Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 17

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 17
AÐ HANNA IBUÐIR FYRIR ALDRAÐA RICHARD OLAFUR BRIEM arkitekt íbúðir aldraðra og þjónustumiðstöð við Lindargötu í Reykjavík. Módelmynd. ÐDRAGANDI Undanfarinn hálfan annan áratug hafa málefni aldraðra verið ofarlega á baugi, í auknum mæli hinseinni ár. Húsnæðismálin skipa þar sérlegan sess. I upphafi voru það sveitarfélögin ásamt ýmsum sjálfseignastofnunum og félagasamtökum, sem sinntu þessu verkefni. A árunum frá 1970 og fram yfir 1980 voru byggð dvalarheimili (vistheimili) víðaum land. Með aukinniumræðufærðust vinsældir heimilanna í vöxt og biðlistar lengdust. Eftirspurn um sérhannað húsnæði fyrir aldraða stórjókst. Opinberiraðilareinbeittu sér að því að leysa brýnustu þörfina, sinna þeim, sem áttu við veikindi að stríða eða bjuggu í óviðunandi húsnæði. Þetta var gert bæði með aukinni byggingarstarfsemi og endurbættri þjónustu við aldraða í heimahúsum. Auk þessa var hafin uppbyggingsvokallaðra þjónustu- Meginstefnan er sú, að gera öldruðum kleift að dvelja eins lengi og unnt er í heimahúsum. íbúða, verndaðra þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðva. Það kom brátt í ljós, að opinberir aðilar gætu ekki annað eftirspurn eftirþjónustuíbúðum. Stofnuð voru samtök einstaklinga í þeim tilgangi að vinna að byggingarmálum aldraðra. Otullega hefur verið unnið að þessum málum bæði af opin- berum aðilum og félagssamtökum. Má segja að undanfarinn áratugur hafi að miklu leyti einkennst af þessari byggingarstarfsemi í þágu aldraðs fólks. Stór hluti þeirra íbúða, sem byggðar hafa verið, eru söluíbúðir. Augljós- lega hefur þar aðeins verið komið til móts við óskir þeirra, sem eiga eign fyrir eða á annan hátt geta aflað fjármagns til kaupa á íbúð. Aðrir hafa átt þann kost einan að fara á biðlista eftir leiguíbúð. ÁSTANDIÐ í DAG Enn er mikið verk fyrir höndum, þóttmargthafiáunnist. Markmiðin

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.