Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Staða sjávarútvegs í Bretlandi: Sjötta stærsta fiskveiðiþjóð í Evrópu Bretar eru stór fiskveiðiþjóð á evrópskan mælikvarða. Árið 2021 veiddu bresk skip 652 þúsund tonn að verðmæti 156 milljarða íslenskra króna. Skotar veiða um tvo þriðju af afla breskra skipa. Nýlega kom út skýrsla um stöðu sjávarútvegs í Bretlandi sem ætluð er breska þinginu til upplýsingar. Í skýrslunni eru fróðlegar hagtölur um fiskveiðar, fiskvinnslu og viðskipti með fisk að eldisfiski meðtöldum á árinu 2021. Í skýrslunni er ekki fjallað sérstaklega um reynslu sjávarútvegsins af Brexit en af fréttum að dæma er margt fólk í greininni óánægt, bæði með veiðiheimildir og aðgang að mörkuðum fyrir fiskafurðir í ESB. Hér verða áhrif Brexit á breskan sjávarútveg látin liggja á milli hluta, enda ekki mikil reynsla komin á nýtt fyrirkomulag, en gripið verður niður í skýrsluna sem gefur góða heildarmynd af helstu hagtölum í breskum sjávarútvegi. Sjálfstætt strandríki eftir Brexit Eftir Brexit er Bretland ekki lengur hluti af sameiginlegri fiskveiðistjórn Evrópusambandsins. Frá janúar 2021 er Bretland sjálfstætt strandríki sem ákveður heildaraflamark (TAC) innan eigin 200 mílna efnahagslögsögu. Varðandi sameiginlega fiskstofna er aflamark ákveðið í samráði við ESB árlega. Samkvæmt samkomulagi Bretlands og ESB á hlutur Breta í fiskveiðum í eigin lögsögu að aukast að ákveðnu marki í áföngum til júní 2026. Mikil fiskveiðiþjóð Áður en vikið er að skýrslunni er rétt að skoða fiskveiðar Bretlands í alþjóðlegum samanburði, samkvæmt tölum um heimsafla sem finna má á vef Hagstofu Íslands. Árið 2020 veiddu Bretar um 625 þúsund tonn af fiski og voru í 29. sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðir heims. Sé litið á Evrópu eru Bretar í 6. sæti en Norðmenn verma fyrsta sætið með tæp 2,5 milljónir tonna. Ísland er í öðru sæti með rúm milljón tonn. Sé horft til ESB-ríkja þá veiddu aðeins Spánverjar (796 þúsund tonn) og Danir (733 þúsund tonn) meiri fisk en Bretar. Bretar voru í hópi mestu fiskveiðiþjóða ESB fyrir Brexit. Þess má geta að Færeyingar veiddu litlu meira en Bretar (646 tonn) árið 2020 og voru í 5. sæti Evrópuríkja. Samdráttur í botnfiski Árið 2000 veiddu Bretar 748 þúsund tonn af fiski en aflinn árið 2021 var kominn niður í um 652 þúsund tonn. Hér er eingöngu um samdrátt í botnfiski að ræða. Bretar veiddu 128.700 tonn af botnfiski árið 2021, 392.200 tonn af uppsjávarfiski og 131.000 tonn af skelfiski. Helstu botnfisktegundir sem Bretar veiða eru þorskur, ýsa, skarkoli og sandhverfa. Helstu uppsjávartegundir eru síld, makríll, kolmunni, sardínur og túnfiskur. Skelfiskur er heiti yfir ýmsar tegundir, svo sem hörpuskel, sæsnigla, skeljar, humar, krabba, rækju og leturhumar. Skotar veiða tvo þriðju Sjávarútvegur er mjög misjafn innan einstakra landa Bretlands, þ.e. Englands, Wales, Skotlands og Norður-Írlands, bæði hvað varðar magn og einstakar tegundir. Reyndar berst sáralítill afli á land í Wales. Mestum fiski er landað í Skotlandi, eða 435 þúsund tonnum, þar á eftir kemur England með um 162 þúsund tonn og Norður-Írland er með 46 þúsund tonn. Skotar veiða þannig um tvo þriðju af afla breskra skipa. Það litla sem kemur á land í Wales er nær eingöngu skelfiskur. Skelfiskurinn vegur líka þungt í Englandi, er um 67% af lönduðum afla þar. Uppsjávarfiskur er uppistaðan í lönduðum afla í Skotlandi og er þar 52% af heild. Botnfiskur er einnig mikilvægur fyrir Skota, er um 31% af löndun. Um 24% af afla sem berst á land í Englandi er botnfiskur. Samsetning á löndun í Norður-Írlandi er jafnari, um 45% skelfiskur og sömuleiðis um 45% uppsjávarfiskur. Fjöldi smábáta Fiskveiðifloti Breta hefur skroppið saman síðustu áratugi. Árið 2000 voru 7.818 skip og bátar skráð en voru 5.783 árið 2021. Í flotanum eru 4.568 bátar 10 metrar að lengd eða styttri en 1.215 skip og bátar eru yfir 10 metrum. Skipastærðum er misskipt milli landa innan Bretlands. Í Englandi eru hlutfallslega flestir bátar undir 10 metrum. Hlutfallslega flest skip yfir 10 metrum eru í Skotlandi. Þótt mikill fjöldi báta sé undir 10 metrum koma þeir aðeins með 5% af afla Breta að landi. Helmings fækkun á hálfri öld Sjómönnum hefur fækkað umtalsvert í Bretlandi. Árið 2021 voru þeir 10.724 en 21.000 árið 1970. Þetta er um það bil helmings fækkun á hálfri öld. Árið 2021 voru 46% breskra sjómanna í Englandi, 40% í Skotlandi, 8% í Norður-Írlandi og 7% í Wales. Aflaverðmætið 921 milljón punda Árið 2021 voru 4.150 útgerðir skráðar í Bretlandi. Inni í þeirri tölu eru ekki allra smæstu útgerðirnar. Talið er að þrátt fyrir mikinn fjölda útgerða séu yfir tveir þriðju af kvóta Breta í höndum 25 útgerða. Áætlað er að heildarvelta breska fiskveiðiflotans hafi verið 921 milljón punda árið 2021, 156,4 milljarðar íslenskir, sem er aukning frá árinu 2020 en lægri en veltan 2019 sem var 1.014 milljónir punda. Skelfiskur skilaði mestum NYTJAR HAFSINS Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Það er vel við hæfi að birta mynd af fish&chips þegar fjallað er um breskan sjávarútveg. Reyndar eru Bretar ekki sjálfum sér nógir um hráefni í þennan margfræga þjóðarrétt en þeir treysta á innflutning á fiski, ekki síst frá Íslandi. Skip við bryggju í Leirvík á Hjaltlandi. Skotar veiddu um tvo þriðju þess afla sem bresk skip lönduðu á árinu 2021. Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér skýrslu um vistfræðileg viðmið við ástandsf lokkun strandsjávar á Íslandi út frá líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum. Strandsjór hefur verið skilgreindur í svokölluð vatnshlot, enska waterbodies, og er markmið laga um stjórn vatnamála að ástandi þeirra hnigni ekki vegna athafna manna. Í skýrslunni er gerð grein fyrir viðmiðunargildum fjögurra gerða vatnshlota, enska waterbodies, í strandsjó sem lýsir náttúrulegu ástandi, auk ástandsflokkanna mjög gott, gott og ekki viðunandi ástand. Til þess að meta ástand vatnshlota skal nota líffræðilega gæðaþætti; botndýr á mjúkum botni, botnþörunga á hörðum botni og lífmassa plöntusvifs, auk eðlisefnafræðilegra gæðaþátta; styrk uppleystra næringarefna að vetrarlagi. Skýrslan er unnin af Hafrann sóknastofnun fyrir Umhverfisstofnun og mikilvæg vegna áframShaldandi vinnu við innleiðingu laga um stjórn vatnamála og mun hún verða notuð til hliðsjónar við túlkun á niðurstöðum vöktunar í strandsjó. /VH Flokka ástand strandsjósLandssamband smábátaeigenda hefur tekið saman tölur um þorsk- og ýsuveiði krókaaflamarksbáta við upphaf yfirstandandi fiskveiðiárs og borið saman við sama tímabil síðastliðin fjögur ár. Tímabilið er til og með 19. nóvember, eða 80 dagar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, segir að viðmælendur sínir séu sammála um að nánast aldrei hafi verið jafnmikið af fiski á miðunum og nú. „Kannski ekki að furða þar sem lítið álag er á miðunum.“ Örn segir menn þurfa að halda verulega aftur af sér til að aflinn verði ekki of mikill í hverri sjóferð. „Þannig landaði línubáturinn Eskey ÓF á Siglufirði fyrir stuttu níu tonnum og var 2/3 aflans ýsa. Róið var með 36 bala þar sem smokkur var meginuppistaða beitunnar. Róðurinn stóð í 17 klukkustundir og skilaði 250 kílóum á hvern bala.“ Aflabrögð í ýsu „Áhugavert er að bera aflabrögðin í ýsunni saman við fiskveiðiárið 2007 og 2008 þegar leyfilegur heildarafli var 105.823 tonn. Þá voru menn róður eftir róður að rembast við að ná 100 kílóum á bala, en nú þegar heimildirnar eru rúmum 40% lægri eru aflabrögðin mjög góð.“ Mestur þorskafli þrátt fyrir minnstu heimildirnar „Þrátt fyrir 6,1% skerðingu í þorski milli ára hefur þorskafli krókaflamarksbáta aukist um hvorki meira né minna 28% á téðu tímabili. Hafa nú veitt 32% af úthlutuðu aflamarki, sem er mun hærra hlutfall en sömu tímabil þar á undan þegar hlutfallið rokkaði á milli 20 og 23%,“ segir Örn. /VH Alls staðar mokveiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.