Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022
Meira úrval á sixtbilasala.is
SÖLUADILAR:
Krókhálsi 9
Sími: 590 2035
Njarðarbraut 9
Sími: 420 9100
Krókháls 7
Sími: 588 0700
Bílabúo Benna notaoir Bílasala Suournesja Bílabankinn
Hyundai Tucson - 2021
Tilboð: 5.790.000 kr.
52.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur
Ásett verð: 5.990.000 kr.
Toyota Landcruiser - 2021
Tilboð: 10.990.000 kr.
33.000 km. - Dísel - Sjálfskiptur
Ásett verð: 11.490.000 kr.
Opel Crossland X - 2019
Tilboð: 2.690.000 kr.
73.000 km. - Bensín - Sjálfskiptur
Ásett verð: 2.990.000 kr.
20
0.0
00
kr
.
afs
lát
tur
50
0.0
00
kr
.
afs
lát
tur
30
0.0
00
kr
.
afs
lát
tur
980313 591787 120930
Mitsubishi Eclipse - 2021
Tilboð: 5.190.000 kr.
22.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur
Ásett verð: 5.490.000 kr.
Jeep Compass - 2022
Tilboð: 6.990.000 kr.
12.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur
Ásett verð: 7.690.000 kr.
Renault Captur - 2021
Tilboð: 4.090.000 kr.
64.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur
Ásett verð: 4.390.000 kr.
30
0.0
00
kr
.
afs
lát
tur
70
0.0
00
kr
.
afs
lát
tur
30
0.0
00
kr
.
afs
lát
tur
801303 980286 801307
Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl.
FRÁBÆRT ÚRVAL NOTADRA BÍLA!
Um metanlosun frá mjólkurkúm
Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo
sem kolefnis- og metanlosun, eru
meðal heitari umræðuefna í dag.
Bændur eru sífellt minntir á hve
nautgripir þeirra eru að menga
mikið.
Mjólkurkýr losar að meðaltali
um 100 kg af metani á ári, en eitt
kg af metani samsvarar um 28
kg af CO2. Í alþjóðasáttmála um
minnkun metanlosunar (Global
methane pledge) er stefnt á minnkun
losunar um 30% frá 2020 til 2030.
Metanlosun frá nautgripum hefur
verið rannsökuð töluvert síðasta
áratuginn og eru þær rannsóknir
enn að aukast.
Áhrif á metanlosun
Kúakyn og fóður hafa áhrif á
metanframleiðslu kúa. Hlutfall
gróffóðurs og kjarnfóðurs í
fóðri virðist hafa mikil áhrif á
metanframleiðslu, hærra hlutfall
gróffóðurs eykur framleiðslu metans
og virðist þar trénisinnihaldið
vera lykilþáttur. Of hátt hlutfall
kjarnfóðurs er hins vegar óheppilegt
þar sem vömb kúnna ræður illa við
það. Hægt er að hafa einhver áhrif á
metanlosunina með því að slá fyrr,
en kýr sem fá snemmslegið hey losa
aðeins minna metan en kýr sem fá
meira sprottið hey og þar er trénið
aðal áhrifaþátturinn.
Bætiefni til að minnka losun
Í sumar kom fyrsta viðurkennda
bætiefnið sem minnkar losun metans
á markað undir nafninu Bovaer. Þetta
efni var meðal annars rannsakað í
Danmörku, þá undir nafninu 3-NOP.
Þegar kýrnar fengu 60 mg af Bovaer
á dag losuðu kýrnar 30-38% minna
metan á sólarhring án þess að það
kæmi niður á áti eða nyt. Bovaer
er á duftformi og hentar því best í
heilfóður. Enn sem komið er hefur ekki
tekist að koma því á kögglað form líkt
og kjarnfóðri þar sem hitameðhöndlun
virðist skemma virka efnið. Takist
að koma því í kjarnfóður er annað
vandamál sem þarf að takast á við
því kýrnar fá venjulega mismunandi
magn af kjarnfóðri. Tryggja þarf að
kýrnar fái réttan skammt til að efnið
hafi jákvæð áhrif og ef gefinn er of
stór skammtur getur það haft neikvæð
áhrif á þurrefnisát og nyt. Til eru önnur
efni sem geta minnkað metanlosun,
svo sem fita og nítrat, en þó ekki eins
mikið og Bovaer.
Áætlun losunar
Norfor hefur brugðist við með því að
bæta við umhverfisþáttum til að nýta
við útreikninga á fóðuráætlunum. Er þá
hægt að sjá áætlaða metanlosun á dag
miðað við tiltekna fóðursamsetningu.
Reiknilíkanið byggir á þurrefnisáti,
fitusýrum og tréni í fóðri. Með
aukinni áherslu á umhverfismál
hefur RML byrjað í haust að senda
frá sér fóðuráætlanir með reiknaðri
metanlosun uppgefið sem g/dag og
g/kg mjólkur. Þetta gerir bændum
kleift að rýna í mismunandi losun við
mismunandi kjarnfóðurgjöf.
Hvað er að gerast á Íslandi?
Kúakyn virðast hafa áhrif á
metan framleiðslu og losun. Í
vor var settur upp svokallaður
GreenFeed metanmælingarbás í
Hvanneyrarfjósinu. Hann virkar
eins og kjarnfóðurbás og mælir
hann metan á meðan kýrnar éta
kjarnfóðrið. Nú er básinn að safna
gögnum til að meta megi hver
meðallosun sé frá íslensku kúnni.
Þegar það liggur fyrir verður hægt að
skoða hvort erlend reiknilíkön fyrir
metanlosun passi okkar gripum.
Það verður áhugavert að fylgjast
með framtíðarniðurstöðunum um
metanlosun því hlutirnir gerast hratt
á þessum vettvangi.
Hvað er hægt að gera meira?
Meðal annars í Danmörku eru
þessi mál komin skrefinu lengra
og þar er líka farið að reikna
heildar kolefnislosun gripa. Er þá
hægt að setja inn áburðarnotkun
og uppskeru og tengja við
heysýnaniðurstöðurnar í Norfor
og kjarnfóðursalar geta sett inn
kolefnissporið á kjarnfóðri. Til að
slíkir útreikningar verði marktækir
er mikilvægt að fóðursalar
noti þennan möguleika, annars
reiknast kolefnislosunin eingöngu
á grundvelli gróffóðursins, sem er
aðeins hálf sagan.
Baldur Örn Samúelsson og
Ditte Clausen
fóðurfræðingar hjá RML
Baldur Örn
Samúelsson
Ditte Clausen
GreenFeed metanmælingar í bás í
Hvanneyrarfjósinu.
Mynd/Egill Gunnarsson
Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022
Það sem af
er haustinu
2 0 2 2 h a f a
Tilraunastöðinni
á Keldum verið
send 18 sýni
úr sauðfé þar
sem grunur
vaknaði við
heilbrigðisskoðun
í sláturhúsi að um
sýkingu af völdum
vöðvasulls (Taenia
ovis) væri að
ræða.
Eitt sýnanna
reyndist neikvætt,
hægt var að
staðfesta vöðvasull
í 12 sýnanna og
sterkur grunur lék á
því að vöðvasullur
væri einnig á
ferðinni í hinum
tilfellunum fimm.
Hér er um verulega
breytingu að ræða
frá síðustu árum
því undanfarin
þrjú haust (2019-
2021) voru engin
sýni send að
Tilraunastöðinni
á Keldum þar
sem grunur var um vöðvasull.
Bæst hafa við útbreiðslusvæði
miðað við dreifingu síðustu ára en
nokkur af jákvæðum sýnum þetta
haustið komu frá svæðum þar sem
vöðvasullur hefur ekki greinst síðan
á 9. áratugnum eða aldrei greinst
áður, sjá meðfylgjandi kort (mynd
1). Þessi aukning á jákvæðum sýnum
ásamt nýjum útbreiðslusvæðum er
óheillaþróun sem mikilvægt er að
bregðast við.
Lífsferill vöðvasullsbandormsins
Lirfustigið, litlar blöðrur í vefjum
sauðfjár sem gjarnan eru kallaðar
sullir, sjást við kjötskoðun í
sláturhúsi. Sullirnir geta sest víða að
í líkama sauðfjár, oft eru blöðrurnar
mest áberandi í blóðþurftarmiklum
líffærum eins og hjarta og þind.
Komist hundur í sollin líffæri eða
vöðva með lifandi lirfum þroskast
hver lirfa um sig í fullorðinn bandorm
í hundinum. Gerist það á sex til átta
vikum. Bandormurinn getur lifað
árum saman í hundinum og framleitt
gífurlegan fjölda eggja því talið er
að hver bandormur framleiði um
250.000 egg á degi hverjum. Skíti
hundur sem smitaður er af vöðva-
sullsbandormi á beitarland sauðfjár
berast eggin sem loða við gróðurinn
niður í sauðféð og verður hvert egg
að einni lirfu í kindinni. Lífsferill
vöðvasullsbandormsins er sýndur
á mynd 2.
Varnaraðgerðir gegn smitum
Mikilvægt er að rjúfa lífsferil
vöðvasullsbandormsins til að hindra
smit. Er það einkum gert með
tvennum hætti. Annars vegar með
því ormahreinsa hunda reglulega
með lyfjum sem drepa bandorma
(svo sem Praziquantel) og hins
vegar að hindra að hundar smitist
með því að éta hráar sauðfjárafurðir.
Hingað til hafa rannsóknir ekki bent
til þess að refir á Íslandi beri smit
en rétt er að ítreka að refir geta
smitast af vöðvasullsbandormi líkt
og hundar og því mikilvægt að þeir
komist ekki í hræ af sauðfé.
Í grein 57 í reglugerð nr.
941/2002 um hollustuhætti er
kveðið á um að fyrirbyggja skuli
sýkingar af völdum bandorma
og spóluorma í hundum með því
að gefa hundum sem náð hafa
fjögurra mánaða aldri árlega inn
ormalyf, lyf sem Lyfjastofnun
hefur viðurkennt til þeirra nota.
Sérstakur kafli er um hunda þar
sem búrekstur er stundaður. Þar
skulu hundar ormahreinsaðir að
Guðný Rut
Pálsdóttir.
Kristbjörg
Sara
Thorarensen.
Karl
Skírnisson.
Mynd 1. Staðsetning sauðfjárbýla þar sem vöðvasullur hefur verið
staðfestur á Íslandi frá árinu 2014 en þá jókst útbreiðslan eftir áralangt hlé.
Útbreiðslusvæði vöðvasulls á 9. áratug 20. aldar er gullitað.
Mikilvægt er að rjúfa lífsferil
vöðvasullsbandormsins og
þarf tvennt að koma til:
• Markviss ormahreinsun
sem beinist að því að
drepa bandorminn
er lykilatriði og að
ormalyfið sé gefið í
réttum skömmtum miðað
við þyngd hundsins.
• Ekki er ráðlagt að
fóðra hunda á hráum
sauðfjárafurðum nema
að þær hafi áður verið
frystar (við -10° C í amk.
7 daga) eða soðnar.
Á FAGLEGUM NÓTUM