Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 FRÉTTIR Kolefnisbrúin: Asparskógur á Suðurlandi fyrsta skráða verkefnið Loftslagsverkefnið Kolefnisbrúin er í eigu Bændasamtaka Íslands og skógarbænda. Meginmarkmið þess er að koma á fót viðskiptasamböndum á milli bænda og þeirra aðila sem vilja minnka kolefnislosun sína, þar sem átt er í viðskiptum með svokallaðar kolefniseiningar. Nú er unnið að því að skrá fyrsta verkefnið inn í Kolefnisbrúna. Kolefniseiningarnar verða til á landi bænda og annarra landeigenda – og geta gengið kaupum og sölum. Um vottaðar einingar verður að ræða, samkvæmt viðurkenndu ferli Skógræktarinnar. Alþjóðlegur skráningargrunnur Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Bænda­ samtökum Íslands, segir að verkefni Kolefnisbrúarinnar til framtíðar verði að fjölga verkefnum í kolefnisbindingu hjá landeigendum. Ýmis verkefni komi þar til greina; nýskógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis. Öll verkefni á vegum Kolefnisbrúarinnar verði skráð í Loftslagsskrá (International Carbon Registry), sem sé rafrænn alþjóðlegur skráningargrunnur fyrir loftslagsverkefni. „Þeir sem vilja skrá loftslags­ verkefni í Loftslagsskrá og gefa út kolefniseiningar þurfa að uppfylla ítarlegar kröfur í samræmi við alþjóðlegar meginreglur til loftslagsverkefna,“ segir Valur. Tuttugu hektara svæði Að sögn Vals er nú unnið að skráningu fyrsta verkefnis á vegum Kolefnisbrúarinnar í Loftslagsskrá en þar er um að ræða asparrækt á 20 hekturum á Suðurlandi. „Verkefnið verður unnið samkvæmt stöðlum Skógarkolefnis, til að koma á fót viðurkenndu ferli við bindingu kolefnis með nýskógrækt. Skógarkolefni skapar viðmið fyrir kolefnisbindingu með nýskógrækt á frjálsum markaði. Almenningur, stofnanir og fyrirtæki sem vilja leggja sitt af mörkum til loftslagsbaráttunnar og binda kolefni fá þannig fullvissu um bindingu sína. Loftslagsskrá er í samstarfi við Skógræktina og eru skógarkolefniseiningar skráðar í Loftslagsskrá.“ Kolefnisbrúin sér um skráningu Valur segir að fyrirkomulagið sé þannig að landeigandi leggi til land, safni asparstiklingum og sinni vinnu við plöntun, auk viðhalds á girðingum og sjálfum skógunum. „Kolefnisbrúin sér um skráningu í Loftslagsskrá og þá vinnu sem skráningu fylgir, svo sem ræktaráætlun og samningagerð. Úttektir og vottun verkefna greiðist af einingum sem verða til við verkefni og sér landeigandi um að ráðstafa einingum til að standa straum af þeim kostnaði. Hann segir að Kolefnisbrúin muni síðan setja upp kerfi til að bjóða upp kolefniseiningar, en þær séu eingöngu hugsaðar fyrir innanlandsmarkað og ekki færanlegar á milli landa. /smh Asparskógur á Suðurlandi er fyrsta skráða verkefni Kolefnisbrúarinnar. Valur Klemensson, sérfræðingur BÍ í umhverfismálum. VÖRUR FYRIR ÍSLENSKT SAUÐFÉ BÚVÖRUR SS Verslun Fosshálsi 1, 110 Reykjavík | S: 575 6071 Verslun Ormsvelli 4, 860 Hvolsvelli | S: 575 6099 Búvörur SS | S: 575-6070 | www.buvorur.is | buvorur@ss.is Óerfðabreytt ærblanda og ýmsar vörur fyrir sauðfjárbændur fást í verslunum og hjá sölumönnum okkar á landsbyggðinni Jólaskógarnir opnir á aðventunni Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja sækja sér sjálfir jólatré og styrkja í leiðinni starf þeirra. Opið er hjá flestum félögum allar aðventuhelgarnar. Talið er að fyrir hvert keypt jólatré sé hægt að gróðursetja önnur 50. Stafafuran er langvinsælasta innlenda jólatréð, en þar á eftir koma sitkagreni og rauðgreni – en árið 1993 var það vinsælasta tréð. Í Heiðmörk, við Elliðavatnsbæinn, hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur um árabil staðið fyrir viðburðaríkri dagskrá á aðventunni. Jólamarkaður er haldinn í Elliðavatnsbænum og jólatrjáasala er úti við á sérstöku jólatorgi þar sem hægt verður að njóta jólastemningar. Barnastund hvern opnunardag Í Rjóðrinu, rétt við Elliða vatnsbæinn, verður Barna stund hvern opnunar­ dag klukkan 14. Frekari upplýsingar um opnunar­ tíma jólaskóganna má finna á vef Skógræktarfélags Íslands, skog.is. /smh Jólastemning við Elliða vatns bæinn í Heiðmörk. Mynd / smh Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en fyrir áratug er sjálfkrafa virkjuð alfriðun á stofninum vegna aðildar Íslands að alþjóðasamningi um verndun farfugla, nema ráðuneytið bregðist við. Talningar benda til að grágæs hafi fækkað um 18% á Íslandi á tímabilinu 2020­2021. Á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst var ekki hægt að sinna stofntalningu fuglanna á Bretlandseyjum með fullnægjandi hætti, samkvæmt Áka Ármanni Jónssyni, formanni Skotveiðifélags Íslands. AEWA samningurinn um verndun afrísk­evrasískra sjó­ og vatnafugla nær til fjölda fuglategunda sem verpa og hafa áningastaði á Íslandi. Samtals eru 82 ríki, þar með talið Ísland, búin að lögfesta samkomulagið. Áki Ármann segir að tölum um samdrátt stofnsins beri að taka með fyrirvara og séu þrjú lykilatriði sem spili þar inn í. Í fyrsta lagi var stofninn í hæstu hæðum fyrir áratug síðan – ef stofntölur væru skoðaðar lengra aftur í tímann myndi sjást að fjöldi fugla er nokkuð stöðugur. Í öðru lagi var talning í lamasessi á Bretlandseyjum á árunum 2020­ 2021 vegna útgöngubanns á tímum heimsfaraldursins og tölur fyrir árið í ár hafa enn ekki borist. Í þriðja lagi hafa gæsirnar dvalið lengur hér á landi vegna góðra hausta, sem hefur gert talningaraðilum erlendis erfiðara fyrir að skilgreina hvaða fuglar eru hluti af breska stofninum og hverjir áttu viðkomu á Íslandi. Eftir að lægri stofntölur bárust að utan var talið að ofveiði ætti sér stað á Íslandi. Skotveiðifélagið fór sérstaklega yfir veiðitölurnar innanlands og var ekkert athugavert í þeim að finna. Umhverfis­, orku­ og loftslags­ ráðuneytið fer með framkvæmd AEWA samningsins á Íslandi. Samkvæmt svörum þaðan er líklegt að farið verði í aðgerðir sem miða að sjálfbærum veiðum, eins og styttingu veiðitímabils og takmarkanir á sölu. Hér á landi mun ráðuneytið ásamt Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun annast verkefnið og verður haft samráð við Bændasamtök Íslands, Skotvís, Fuglavernd og Samband íslenskra sveitarfélaga í samræmi við lögin um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og mögulega fleiri aðila. Útfærsla og tímasetning er óljós á þessari stundu. Ekki er reiknað með að grágæsin verði alfriðuð. /ÁL Hugsanlegt er að takmarkanir verði gerðar á veiðum á grágæs frá og með áramótum, þar sem Ísland er aðili að alþjóðlegum samningi um verndun sjó- og vatnafugla. Mynd / Óskar Andri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.