Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 FRÉTTIR Þau leiðu mistök urðu í frétt af innflutningi á kindakjöti í síðasta Bændablaði, að sagt var að rúm 6,5 tonn hefðu verið flutt inn til Íslands á yfirstandandi tollatímabili fyrir WTO- tollkvóta. Hið rétta er að 557 kíló kindakjöts hafa þegar verið flutt til landsins, af 345 þúsund kílóa kinda- og geitakjötskvóta sem fjögur innflutningsfyrirtæki ráða yfir. /ghp Leiðrétting Útiræktun grænmetis: Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli – Áhyggjuefni hversu hægt gangi almennt að auka ræktun Helgi Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Mynd / Aðsend Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð talsverð aukning í uppskerumagni á kartöflum og gulrótum í haust miðað við á síðasta ári, en mun minna var skorið upp af rauðkáli miðað við tvö undanfarin ár. Meginlínurnar eru hins vegar þær sömu ár eftir ár, að sögn Helga Jóhannessonar, garðyrkjuráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð land bún­ aðarins. Framleiðslumagn sé svipað þrátt fyrir meiri hvata til aukinnar framleiðslu og áformum stjórnvalda í þá átt. Framleiðendur meira og minna þeir sömu Hann segir að skýringuna á sveiflum í uppskerumagni einstakra tegunda sé að finna í tíðarfarinu. „Við höfum ekki enn þá séð hektaratölurnar fyrir 2022, en fljótt á litið sýnist mér að þetta séu sömu framleiðendur að framleiða á svipuðum hektarafjölda og undanfarin ár. Þeir fáu aðilar sem koma nýir inn byrja flestir smátt og vigta því lítið inn í heildarmagnið. Munur milli ára í uppskeru er því fyrst og fremst vegna breytileika í veðurfari,“ segir Helgi, spurður um hvort einhver fjölgun hafi orðið í þessari stétt. „Það er áhyggjuefni að hægt gengur að auka ræktun á grænmeti þrátt fyrir aukinn stuðning og vilja stjórnvalda. Ég held að þetta sé ekki bara spurning um velvilja og fjárstuðning. Meira þarf að koma til. Það þarf að fara í saumana á þessu í heild sinni, skoða samkeppnisstöðuna og hjálpa nýliðum að komast almennilega af stað með alvöru framleiðslu.“ Stuðningurinn hjálpar ekki þeim sem byrja smátt „Já, gagnvart útiræktuninni hefur jarðræktarstyrkur hækkað talsvert,“ segir hann, spurður um aukna hvata til aukinnar framleiðslu. „Garðyrkjan hefur verið styrkt sérstaklega umfram aðra jarðrækt – og markmiðið að sjálfsögðu að auka framleiðsluna. Stuðningur í útiræktun miðast fyrst og fremst við flatarmál í ræktun og því hjálpar stuðningurinn lítið þeim sem eru að byrja með lítið undir. Til þess að gera þetta af alvöru þarf vélar og tæki til að létta vinnuna og kæligeymslur til að geyma uppskeruna. Þetta krefst mikilla fjárfestinga sem fælir þá frá nýja aðila sem gjarnan vilja hasla sér völl í greininni,“ segir Helgi Jóhannesson garðyrkjuráðunautur. /smh Tegund 2020 2021 2022 Kartöflur 7.379 6.355 7.180 Gulrófur 950 559 630 Gulrætur 659 754 980 Blómkál 90 105 89 Hvítkál 214 207 235 Kínakál 105 54 87 Spergilkál 90 93 85 Rauðkál 175 172 64 Uppskerumagn í tonnum eftir tegundum. Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands – Gylfi Þór lætur af störfum eftir um 40 ár hjá hagsmunasamtökum bænda Örvar Þór Ólafsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Bænda- samtökum Íslands (BÍ) sem fjármálastjóri og tekur við af Gylfa Þór Orrasyni sem starfað hefur fyrir hagsmunasamtök bænda í tæp 40 ár. Örvar er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu úr fjármálageiranum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Hann hefur meðal annars starfað hjá Lánasjóði sveitarfélaga, Kóða og Glitni. Einnig hefur hann verið framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Fjallafélagið. Örvar tekur til starfa í janúar á næsta ári, en Gylfi starfar fyrir BÍ fram yfir Búnaðarþing á næsta ári. Byrjaði í sumarafleysingum Gylfi telst vera með lengstu starfsreynsluna innan Bændasamtaka Íslands – og hann starfaði áður fyrir Framleiðsluráð landbúnaðarins. „Ég kom fyrst til starfa við sumarafleysingar hjá Framleiðslu­ ráði landbúnaðarins árið 1979 og vann þar með skóla út árið 1981 og síðan í fullu starfi árin 1982 og 1983. Árið 1984 var ég hins vegar í fullu starfi í knattspyrnuskóla Fram og við þjálfun 6. flokks. Árið 1985 var ég síðan ráðinn í fullt starf hjá Stéttarsambandi bænda við bókhalds­ og gjaldkerastörf – reyndar með stuttri viðkomu hjá Olís haustið 1984 fram á vor 1985. Við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags Íslands árið 1995 tók ég síðan við fullu starfi hjá Bændasamtökum Íslands, fyrst sem aðalbókari og síðan skrifstofu­ og fjármálastjóri frá og með árinu 2004,“ segir Gylfi. /smh Örvar Ólafsson og Gylfi Orrason. Myndir / Odd Stefán Sýklalyfjanotkun: Notkun á „lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi – Óheimilt að nota þær sem fyrirbyggjandi meðferð Í aðsendri grein á blaðsíðu 50 vekja þrír starfsmenn Matvælastofnunar athygli á nýjum lögum um dýralyf, í tilefni nýliðinnar vitundar- viku um skynsamlega notkun sýklalyfja. Þar segir að í lögunum komi skýrt fram að ekki skuli beita sýklalyfjum reglulega sem fyrirbyggjandi aðferð gegn dýrasjúkdómum. Sýklalyfjaónæmi er talin vera ein helsta heilbrigðisógn manna og dýra í dag – og notkun sýklalyfja talinn sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á uppkomu ónæmra sýkla. Almennt er talið að þróun nýrra sýklalyfja sé ekki í takt við hraða þróun ónæmis. 59 prósent lamba fá lambatöflur Í greininni kemur fram að Matvælastofnun hafi á undanförnum árum unnið að vitundarvakningu meðal bænda og dýralækna um þessa útbreiddu notkun á sýklalyfjum, í formi „lambataflna“, sem fyrirbyggjandi aðferð gegn slefsýki í unglömbum. Stofnunin hafi greint notkun á þeim á árunum 2020–2022 og þar hafi komið í ljós að á árinu 2020 fengu 66 prósent lamba slíkar töflur, en hlutfallið fór niður í 59 prósent árið 2021 og stendur í stað árið 2022. Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina­ dýralæknir súna og lyfjaónæmis Matvælastofnunar, er meðal höfunda greinarinnar en hún flutti einnig erindi um málefnið á málþingi sóttvarnalæknis á evrópska sýklalyfjadeginum 18. nóvember. Hún segir að Íslendingar standi nokkuð vel þegar borin eru saman tilfelli sýklalyfjaónæmis manna og dýra hér á landi við önnur Evrópulönd, en staðan sé þó áþekk á hinum Norðurlöndunum. Hún segir erfitt að meta áhrif notkunar lambataflanna á tíðni ónæmra baktería í íslenskri sauðfjárrækt, en þær finnist klárlega í íslenskum lömbum. Engin gögn séu þó til, beinlínis, um samanburð við Evrópu um slík tilfelli. Þörf á vitundarvakningu Vigdís segir að þörf sé á því að vekja bændur til meðvitundar um þessi mál, ljóst sé að aðrir möguleikar séu í stöðunni til að fyrirbyggja slefsýki. „Þessi grein er ein af leiðum okkar til að vekja athygli á þessu, en þetta er ekki fyrsta skiptið sem við tökum þetta upp – við höfum gert það bæði í greinum en líka á fundum með sauðfjárbændum. Eins hefur sérgreinadýralæknir sauðfjár tekið þetta upp á fundi með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda. Best væri auðvitað að það kæmi vitundarvakning frá Bændasamtökum Íslands eða búgreinadeild sauðfjárbænda,“ segir Vigdís. /smh Vigdís Tryggvadóttir, sérgreina­ dýralæknir súna og lyfjaónæmis Matvælastofnunar. Mynd / Aðsend
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.