Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Landbúnaður í Úkraínu: Seiglan er ótrúleg – Olga Trofimtseva ræddi um framtíðarþróun alþjóðamatvælakerfisins á Matvælaþingi Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvælakerfa heimsins. Hún ræddi við Bændablaðið um stöðu bænda og landbúnaðarframleiðslu í Úkraínu. Olga er doktor í landbúnaðar­ vísindum og hefur sérhæft sig í landbúnaðar­ og matvælastefnum. Hún er fyrrum landbúnaðarráðherra Úkraínu en þann titil bar hún árið 2019 í ríkisstjórn Petro Poroshenko. Hún hafði þá unnið með stjórnvöldum í nokkur ár, þar sem hún stýrði ýmsum verkefnum innan ráðuneytisins. Þegar Volodymyr Zelensky tók við forsetaembættinu var landbúnaðarráðuneytið sameinað efnahagsráðuneytinu og Olga hélt þá til annarra starfa. Á Matvælaþingi vildi Olga beina sjónum að alþjóðlegu framleiðslukerfi landbúnaðar og hvernig skerpa ber á aðferðum og áherslum svo hægt sé að næra mannkyn á forsendum umhverfis og breyttrar heimsmyndar. Mikilvægt væri að ná jafnvægi milli seiglu og vaxtar, hagkvæmni og sjálfbærni. Farsæll landbúnaður fyrir innrás „Á meðan landbúnaður er einn af þeim geirum sem veldur loftslagsbreytingum er hann mjög viðkvæmur fyrir umhverfisáhrifum. Því eru hvers kyns aðgerðir í átt að meiri sjálfbærni í þágu bændanna sjálfra. Landbúnaðarstarfsemi er, eins og öll önnur viðskipti, miðuð að gróða. Bændur verða að geta haft eitthvað upp úr framleiðslu sinni til að geta fjárfest í framþróun, betri tækni og innviðum,“ segir Olga. Hún nefnir að fyrir innrás hafi Úkraína verið suðupottur framsýnna aðferða í landbúnaði. Tækniframfarir voru miklar og aðlögun starfseminnar að loftslagsbreytingum voru örar. Landbúnaður ríkisins var í miklum blóma sem sýndi sig í sífellt auknum útflutningi á matvælum. Olgu telst til að 17­18% af landsframleiðslunni hafi flokkast sem landbúnaðar­ og matvælaframleiðsla og að rúmlega 44% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar hafi komið til vegna útflutnings landbúnaðarvara. Heimsmarkaðsverð var hagstætt og uppskerur voru ríflegar síðustu ár. Margir áttuðu sig ekki á því, fyrr en við innrásina, hversu mikilvægt framleiðsluland Úkraína er fyrir alþjóðlega matvælakerfið. Landið er víðfeðmt; 200­1.000 hektara jarðir teljast til lítilla eða meðalstórra búa. Framleiðendur eru handhafar risastórra ræktunarlanda, t.d. er einn af stærstu kornframleiðendum landsins með um hálfa milljón hektara lands undir. Úkraína var enda stærsti framleiðandi sólblómafræja í heiminum, sjötti stærsti framleiðandi maís og byggs, sjöundi stærsti framleiðandi repju og í níunda sæti yfir stærstu framleiðenda hveitis og sojabauna í heiminum. Viðurnefnið „brauðkarfa Evrópu“ var því engin tilviljun, þó lítill hluti kornsins hafi farið á Evópumarkað. Árið 2021 nam kornútflutningur Úkraínu næstum 12 milljörðum bandaríkjadala. Mest fór kornið til Austurlanda fjær og Norður­Afríku og því treysta mörg af fátækari ríkjum heims á korn frá Úkraínu. Saga landbúnaðar í Úkraínu var farsæl – en það breyttist allt þann 24. febrúar sl. Skilja eftir sig sviðna jörð „Veruleiki bænda og staða landbúnaðar í Úkraínu í dag er hörmuleg,“ segir Olga. Mikil eyðilegging blasir við á landbúnaðarsvæðum í suður­ og austurhluta landsins. Skepnur eru dauðar, húsnæði ónýtt og akrar brunarústir. Hún nefnir sérstaklega svæði kringum hernumdu borgina Kherson, sem var nýlega frelsuð eftir að hafa verið undir stjórn Rússa frá fyrstu viku innrásar. Vatnsveitur og öll orkukerfi svæðisins eru eyðilögð og engin getur starfrækt framleiðslufyrirtæki án rafmagns. Eitt stærsta alifuglabú í Suður­Úkraínu var staðsett í héraðinu. Þar voru um fjórar milljónir fugla. Þegar Rússar tóku yfir svæðið rufu þeir rafmagn að búinu og hafa síðan ekkert gert. Allir fuglarnir hafa líklega drepist á innan við 48 tímum án rafmagns, loftræsingar og ljóss. Hræ fjögurra milljón fugla hafa því legið þarna síðan þá og Olga segir aðkomuna hafa verið hörmulega, hún talar um vistfræðilegt stórslys. Hún segir að í dag sé beint tjón landbúnaðarins vegna innrásarinnar metið á um 6,6 milljarða banda­ ríkjadala en að óbeint tjón nemi 34 milljörðum dala, samkvæmt útreikningum Kyiv School of Economics. Ljóst er að framleiðslukerfi landsins verður takmarkað um ókomna tíð. Hvergi er nú fleiri jarðsprengjur að finna en í Úkraínu, sem gera víðáttumikil jarðræktarsvæði óstarfhæf. Skepnur hafa verið skotnar á færi að ástæðulausu, vélar og tæki teknar ófrjálsri hendi og mannvirki eyðilögð. Styrkjagreiðslur til landbúnaðarframleiðslu eru aflagðar, enda fara öll fjárlög ríkisins Dr. Olga Trofimtseva var stödd hér á landi til að halda erindi á Matvælaþingi. Mynd / ghp Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is UMFJÖLLUN Kornsíló í borginni Mariupol eru eyðilögð. Myndir / Aðsendar Hér liggja kýr í valnum eftir tilefnislausa árás á kúabú. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.