Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Í byrjun nóvember árið 1953 kom fram, í tölublaði Útvarpstíðinda, að jólaleikrit barnanna í útvarpinu þau jólin yrði Snædrottningin eftir HC. Andersen. Hafði Þjóðleikhúsið þá staðið fyrir sýningum á leikritinu við mikla hrifningu yngstu leikhúsgestanna. Umsjón og leikstjórn með verkinu var Hildur Kalman leikkona, sem stjórnaði barnatímum útvarpsins um þær mundir með miklum ágætum. Tveimur árum áður komu fregnir þess efnis að Þjóðleikhúsið hefði tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni að sýna barnaleikrit og spáði frumsýning Snædrottningarinnar afar góðu um framgang mála. Þótti fólki ekki lítið þarfaverk ef hægt væri að beina ungdómnum frá glápi bíómynda, oft miður heppilegum, að leikritum sem þóttu heldur kjarnbetri og hollari svona til andlegrar inntöku. Var verkið frumsýnt miðvikudaginn 14. febrúar, árið 1951, klukkan 17.00. Listavel úr garði gert Mikið var um listafólk sem kom að sýningunni. Bjarni Guðmundsson nokkur sneri á íslensku, enskri útgáfu verksins, leikstjórn, eins og áður kom fram, var í höndum Hildar Kalman, Henry Boys sá um tónlistina undir stjórn Jórunnar Viðar og danshöfundur var nefnd Sif Þórz. Ljósameistari var Hallgrímur Bachmann og leiksviðsstjóri Yngvi Thorkelsson. Búningahönnun var í höndum Nínu Tryggvadóttur og leiktjöldin gerð af Lárusi Ingólfssyni. Var, í 8. tbl. Fálkans árið 1951, sérstaklega tekið fram að leiktjöldin væru „góð“ auk þess sem búningum var hrósað sérstaklega. „Leiktjöld Lárusar Ingólfs- sonar eru góð, og sömuleiðis búningar þeir, sem Nína Tryggva dóttir hefir gert. Má í því sambandi sérstaklega nefna krákubúningana, en auk þess hvítabirnina, snædrottninguna og fleira.“ Þótti leikhúsgagnrýnanda Fálkans að mætti helst finna að orðbragði ræningjanna ... „og þá einkum því sem Bredda litla notar. Það er fullmikill „kúrekastíll“ á því.“ Leikendur voru meðal annars þau Róbert Arnfinnsson og Þóra Borg í hlutverkum hirðkrákanna, Ragnhildur Steingrímsdóttur í hlutverki Helgu, Valur Gústafsson í hlutverki Karls og svo í hlutverki snædrottningarinnar tignarlegu var Inga Þórðardóttir. Sögumaður var Jón Aðils – en um hann stendur í dægurblaðinu Vikunni þetta sama ár: „Síðast en ekki sízt nefnum við sögumanninn (Jón Aðils), sem sá um að koma leikhúsgestum strax í gott skap og var alltaf sérlega velkominn á sviðið, og svo söng hann stundum með léttilegu látbragði: Snipp, snapp, snubbur, stubbur, Mossi, kubbur, snipp, snapp, snubbur, smellana, skellana, skot. Það þarf engan að undra, sem fylgzt hefur með leikferli Jóns Aðils, að hann stóð sig svona prýðilega í Snædrottningunni. Hann hefur marga strengi til að leika á. Og langt mun vera frá, að þeir muni allir hafa fengið að njóta sín fram að þessu. En ólíklegt er, að ungu leikhúsgestirnir gleymi honum strax.“ Barátta góðs og ills Hin fallega upplifun og ævintýri, Snædrottningin, er upphaflega skrifað í sjö köflum og kom fyrst út árið 1845. Höfundurinn, H.C. Andersen (1805-1875), er eitt þekktasta skáld Danmerkur og mörgum kunnur, en eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Snædrottningin er eitt lengsta ævintýri hans og fjallar í raun um vináttu, kærleika og hugrekki – baráttu milli góðs og ills – þar sem hið góða sigrar að lokum eins og vera ber. Hinar fjölbreyttustu persónur koma við í ævintýrinu, bæði dýr og blóm hafa mál, konunglegar hátignir eru þarna á sveimi jafnt sem ræningjar og galdraverur. Segir frá vinunum Helgu og Karli sem fær spegilbrot púka nokkurs í annað augað og svo hjartað og umbreytist úr ljúfum og góðum dreng í önugan og öfugsnúinn. Verður Karl hugfanginn af snjókornum og fellur brátt undir töfra Snædrottningarinnar sem tekur hann tali er hann er við leik úti á sleðanum sínum. Snædrottingin kyssir hann á kinn til þess að verja hann kulda og annan koss fær hann til þess að gleyma öllum þeim sem honum þykir vænt um. Tekur hann svo með sér á sleðanum sínum til hallar sinnar á meðan hans nánustu eru vissir um að hann hafi orðið úti – eða jafnvel dottið í ána. Helga er ekki sannfærð um þetta og hefur brátt leit að leikfélaga sínum. Hún er vonlítil í fyrstu en spyr hvern þann sem á vegi hennar verður hvort viðkomandi hafi einhverja hugmynd um afdrif Karls. Hún kemst á snoðir um að Snædrottningin sjálf hafi haft hann á brott með sér og að lokum, eftir langa vegu, kynnist hún viturri konu sem gerir henni grein fyrir því að í hjarta hennar sjálfrar sé allur sá kraftur sem hún þurfi til að bjarga Karli úr klóm Snædrottningarinnar. Hreinleiki og sakleysið sé hennar og muni hún þurfa að nýta allt sitt til þess að ná spegilbrotunum úr hjarta vinar síns. Gengur þetta eftir eins og í góðu ævintýri sæmir og endalokin eru þau að saman ganga þau heimleiðis, glöð í sinni. Uppselt á augabragði Var mikil aðsókn á leikritið og þótti fólki mikið til þess koma. Birtist gagnrýni í Morgunblaðinu stuttu eftir frumsýninguna þar sem tekið var fram að: „Börnin og reyndar allir leikhús- gestir tóku leiknum með miklum fögnuði og klöppuðu leikendum óspart lof í lófa meðan á sýningu stóð og að leikslokum.“ Næsta sýning, mánudaginn 19. febrúar, seldist svo upp á augabragði, eða nákvæmlega 668 miðar á 45 mínútum. Einnig kom fram í Morgunblaðinu: „Aðgöngumiðar voru seldir í gær, og hófst miðasalan, er klukkan var fjórðung gengin í tvö. Var þá þegar kominn mikill fjöldi barna, og varð salan svo ör, að allt seldist upp á 45 mínútum, alls 688 miðar. Fjöldi barna varð að snúa frá, án þess að fá aðgöngumiða að þessu sinni, og var ekki laust við, að skeifa myndaðist hjá sumum og tár læddust niður litla vanga, svo að afgreiðslufólkið varð að hughreysta hina ungu leikhúsgesti eftir föngum og benda þeim á, að fleiri sýningar yrðu síðar. Síminn í aðgöngumiðasölunni þagnaði aldrei til klukkan þrjú, og hefði tví mælalaust verið hægt að selja tvöfalt fleiri aðgöngumiða, ef rúm hefði leyft.“ Það mátti með sanni segja að vinsældir Snædrottningar væru einstakar en fram kom í Morgunblaðinu þann 21. desember sama ár að alls sextán sýningar hefðu farið á svið og leikhúsgestir 8.176 talsins. Var það yfirburða manntal miðað við fjölda sýninga. Einungis Fjalla-Eyvindur bætti það met, en á sextán sýningum þess verks mættu 9.603 manns. Vinsældir sögu Snædrottningar- innar hafa síður en svo dvínað í gegnum árin og auk þess að vera reglulega sett á svið hefur hún birst sem framhaldssaga í tímaritum, sem útvarpsleikrit og jafnvel sem borðspil. Það er nú óskandi að fólk taki boðskap sögunnar til sín og umgangist sjálft sig og aðra með kærleik í hjarta. Því ástin sigrar allt. ÁHUGALEIKHÚS Á ÍSLANDI Eitt vinsælasta barnaleikritið um miðja síðustu öld: Ævintýri Snædrottningarinnar Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Jón Aðils fæddist þann 15. janúar árið 1913 en lést 21. desember 1983. Hann var einn af s tofnendum Félags ís- lenskra leikara og átti sæti í stjórn félagsins til nokkurra ára. Hann var einnig formaður Leikarafélags Þjóðleikhússins í fjögur ár. Hann hafði unun af leiklist, lék bæði revíuhlutverk í Fjalakettinum til jafns við hlutverk í Leikfélagi Reykjavíkur. Til gamans má geta að í gagnrýni Morgunblaðsins kom fram að „... Hingað til hefur Jón oftast leikið kaldrifjaða menn og hefur verið haft orð á því í leikdómum að ekki væri rétt að fela honum alltaf slík hlutverk. Það var því vissulega ánægjulegt að fá nú að sjá Jón í hlutverki Sögumannsins. Hlýr og glettinn kemur hann í upphafi leiksins fram fyrir tjaldið og ávarpar börnin í salnum. Vann hann þegar trúnað þeirra og þau svöruðu honum hiklaust og ófeiminn. Og eftir það var hann hinn „góði andi“ ævintýrisins. Með, þessum leik sínum hefur Jón Aðils sýnt nýja hlið á hæfileikum sínum og unnið enn einn leiksigurinn. Vonandi verður þetta til þess að hann fái fjölbreyttari hlutverk til meðferðar eftirleiðis en hingað til.“ Auglýsingar og kynningar blaða er viðkomu Snædrottningunni, það herrans ár 1951, auk kórónu hennar hér að neðan. Myndir / www.timarit.is Hildur Kalman, fædd í Reykjavík, þann 29. júlí 1916, d. 6. febrúar 1974. Hún var fyrst Íslendinga til að sækja nám K o n u n g l e g a Leiklistarskólans í London, lék með leik- flokk um þarlendis og annars staðar erlendis og hlaut þannig mikla reynslu og þjálfun sem leikkona. Hildur var fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu um árabil bæði sem leikkona og við leikstjórn – að sama skapi með áhugaleikfélögum landsbyggðarinnar en hún tók virkan þátt í öllu því er viðkom íslenskri leiklist, baráttu íslenskra leikara og jafnan vel liðin og vel kynnt á allan hátt. Í leikhúsgagnrýni Morgunblaðsins, þeim sama og farið var yfir hér að neðan kom fram að „... engu að síður er leikurinn mjög skemmtilegur og heldur athygli áhorfenda óskiptri frá upphafi til enda. Er það ekki síst að þakka ungfrú Hildi Kalman, sem hefur sett leikinn á svið með miklum ágætum, — smekkvísi og hugkvæmni. Hefur Hildur, sem stjórnandi verksins náð þar furðugóðum árangri. Hefur það vafalaust verið erfitt verk, því bæði eru leikendur mjög margir og auk þess flestir nýliðar eða lítt vanir á leiksviði. ! Hraði leiksins er góður og flestir fara vel með hlutverk sín.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.