Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 til að skrá sig í herþjálfun, lagði hann fram sína fyrstu umsókn. Við heilsufarsskoðun kom á daginn að hann glímdi við óreglulegan hjartslátt og var honum ekki hleypt inn fyrr en hann var orðinn sautján ára. Eftir fyrstu sex mánuðina sleit hann liðband í hné og þurfti frá að hverfa. Á 21. aldursári gerði hann aðra tilraun við herinn og var hleypt inn. Eftir eins og hálfs árs herþjálfun fótbraut hann sig og var hann aftur leystur frá störfum. Árið 2016, þegar Jack var á 25. aldursári, gerði hann enn aðra tilraun, en eftir að hafa greinst með síþreytu var honum sagt upp enn einu sinni. Ákvað hann því að láta gott heita og stefna á starfsferil innan landbúnaðargeirans, eftir samtals þrjú og hálft ár í hernum. Jack segir að full herþjónusta sé 20 ár, og hefði hann viljað stefna þangað. Að þjónustu lokinni býðst hermönnum að fara á eftirlaun frá ríkinu, en hins vegar er mjög algengt að menn endist ekki svo lengi. Herþjónustu fylgir gífurlegt líkamlegt álag og því er sú staða sem Jack lenti í, að þurfa að hætta snemma vegna veikinda eða óhapps, alþekkt. Umgekkst konungsfólk Á þeim tíma sem Jack gegndi herþjónustu var hann einungis við þjálfun á Bretlandseyjunum. Ungum hermönnum er oft falið það hlutverk að standa heiðursvörð um konungsfjölskylduna samfara þjálfuninni – rauðklæddu hermennirnir með háu loðhattana. Hann hitti því drottninguna nokkrum sinnum og fjölskyldu hennar. „Þau eru hið yndislegasta fólk,“ segir Jack. Aðspurður um hvernig það hafi verið að standa vörð um höllina þá segir Jack að á stundum hafi verið óþolandi að vera í raun ekkert annað en aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Aginn í herþjálfuninni sé mikilvægur til að gera mann kláran fyrir þetta starf. Þar er fyrirkomulagið þannig að ef upp kemst um fíflaskap, þá er hermönnum refsað með fjársektum eða með aukinni vinnuskyldu um helgar. Þegar Elísabet var borin til grafar núna í haust þá var einn kistuberinn sá sem þjálfaði Jack sem nýliða í hernum. Stytti tíma í mjöltum Í sumar fluttu húsbændur Jacks frá Hóli í Önundarfirði með allan sinn bústofn. Eftir flutningana stóðu mjaltirnar í Litlu-Hildisey í hvort mál yfir í fjóra tíma, enda mjög margar kýr á bænum. Þar kom reynsla og þekking Jack að góðum notum. Hann áttaði sig á því að kýrnar væru stressaðar og eftir mikla yfirlegu áttaði hann sig á að það væri vegna þess að þær fengu örlítið raflost þar sem vantaði jarðtengingu. Kýrnar voru líka settar í tvær hjarðir – önnur með hánytja kúm og hin með lágnytja. Með því að þurfa ekki að bíða eftir að hámjólka kýrnar klára á meðan lágnytja eru löngu búnar, sparast nokkrar mínútur í hverjum umgangi í gegnum mjaltabásinn. Þar sem umferðirnar eru 30, þá munar strax um hvert smáatriði. Þegar jarðsambandið var komið í lag og hópunum var skipt eftir nyt náðist að stytta tímann sem fór í að mjólka 125 kýr niður í tvo tíma og 40 mínútur í hvort mál. Kom í veg fyrir júgurbólgu Við mjaltir voru notaðar blautar tuskur til að þrífa spenana, sem er viðtekin venja. Jack var fljótur að benda á að með því væri mikil smithætta þar sem bakteríur lifa vel í röku umhverfi. Í staðinn lagði hann til að fyrir mjaltir væri þar til gerðu efni úðað á spenana sem væri svo hreinsað í burtu með þurrum klút. Fyrir þessar breytingar var júgurbólga tíð en er nánast horfin núna. Einu sinni var Jack að fylgjast með háttalagi kúanna og sá að þær voru tregar til að drekka vatn úr vatnstroginu. Hann skoðaði þá trogið og sá að það var farið að ryðga, en það gefur vatninu vont bragð. Um leið og sett var nýtt vatnstrog jókst ágangurinn í vökva og nytin jukust í kjölfarið. Einnig hefur Jack lagt áherslu á að kálfar hafi aðgang að vatni, en vömbin þroskast betur ef þeir drekka ekki einungis mjólk. Hann segir algengt að fólk láti mjólkina duga, enda er hún vökvi, en það sé ekki besta aðferðin. Fyrir Jack skipta fyrstu stundirnar í lífi kálfsins mjög miklu máli ef ætlunin er að gera hann að góðri mjólkurkú. Jack er mikill talsmaður notkunar á forðastautum og eftir að hann fékk húsbónda sinn til að nota þá í meira mæli hefur tíðni doða og súrdoða minnkað. Nýliðun forsenda framfara Jack segir að þar sem nýliðun hér á landi gangi treglega komi nýjar hugmyndir og nálganir ekki eins hratt í greinina og æskilegt sé. Hann er ekki með nákvæma tölfræði á hreinu, en telur að meðalaldur kúabænda í Bretlandi sé undir 40. Hann er ánægður með Jónatan, sem er opinn fyrir nýjum hugmyndum frá Jack, sem getur svo útskýrt af hverju betra er að gera hlutina á hinn eða þennan hátt vegna sinnar menntunar og reynslu. Íslenskar kýr frábærar Jack segir að íslenska kúakynið sé mjög gott í samanburði við það sem hann hefur kynnst í Bretlandi og Nýja-Sjálandi. Þær eru einstaklega harðgerðar, með gott heilbrigði og nytin alls ekki til að kvarta yfir. Hann hefur heyrt af umræðunni um að flytja inn erlend kúakyn, en hann telur að lítið ávinnist með því. Frekar ætti að flytja inn þekkingu og leggja orku í bættan aðbúnað og fóðrun. „Kýr er ekki bara kýr! Þér verður að vera eins umhugað um hana og hægt er. Þú vilt ekki gera neitt til að koma henni úr jafnvægi, heldur viltu stuðla að því að hún verði eins hamingjusöm og hægt er,“ segir Jack, en samkvæmt honum mjólka hamingjusömustu kýrnar best. Lífsgleði kúnna hefur áhrif á sálarlíf bóndans og öfugt – vansælar kýr þýða vansælir bændur. Kjörhitastig kúa eru tvær til þrjár gráður. Lægsta hitastig sem þær þola eru mínus 17 gráður og það hæsta 17 gráður yfir frostmarki. Jack hefur hvatt húsbónda sinn til að vera með geldkýrnar eins mikið úti og hægt er. „Þetta eru í grunninn villt dýr – þær fara í vetrarfeld og þú getur haft þær úti svo lengi sem þær komast í nóg af fóðri og vatni.“ Mjaltaþjónar út af þjóðarsálinni Áður en Jack kom til Íslands taldi hann að kýrnar sem hann hafði umgengist á Nýja-Sjálandi væru þær hamingjusömustu í heiminum, þar sem þær eru alltaf utandyra. Síðan kom hann hingað og sá að íslenskar mjólkurkýr í fjósum með mjaltaþjónum eru líklegast þær lukkulegustu sem hann hefur séð. Með því að geta stjórnað sinni rútínu sjálfar eru þær eins og blómi í eggi. Kýrnar hjá Jónatan leika við hvurn sinn fingur, enda eru alls engin þrengsli á þeim, alltaf nægt fóður og þær stjórna því sjálfar hvenær þær fara í mjaltir. Á Hóli í Önundarfirði voru mjaltaþjónar og var verið að vinna við uppsetningu þeirra í Litlu- Hildisey þegar Bændablaðið bar að garði. Í Bretlandi eru mjaltaþjónar ekki með eins mikla dreifingu og hér á Íslandi. Jack er með þá kenningu að munur í þjóðarsál þessara tveggja þjóða skýri þennan mun. „Íslendingar virðast vilja gera auðvelt fyrir sér – fjölskyldan skiptir miklu máli og þeir meta gott jafnvægi milli vinnu og heimilis. Í Bretlandi er þér sagt að þú eigir að vinna mjög mikið allt þitt líf – ef ekki, þá ertu einskis virði. Núna kann ég að meta íslenska lifnaðarháttinn vegna þess að hann er þægilegri – mjaltaþjónarnir minnka vinnuálagið,“ segir Jack. Húsbændur Jack fluttu í sumar frá Hóli í Önundarfirði til Litlu-Hildiseyjar í Landeyjum. Mynd / ÁL Jack segir íslensku kýrnar einstaklega harðgerðar. Hann hefur kynnst nokkrum kúakynjum og segir það íslenska búa yfir miklum möguleikum. Mynd / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.