Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 13

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 13
BYGGINGAR FYRIR ALDRAÐA HJÁ REYKJAVÍ KU RBORG STEFÁN HERMANNSSON aðstoðarborgarverkfræðingur Byggingarnefnd aldraðra, sem fjallar um byggingu stofnana, íbúða og þjónustuhúsnæðis fyrir aldraða hj á Reykj avíkurborg og gerir um það tillögur til borgarráðs, hefur starfað samfellt alla tíð frá því að hún var fyrst sett á laggirnar 1975. Félagsmálaráð fjallar hins vegar um rekstur þessara stofnana, svo og um heimilishjálp og félagsstarf fyrir aldraða. Núverandi formaður Byggingarnefndar aldraðra er Páll Gíslason læknir, borgarfulltrúi og varaforseti borgarstjórnar, en núverandi formaður félagsmálaráðs er Guðrún Zoéga verkfræðingur og borgarfulltrúi. Samband milli þessara aðila og samstarf er með ágætum og hefur félagsmálastjóri Sveinn Ragnarsson setið fundi Byggingarnefndar aldraðra frá upphafi. Þó er það ákveðinn ókostur að sami aðili skuli ekki fara með yfirstjórn reksturs og bygginga, því athyglin þarf alltaf að beinast að þessu hvoru tveggja samtímis, en auðvitað má segja að yfirstjórn borgarinnar, borgarráð og borgarstjórn, hafi þessa yfirsýn. Ekki eru þó allar þær byggingar, sem Byggingarnefnd aldraðra hefur mælt með fjármögnun á eða séð um bygggingu á, í rekstri hjá Félags- málastofnun. Þannigeru hjúkrunar- heimilin Skjól og Eir bæði sjálfs- eignarstofnanir og á sínum tíma hafði nefndin afskipti af B-álmu Borgarspítalans og hjúkrunardeild í Fíafnarbúðum. Fyrstu íbúðirinar sem reistar voru eftir 1975 voru þjónustuíbúðir við Lönguhlíð 3 og við Dalbraut 21- 27, en íbúðirnar í Furugerði 1 voru áður hannaðar og voru á fram- kvæmdastigi 1975. Síðan komu Droplaugastaðir, þjónustuíbúðirog hjúkrunardeild, og þar næst Seljahlíð sem tekin var í notkun 1986. Það varbyggt semvistheimili fyrir 80 vistmenn en hefur síðar verið breytt þannig að komin er hjúkrunardeild fyrir 13 manns, en vistmenn eru 70. Síðar var bætt við eignaríbúðum í raðhúsum við Seljahlíð og voru það fyrstu íbúðirnar sem sérhannaðar eru fyrir aldraða sem Reykjavíkurborg hefur sjálf byggt og selt. A Vesturgötu 7 var byggt hús sem að ýmsu leyti var óvenjulegt í hönnun og byggingu. I fyrsta lagi vegna þess að á húsinu er ferns konar notkun. Efst eru 27 söluíbúðir, síðan heilsugæslustöð meðfram Garðastræti og félags- og þjónustu- miðstöð aldraðra í álmunni með- fram Vesturgötu og inn með Mjóstræti og loks bílakjallari opinn almenningi undir öllu saman. I öðru lagierhúsiðóvenjulegtvegna staðsetningar og skipulagsaðstæðna og loks er þetta fyrsta húsið sem Reykjavíkurborg hefur byggt með einangrun utan á burðarveggjum. Næstu stóru verkefnin sem nú eru í gangi eru annars vegar hjúkrunar- heimilið Eir við Hlíðarhús í Grafar- vogi og hins vegar þjónustuíbúðir við Lindargötu. Eir er ætlað að rúma um 100 hjúkrunarpláss líkt og Skjól sem þegar er tekið í notkun. Þó sér borgarverkfræðingsemb- ættið ekki um framkvæmdir enda er um að ræða sjálfseignarstofnanir með þátttöku ýmissa annarra aðila bæði sveitarfélaga og stéttarfélags. Til að gefa hugmynd um stærð þessa verkefnis má geta þess að heildar- stærð byggingarinnar er um 6700 m^ og heildarkostnaður áætlaður 840 millj. kr. Það kann að þykja mikið, éða um 8,5 millj. kr. pr. pláss, en athyglisvert er að rekstrarkostnaður nemur sömu upphæð á rúmlega þremur árum. Við Lindargötu er verið að reisa 94 íbúðir í alls 15 turnum í stíl Skúla- götuskipulagsins. Ná byggingarnar eða byggingin allt frá Vitatorgi við Hverfisgötu og niður að Skúlagötu. Mjög stórt þjónusturými er svo á neðstu hæðum ásamt sérstakri dagvistardeild. Undir öllu saman er svo bílastæðakjallari fyrir 225 bíla. 11

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.