Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 FRÉTTIR Drög að matvælastefnu kynnt í Hörpu: Fögur framtíðarsýn – Fylgt eftir með aðgerðamiðuðum stefnum og árlegri aðgerðaráætlun Svandís Svavarsdóttir matvæla­ ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælastefnu fyrir Ísland. Drögin samanstanda af tíu meginköflum. Í fyrsta kaflanum, Grunnur að matvælastefnu, kemur fram að rætur þeirra draga, sem voru kynnt á þinginu, nái aftur að útgáfu á stefnunni Matarauðlindin Ísland, matvælastefna Íslands til 2030 – sem kom út í desember 2020. Í kaflanum Leiðarljós íslenskrar matvælaframleiðslu kemur fram að á Íslandi sé framleitt mikið magn matvæla sem sé mikilvægt með tilliti til allra lykilhagstærða, eins og landsframleiðslu, útflutningsverðmæta og fjölda starfa. Fá sambærileg samfélög séu jafn efnahagslega háð matvælaframleiðslu og Ísland. Landið sé ríkt af auðlindum sem gerir það að samkeppnishæfum matvælaframleiðanda. Forsendur séu fyrir hendi að byggja velsæld þjóðarinnar áfram á sjálfbærri nýtingu auðlinda, meðal annars til matvælaframleiðslu og til að þróa áfram nýjar framleiðslugreinar. Matvælaframleiðslan árið 2040 Í kaflanum Framtíðarsýn fyrir árið 2040, eru dregin fram tíu atriði sem eiga að endurspegla þá stöðu sem uppi verður á þeim tíma í matvælaframleiðslu á Íslandi. Þau eru sett fram með það að leiðarljósi að Ísland verði í fremstu röð ríkja í framleiðslu hágæða matvæla. 1. Ísland er í fremstu röð ríkja í gæðum framleiddra matvæla. 2. Framleiðsla sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda stenst öll viðmið um sjálfbærni nýtingar og hefur vísindi vistkerfis nálgunar og varúðar að leiðarljósi. 3. Full nýting afurða er tryggð í virðiskeðju matvælaframleiðslu. 4. Matvælaframleiðsla er kolefnishlutlaus og kolefnisjöfnun byggir á náttúrumiðuðum lausnum sem samræmast alþjóðlegum skuldbindingum. 5. Matvælaöryggi stendur á traustum stoðum og öll framleiðsla miðar að heilbrigðu umhverfi, heilsu fólks og heilbrigði dýra. 6. Fæðuöryggi er tryggt. Komið hefur verið á fót skipulagi sem tryggir nauðsynlegar lágmarksbirgðir matvæla í landinu á hverjum tíma, sem og aðföng til framleiðslunnar. 7. Framleiðsla er arðbær og tryggir byggðafestu og uppbyggingu þekkingar í samfélaginu. 8. Ákvarðanir um nýtingu lifandi auðlinda taka jafnan mið af samfélagsgæðum, jöfnuði óháð efnahag, kyni, uppruna og búsetu, og hag heildarinnar í efnahagslegu tilliti. 9. Menntun í matvælatengdu námi mætir þörfum atvinnulífsins og markaðarins. Starfsmenn innan matvælageirans hafa hæfni og getu til að takast á við áskoranir og tækifæri framtíðarinnar í matvælaframleiðslu. 10. Rannsókna- og n ý s k ö p u n a r s t a r f h e f u r mælanlega aukið sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun matvælaframleiðslu. Ísland er með leiðandi hlutverk í hugviti og tæknibreytingum tengt sjálfbærri matvælaframleiðslu. Aðgerðamiðaðar stefnur Tilgreint er í kaflanum um framtíðarsýnina, að til að hún geti orðið að veruleika verði annars vegar settar fram aðgerðamiðaðar stefnur í einstökum málaflokkum matvælaframleiðslunnar, þar sem aðkoma stjórnvalda er skilgreind nánar, og hins vegar verður árlega lögð fram aðgerðaráætlun á grunni stefnunnar – þvert á málaflokka. Aðrir kaflar draganna fjalla um sjálfbærni matvælaframleiðslu, umhverfis- og loftslagsmál, samfélag og byggðamál, fæðu- og matvælaöryggi, þarfir neytenda, rannsóknir og nýsköpun. Á þinginu voru efnisatriði meginkaflanna rædd á örmálstofum og mun matvælaráðuneytið svo vinna úr þeirri umræðu áður en matvælastefnan verður sett í Samráðsgátt stjórnvalda. Í kjölfarið verður unnin þingsályktunartillaga um matvælastefnu og hún lögð fyrir Alþingi. Drög að matvælastefnu fyrir Ísland eru aðgengileg í gegnum vef Stjórnarráðs Íslands, stjr.is. /smh Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnir drögin á Matvælaþinginu. Mynd / Gunnar Vigfússon Fjölmennt var á matvælaþingi í Hörpu þann 22. nóvember sl. Mynd / ghp Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum hefur samið við eigendur Ingólfshvols í Ölfusi um að öll reiðhallarmót deildarinnar verði haldið þar keppnistímabilið 2023. „Á Ingólfshvoli er hægt að bjóða upp á upphitunarsvæði innandyra sem er tengt keppnissvæðinu og er orðið algjört lykilatriði fyrir bæði hesta og knapa. Skeiðmótið verður síðan haldið á Brávöllum á Selfossi í samstarfi við Sleipni og Skeiðfélagið,“ segir í tilkynningu frá stjórn Meistaradeildarinnar en enn fremur voru tilkynntar dagsetningar keppnanna, sem verða eftirfarandi: 26. janúar - Fjórgangur 9. febrúar - Slaktaumatölt 3. mars - Fimmgangur 23. mars - Gæðingafimi 8. apríl - Gæðingaskeið og 150 m skeið 15. apríl - Tölt og 100 m skeið og lokahátíð. Meistaradeild hestaíþrótta áfram á Ingólfshvoli Íslenskt viskí í sókn í Kína Eimverk Distillery, framleiðandi Flóka viskí, skrifaði nýlega undir stóran samning við kínverska ríkisfyrirtækið China Poly Group um sölu á Flóka þar í landi. Samningurinn var undirritaður á stórsýningunni China International Import Expo (CIIE) í Sjanghæ. Eimverk hefur verið þátttakandi ásamt fjölda íslenskra fyrirtækja undanfarin ár. Flóki er fyrsta og enn þá eina íslenska viskíið á markaði í dag og hefur verið í stöðugri sókn á erlendum mörkuðum. Flóki er nú fluttur út til yfir tuttugu landa. „Við erum afar ánægð með þennan samning, við höfum unnið að markaðssetningu í Kína frá 2019 og þetta er spennandi þróun. Poly Group fékk fyrstu prufusendingu frá okkur fyrr á þessu ári og seldist hún hratt upp,“ segir Haraldur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eimverks. Samningurinn er í takt við áform félagsins um kraftmikla markaðssókn og stækkun framleiðslugetu allt að tífalt á næstu tíu árum. „Það er okkar markmið að koma Íslandi á kortið í viskíheiminum, hér eigum við nægt bygg, frábært vatn og græna orku,“ segir Sigrún Barðadóttir, stjórnarformaður Eimverks. Eimverk nýtur þess í dag að hafa fengið styrk frá Matvælasjóði til að styrkja markaðsstarf erlendis verulega og hefur að auki fengið aðstoð frá viðskiptafulltrúum sendiráða Íslands á erlendri grundu. Eimverk var stofnað 2009 með áherslu á að framleiða Flóka viskí úr íslensku byggi. Fyrirtækið er til húsa við Lyngás 13 í Garðabæ. /MHH Við undirritun samningsins. Á myndinni eru frá vinstri: Ji Xia, starfsmaður Eimverks í Kína, Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, Wanshun Zhang, framkvæmdastjóri Poly Group Co Ltd. og Qinghai Kong, framkvæmdarstjóri Poly Liquor Company Ltd. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.