Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 LANDGRÆÐSLA Rannsóknastofa Land- græðslunnar er staðsett í Gunnarsholti í Rangárvöllum, hún samanstendur af mörgum vinnusvæðum. Tilgangur hennar er að veita þjónustu sem verkefni Landgræðslunnar þarfnast á hverjum tíma. Fyrir 20 árum má segja að helstu verkefni rannsóknastofunnar hafi verið hin árlega framleiðsla á Rhizobium bakteríunni til að smita lúpínufræ ásamt stöku spírunarprófi á fræi. Í dag er hlutverkið stærra og víðtækara og felst helst í umsjón og skipulagi á söfnun og vinnslu sýna og gagna, meðal annars í verkefnum sem tengjast loftslagsbókhaldi Íslands og rannsóknum á lífrænum og tilbúnum áburði. Einnig eru gerð spírunarpróf bæði sem hluti af gæðaeftirliti á fræi framleitt hjá Landgræðslunni og fyrir innflutningsaðila í samstarfi við MAST til að endurnýja vottorð á fræi sem fer í sölu. Mikil þekkingaröflun hefur átt sér stað ásamt þróun aðferða og hönnunar, einnig smíði tækja og tóla fyrir ýmis verkefni á rannsóknastofunni. Vinnuaðstaðan hefur verið byggð upp og bætt gegnum árin og er orðin mjög góð. Aðstöðunni er skipt upp í þrjú megin vinnusvæði: Rannsóknastofuna, þar sem gerðar eru þurrefnismælingar á gróður-, jarðvegs- og fræsýnum, ásamt gæðaeftirliti og spírunarprófi á fræjum. Gróðurkofann, þar sem m.a. fer fram sigtun og mölun á gróðursýnum. Moldarkofann, þar sem m.a. fer fram sigtun og mölun á jarðvegssýnum. Í umsjón Rannsóknastofunnar er þurrkherbergi fyrir sýni, Bauhaus (húsið hennar Bau rannsóknastjóra) og Áhalda- herbergið til geymslu tækja og tóla. Fjölbreytt vinna á mismunandi tímum ársins Rannsókna- og vöktunar- verkefnum má skipta í tímabil eftir verkþáttum. Sýna- og gagnavinnsla er í gangi allt árið en í mars til maí bætist við skipulag og undirbúningur fyrir vettvangsvinnu, eða svokallað felt, sem fer aðallega fram á tímabilinu júní til september. Vinna með fræ skiptist aðallega á tvö tímabil, í september og október er fylgst með þurrkunarferlinu á nýuppskornu Landgræðslufræi þar sem gerð eru þurrefnismælingar. Í nóvember er byrjað að taka á móti fræi til spírunar og standa spírunarprófin fram í apríl. Eitt helsta rannsókna- og vöktunarverkefnið er CO2LuR CO2LuR er umfangsmikið og sennilega einstakt verkefni á heimsvísu sem hefur verið í gangi hjá Landgræðslunni síðan 2007. Það er margþætt og hefur m.a. að markmiði að meta aðferðafræði við mismunandi uppgræðsluaðferðir og skoða gróðurframvindu, einnig er kolefnisinnihald metið og niðurstöðurnar notaðar í loftslagsbókhald Íslands. Rúmlega 650 rannsóknareitir 10x10 m að stærð sem dreifast á uppgræðslusvæði um land allt. Á sumrin er farið í felt þar sem heimasmíðuð verkfæri eru notuð til mælinga á gróðri og jarðvegssýnatökum. Stærð og þróun verkefnisins hefur gert nauðsynlegt að bæta aðstöðu bæði til geymslu og sýnavinnslu. Að lokinni feltvinnu eru sýnin í þurrkuð í Bauhaus í Gunnarsholti, gróðursýnin við 40°C í stórum ofni sem starfsmaður Landgræðslunnar Sigurður Ásgeirsson heitinn smíðaði en jarðvegssýnin eru þurrkuð við herbergishita. Þegar sýnin eru þurr fara þau í vinnslu í Gróður- eða Moldarkofanum. Rannsóknastofan gegnir margþættu hlutverki sem hefur breyst, stækkað og þróast gegnum tíðina í takt við breytingar á landgræðslustarfinu og spennandi verður að taka þátt í þessari þróun á komandi árum. Ef áhugi vaknar á Rannsókna- stofunni er velkomið að hafa samband við Anne Bau rannsóknastjóra á anne.bau@ landgraedslan.is. Anne Bau, líffræðingur hjá Landgræðslunni. Rannsóknastofa Landgræðslunnar Moldarkofinn. Rannsóknarstofan. Myndir /Aðsendar Á FAGLEGUM NÓTUM Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fer af stað með nýja þjónustu í byrjun næsta árs, svokallaða „Bændahópa“. Þet ta eru u m r æ ð u h ó p a r b æ n d a ( e . discussion groups) þar sem þeir miðla þekkingu sinni og reynslu með markvissu samtali og vinnufundum. Ráðunautar leiða samtalið og stýra vinnufundunum, auk þess að deila u p p l ý s i n g u m og þekkingu þegar á vantar. Bændahópar geta unnið með ólík viðfangsefni. Þessi bændahópanálgun hefur reynst mjög vel víða erlendis, aukið ávinning bænda í búrekstri auk þess sem bændur upplifa félagsleg tengsl í hópunum sem jákvæðan og mikilvægan þátt. Hægt er að vinna í bændahópum með allt sem viðkemur landbúnaði og í ólíkum hópum t.d. rekstrarhópum, nautgripahópum og jarðræktarhópum. Í fyrstu mun RML setja upp bændahópa þar sem markmiðið er að auka þekkingu bænda í jarðrækt og öflun fóðurs, auk þess að bæta nýtingu áburðarefna og annarra aðfanga. Það að bændur hittist skipulega í hópum til að ráða ráðum sínum er ekki nýtt af nálinni. Í bændahópunum, sem RML mun nú bjóða upp á, er hins vegar beitt aðferðum sem sérstaklega hafa verið settar upp og þróaðar í þeim tilgangi að ná megi sem bestum árangri. Þetta er gert með skipulögðum vinnufundum og stýrðri umræðu. Mikilvægt er að halda vinnunni innan þess viðfangsefnis sem taka á fyrir hverju sinni og ná fram þeim þáttum sem hafa áhrif á útkomu vinnunnar. Bændur deila sín á milli hvað það er sem skilar þeim árangri í búskap og aðstoða jafningja við að innleiða árangursríkar nálganir og aðferðir, t.d. í jarðrækt. Einnig og ekki síður mikilvægt, er að huga að því sem ekki tókst eins og lagt var upp með heldur en því sem heppnaðist. Í bændahópum deila bændur með jafningjum hvaða helstu áskoranir það eru sem þeir standa frammi fyrir og hvaða vandamál þeir hafa verið að glíma við og í samtali leitar hópurinn bestu lausna. Árangur og gildi fundanna byggir á virku samtali, en öll reynsla er góð reynsla. Ráðunautar sem vinna með hópa leiða samtalið til að það skili markvissum upplýsingum. Þeir þurfa að setja sig í ný og tiltekin hlutverk með það að markmiði að geta lóðsað hópinn að sem bestri niðurstöðu og að sérhver bóndi geti náð markmiðum sínum og aukið árangur sinn. Undanfarið ár hafa ráðunautar RML verið að afla sér þekkingar á hvernig best er að leiða umræðu og vinnu í bændahópum. Nálgun og skipulag funda verður að finnskri fyrirmynd, en sótt hefur verið þekking og reynsla til eins fremsta grasræktarsérfræðings Finna, Anu Ellä. Anu hefur mjög mikla reynslu í að stýra bændahópum og hefur undanfarin 18 ár stýrt hópum sem hafa að markmiði að bæta þekkingu í jarðrækt og auka fóðurgæði. Reynsla Finna af þessum hópum sýnir að dæmi eru um að þeir hafi aukið uppskeru og afurðir á búum sínum umtalsvert. Þannig var meðaluppskera þátttakenda í bændahópum í Vestur- Finnlandi 10.600 kg.þe./ha meðan meðaluppskera í Finnlandi var 6000 kg.þe./ha árið 2021. Bændur í Bændahópar: Árangursrík aðferð í samtali og samvinnu bænda Sigurður Torfi Sigurðsson Þórey Gylfadóttir Ráðunautar RML í þjálfun hér á Íslandi ásamt Anu Ella og Jarkko Storberg. Myndir / STS Finnskur bændahópur og íslenskir ráðunautar frá RML fylgjast með (til vinstri).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.