Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á uppleið en hitt. Enn liggur ekki fyrir verð birgja á Íslandi til bænda vegna áburðar fyrir komandi vor, og er sú staða vægast sagt bagalegt þar sem bændur eru að reyna að gera áætlanir fyrir komandi ræktunartíma. Í fjárlögum ársins 2022 var gert ráð fyrir 650 millj. kr. stuðningi við bændur vegna hækkana á áburðarverði. Á síðastliðnu ári var ástæða til að bregðast við með framlagi frá ríkisvaldinu til stuðnings vegna hækkandi áburðarverðs sem nam 650 milljónum króna, á móti u.þ.b. 3.000 milljóna kostnaðarauka fyrir greinina. Það sé hins vegar ekki hægt fyrir áburðarsala að bíða eftir því og vona að ríkisvaldið komi aftur með stuðning viðlíka þeim sem veittur var í upphafi ársins. Aukin framleiðsla á köfnunarefnisáburði í Brúnei, Nígeríu og Indlandi er fyrirhuguð á næstu 12–24 mánuðum. Mun það líklega leiða til þess að verð lækki en þó er töluverður tími í að framleiðsla nái aftur fyrra magni án þess að framboð á aðföngum frá Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi jafni sig. Eftirspurn eftir DAP áburði, sem er fosfór- og köfnunarefnisáburður, hefur verið mikil undanfarið vegna sérstakra aðstæðna í Indlandi og í Brasilíu. Þær aðstæður munu líða hjá og mögulega slaka þá á eftirspurnarhliðinni. Einnig er stórum hluta af framleiðslu áburðarins haldið eftir í Kína með útflutningstakmörkunum til að halda aftur af hækkun á heimsmarkaðsverði fyrir ræktendur þar í landi. Hvorugt þessara atriða er líklegt til að vera langvarandi og því eru taldar meiri líkur en minni á því að verð á þess konar áburði muni ganga til baka. Hins vegar er erfitt að spá fyrir um áhrifaþætti langt fram í tímann og því getur enn allt gerst. Ekki er búist við að verð á MOP, áburði sem inniheldur mikið af kalíum, muni endilega lækka á árunum 2023 né 2024, enda 85% af honum framleiddur í Hvíta-Rússlandi, Rússlandi, Kína, Ísrael og Kanada. Nýverið gaf Evrópusambandið út tilmæli þar sem aðildarríki sambandsins eru hvött til að tryggja mikilvægum iðnaði, svo sem áburðarframleiðendum, aðgengi að gasi. Jafnframt eru tilmæli um að auka stuðning við bændur vegna kaupa á áburði og ekki síður að takmarka verðhækkanir á orkuverði og þar með framleiðslukostnaði á áburði. Þá hvetja samtökin til þess að auka gagnsæi í viðskiptum með áburð, stuðla að markvissri notkun áburðar og tryggja frjáls og óhindruð viðskipti með áburð. Þá má nefna að í ríkjum Evrópusambandsins er hvatt til þess að stuðningur aðildarríkja vegna áburðarkaupa verði ekki minni vegna komandi uppskerutíma. Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar þá kr. 12.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 8.000 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartúni 25, 4. hæð - 105 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − LEIÐARI Heiðarleg tilraun Ég sat Matvælaþing í Hörpu í síðustu viku. Með viðburðinum sköpuðu forsvarsmenn matvælaráðuneytisins vettvang fyrir áhugasöm til að taka þátt í að móta heildarsýn fyrir einn víðtækan málaflokk, sem snertir okkur öll. Forsendan var ný matvælastefna og meginstef dagskrárliða voru pallborð, sjö talsins. Hverju þeirra var ætlað að fjalla um einstaka kafla/efnisþætti stefnunnar. Hópurinn sem valinn var til svara í pallborði var afskaplega fjölbreyttur, enda eru matvæli málefni sem hafa snertifleti við margar þekkingar- og atvinnugreinar, framleiðslu, vinnslu og dreifingu. Eflaust var valin manneskja í hverju rúmi, en svo virtist allur gangur á því hvort þessir velvöldu gestir hefðu á annað borð lesið þann kafla stefnunnar sem til umræðu var á tilteknu pallborði. Þannig var auðheyrt að sumir komu vel undirbúnir og með áhugaverðar nálganir, tilbúnir að skiptast efnislega á skoðunum út frá þeirra sérþekkingu, sem bættu lagi ofan á þær hugmyndir sem fram voru komnar í tilteknum kafla. Aðrir virtust því miður helst nýta dagskrárvaldið með því að koma sér eða sinni stofnun/ fyrirtæki/málefni á framfæri. Oft voru skilaboð þeirra tengd á afar undarlegan hátt við þau efnistök sem til umfjöllunar voru, og ekki til þess fallnar að krydda lýðræðislegt ferli á mótun matvælastefnu með öðru en kjánahrolli. En gott og vel. Eftir almenn skoðanaskipti í pallborðum gafst gestum þingsins tækifæri til að varpa fram spurningum til þeirra sem á sviði stóðu gegnum smáforrit. Spurningarnar birtust á risaskjá og aðrir fundargestir gátu svo haft áhrif á hverjar þeirra yrðu teknar til umræðu, með rafrænum þumalputtum. Áhugaverð nýlunda þar. En aftur, þá féllu oft margar fyrirspurnir í svartholið, einfaldlega vegna þess að þær voru settar fram til að koma á framfæri skoðunum sem of oft innihéldu staðhæfingar sem stóðust bara alls ekki skoðun. Ekki reyndist heldur tími til að fara djúpt ofan í tiltekin málefni, en það bíður eflaust betri tíma og æskilegra færis. Enda er stefnu sem þessari ekki ætlað að tækla vandamál tiltekinna greina, eða taka afstöðu til málefna sem eru í deiglunni. Henni er þvert á móti ætlað að vera grunnur sem aðgerðaráætlanir eiga síðar að hvíla á. Pallborðin sjö voru heiðarleg tilraun til að skapa málefnalegar umræður. Uppleggið var áhugavert og fólkið ólíkur þverskurður af þjóðfélaginu og fulltrúum ólíkra greina og hugmyndafræða. Matvælaþingið var haldið í fyrsta sinn og fram kom í máli ráðherra að vonir stæðu til að viðburðurinn yrði árviss. Fagna ber slíkum tilefnum, þar sem fólk kemur saman og tekur stöðuna á fæðukerfum okkar. Þar fær stjórnvaldið tækifæri til að hlera það sem brennur á hagsmunaaðilum framleiðslukerfis matvæla. Stefnan, eins og hún birtist ráðstefnugestum, mun nú vera fínpússuð miðað við það sem fram kom á Matvælaþinginu. Verður hún svo lögð fram á Alþingi í vor þar sem hún fer í gegnum hefðbundið stjórnsýsluferli – en þar gefst hverjum sem er tækifæri á að koma fram með tillögur að lagfæringum og betrumbótum á þessari vonandi samstilltu matvælastefnu þjóðarinnar. Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri. Biðin er ótæk Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri 1988. Tarfarnir Landi, Vasi og Blesi. Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands gunnar@bondi.is GAMLA MYNDIN Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0339 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 563 0303 Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ómar Örn Sigurðsson – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 Heimild: World Bank commodity watch, Bændasamtök Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.