Bændablaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022
Flói bernsku minnar:
Tvímennt í hverju rúmi
Guðni Ágústsson ólst
upp í Flóanum upp úr
miðri síðustu öld í sextán
systkina hópi og með
annan fótinn í fornum
tíma. Í bókinni Guðni –
Flói bernsku minnar sest
hann upp í bíl og býður
lesandanum í ferð á vit
æskustöðvanna í fortíð
og nútíð.
Guðni segir að í bókinni
sé að finna sögu sveitanna
og sögu sveitarinnar þar sem
hann ólst upp í sjötíu ár og
saga fólksins. „Í bókinni
segi ég frá því merkilega fólki sem
gerði Ísland að því sem það er í dag.
Þarna er að finna karaktera sem eru
fram úr hófi merkilegir og kunnu
að svara fyrir sig. Sögur af mörgum
litríkum persónum og atburðum.“
Guðjón Ragnar Jónsson skrásetur
sögurnar eftir Guðna, sem segir að
sér sé tamt að tala og segja sögur.
Saga fólksins í sveitinni
„Það koma margar persónur fram
í bókinni og þar á meðal Bobby
Fischer sem ég tel orðið sveitunga
minn, enda liggur hann í kirkjugarði
sveitarinnar. Sjálfur lít ég á bókina
sem bók sveitamanna og tel að hver
sá sem les sögurnar muni þekkja
marga karakterana úr sinni sveit.
Fólkið sem sagt er frá var hvorki
menntað né langskólagengið og í
mesta lagi fengið kennslu í farskóla
og barnaskóla en þrátt fyrir það
gríðarlega öflugir einstaklingar sem
til eru skemmtilegar sögur af.“
Huldukonan á Brúnastöðum
Bókin segir einnig frá lífinu á
Brúnastöðum, æskuheimili Guðna.
„Ég segi mikið frá móður minni sem
var kölluð huldukonan en það hefur
ekki verið gert áður. Faðir minn var
þingmaður og áberandi en móðir
mín lítið fyrir sviðsljósið og það
fór lítið fyrir henni á mannamótum.
Hún átti sextán börn á tuttugu og
einu ári og mikill skörungur á sinn
hægláta hátt.
Í bókinni er að finna teikningu
Sigmund, sem teiknaði lengi
skopmyndir fyrir Morgunblaðið, af
æskuheimili mínu, 70 fermetra, þar
sem tvímennt er í hverju rúmi.“
Lifandi lýsingar
Í frásögnum Guðna má greina
einlægni og jafnvel söknuð eftir
veröld sem var, þegar hugur var í
mönnum og sveitirnar að styrkjast
en á sama tíma er glettnin aldrei
langt undan. Í bókinni, sem er bæði
fróðleg og skemmtileg lesning,
er að finna sögur af föngum af
Litla-Hrauni sem sluppu út, af
skemmtilegum atburðum og
mönnum eins og Kristni í Halakoti
og Sigga á Neistastöðum. /VH
Guðni Ágústson með Snata og nýju bókina. Mynd / Aðsend
Gamli bærinn á Brúnastöðum sem var sjötíu
fermetrar. Tvímennt var í öllum rúmum og
foreldrarnir sváfu með yngstu börnin.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
LOFTPRESSUR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar
í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika.
Við bjóðum upp á allar stærðir
og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum.
Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi.
Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu
á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Nútíma landbúnaður krefst mikils vélakosts. Gæðasmurefni
skipta öllu máli fyrir virkni og endingu véla. Olís veitir ráðgjöf
um olíu- og smurefnanotkun fyrir allar landbúnaðarvélar.
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar
í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Svo allt
gangi smurt í vetur
Talsett Vinnuvélanámskeið á netinu
Vélaskólinn
www.velaskolinn.is