Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 15
15Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Mikil aukning í stangveiði Hafrannsóknastofnun hefur birt bráðabirgðatölur fyrir stangveiðar á laxi sumarið 2022. Samkvæmt tölunum var heildar­ fjöldi stangveiddra laxa árið 2022 um 45.300 fiskar, sem er um 24,2 % aukning frá árinu 2021 og um 8,5% yfir meðalveiði áranna frá 1974. Heildarfjöldi stangveiddra laxa í íslenskum ám sumarið 2022 var um 45.300 fiskar, sem er um 8.800 fleiri laxar en veiddust sumarið 2021. Aukningin milli ára var því um 24,1% og var veiðin í sumar um 8,5% yfir meðalveiði áranna frá 1974­2021. Ef veiðin er skoðuð eftir landshlutum, þá var veiðin í þeim öllum meiri en sumarið 2021, nema á Vestfjörðum. Gönguseiðaslepping viðbót við náttúrulega framleiðslu Á heimasíðu Hafrannsókna­ stofnunar segir að við samanburð á langtímaþróun á stangveiði þurfi að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum séu viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna, auk þess sem sumir fiskar veiðast oftar en einu sinni þegar veitt og sleppt er í stangveiði. Laxveiðinni er því skipt upp í laxa af villtum uppruna, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og laxar sem er sleppt aftur í stangveiði, veitt og sleppt. Veiði á villtum laxi hefur síðustu sjö ár verið undir langtímameðaltali, 1974 til 2021, með lágmarki árið 2019 þegar aðeins veiddust 24.078 laxar. Laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 10.500 laxar sumarið 2022, sem er ríflega 2.700 löxum meira en veiddist 2021, þegar 7.764 laxar veiddust. Veiði á villtum laxi Þegar litið er til veiða á villtum laxi eingöngu, ekki úr seiðasleppingum, og leiðrétt hefur verið með tilliti til endurveiði laxa vegna veiða og sleppa, var heildarstangveiði villtra laxa árið 2022 um 27.800 laxar, sem er um 21,7% aukning frá 2021 og 18,6% undir meðaltali frá 1974. Fjöldi þeirra laxa sem ganga í ár er annars vegar háður fjölda seiða sem ganga úr ánum til sjávar og hins vegar hversu margir lifa sjávardvölina af og skila sér til baka í árnar. Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður­Atlantshafi farið vaxandi, en ástæður þess eru ekki þekktar. Bent hefur verið á þætti eins og loftslagsbreytingar, meðaflaveiði, áhrif fiskeldis og breytingar á búsvæðum í fersku vatni. /VH Stangveiði á laxi í íslenskum ám frá 1974 - 2022. Veiðinni er skipt í landaðan afla og veitt og sleppt, annars vegar fyrir villtan lax og hins vegar fyrir hafbeitarlax. Tölur frá 2022 eru bráðabirgðatölur. Lárétt brotalína er árleg meðallaxveiði áranna 1974-2022, blátt er afli á villtum laxi, grænt er villtur lax sem er sleppt, rautt er afli á hafbeitarlaxi og fjólublátt er hafbeitarlax sem er sleppt. Mynd / Hafrannsóknastofnun bbl.is Vilja hesthúsalóðir sem fyrst Petra Kristín Kristinsdóttir, formaður Hestamannafélagsins Sindra, hefur skrifað sveitarstjórn Mýrdalshrepps erindi fyrir hönd félagsins þar sem kallað er eftir því að drifið verði í að auglýsa lóðir undir hesthús í Vík. Hún gerir um leið athugasemd við hversu seint gengur að klára málið og auglýsa lóðir. Í erindinu segir hún að það sé farið að þrengjast verulega að þeim sem nýta hesthúsið í þorpinu. Erfitt sé að komast að og frá aðstöðunni á reiðveg vegna fjölda ferðamanna, bæði á bílum og gangandi vegfarenda. Þrjú hús fyrir 155 félagsmenn Svæði Hestamanna­ félagsins Sindra nær frá Álftaveri í austri og að Markarfljóti í vestri. Um 155 félagsmenn eru skráðir í Sindra en hesthúsin í Vík eru aðeins þrjú talsins og þar af hýsir eitt þeirra hestaleigu eingöngu. „Einnig eru þau sem eiga hesthús næst sjónum orðin uggandi vegna ágangs sjávar þar. Það er því von okkar að Mýrdalshreppur drífi í að klára málin og auglýsa lóðir, sem allra fyrst svo hægt sé að fara að nýta þetta svæði og svo í framhaldinu fara að vinna í að gera reiðvöll og vonandi reiðhöll þegar frá líður, því það stendur okkur fyrir þrifum að hafa ekki almennilega aðstöðu í sveitarfélaginu,“ segir Petra Kristín. Sveitarstjórn þakkaði fyrir erindið á síðasta fundi sínum og fól skipulags­ og byggingarfulltrúa að auglýsa lóðir þegar hægt er. /MHH Petra Kristín og Stormur frá Ytri-Sólheimum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.