa svo með ilmandi fersku chimihcurri. Þessi réttur veitir svo aftur sálrænan styrk til að fara niður í geymslu og grafa upp jólaskrautið. Gleðilega síldarhátíð! 1 stk. rauðlaukur 3-4 stk. hvítlauksrif 1-2 stk. eldpipar (chili) 1 búnt steinselja (fersk) 2 dl. ólífuolía ½ dl. edik 1 tsk. oregano 1 tsk. salt ½ tsk. svartur pipar LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Stóra-Fjarðarhorn og Þrúðardalur MATARKRÓKURINN Síldartíð ljóss og friðar Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Seinnipart árs 2016 keyptu þau hjónin Ágúst og Guðfinna jarðirnar Stóra- Fjarðarhorn og Þrúðardal og voru flutt þangað 1. desember sama ár. Fyrstu árin fóru í að fjölga fé úr 350 og stækka tún um u.þ.b. helming. Næst hófu þau að fjölga stoðunum undir rekstrinum og hófu holdagriparæktun og garðyrkju. Heppilega var jörðin vel uppbyggð þegar þau tóku við henni og húsnæði til staðar sem mátti aðlaga að stækkandi rekstri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.