Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 25

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 25
Þessi tvö 13 hæða hús eru núna í byggingu á vegum Félags eldri borgara í Reykjavík. I hvoru húsinu eru 50 íbúðir. Þjónustumiðstöð, llOOm2, á vegum Reykjavíkurborgar verður sambyggð húsunum. Síðan er ætlunin að byggja hjúkrunarheimili með 120 sjúkrarúmum á svæðinu. t#d Þ5 rvyk/ að steyta á slíkum skerjum í sambandi við hönnun. An efa mættum við eignast fleiri arkitekta sem legðu sig sérstaklega eftir að hanna húsnæði fyrir aldraða. HVAÐBERAÐGERA? Samfélag okkar hefur breyst á ótrúlega skömmum tíma eins og alkunna er. Við lifum í raun í stöðluðu þj óðfélagi með sérhæfingu og verkaskiptingu. Einkenni þéttbýlisfjölskyldunnar er að foreldrarnir vinna utan heimilis og börnin eru annað tveggj a í dagvistun eða í skólanum. Aldrað fólk fellur illa inn í slíkt lífsmynstur heimilanna. Við þessar aðstæður er án efa best fyrir alla aðila að eldra fólkið búi útaf fyrir sig í íbúðum sem því henta og þar sem fyrir hendi er eftirlit og hægt að veita aðstoð ef með þarf. Þetta er í raun sú stefna sem fylgt hefur verið í húsnæðis- málum aldraðra hin síðari ár. Hinn 1. desember s.l. voru 11.456 Reykvíkingar sem náð höfðu 67 ára aldri eða um 11.5% íbúanna. Þetta ervænnhópur og án efa misjafn- lega á vegi staddur varðandi húsnæðismál og efnahag. Fyrir þá Að hinu leytinu finnst eldra fólki visst öryggi í því að flytja í þetta sérhannaða húsnæði þar sem margvísleg þjónusta er til staðar, fylgst með líðan þess og aðstoð veitt ef þörf krefur. Háhýsi Félags eldri borgara í Reykjavík í Suður - Mjódd. sem átt hafa hús eða íbúð skuldlitla ætti að vera auðvelt að eignast íbúð í húsum sem reist hafa verið fyrir aldraða. Ekki er samt svo með alla. Því er nauðsynlegt að finna fjármögnunarleið þannig að hægt sé að eignast hluta í íbúð, misjafnlega stóran eftir því hvernig fjárhagur hvers og eins er. Með því móti mundu fjármunir þessa fólks nýtast því sjálfu til að tryggja sér húsnæði og öryggi. Fyrir þá sem ekki hafa tök á eða vilja til að búa í sjálfseignaríbúðum á efri árum er vart um annað að ræða en dvalarheimili. Slíkum stofnunum hefur fjölgað mjög síðustu árin fyrir tilstuðlan ýmissa félagasamtaka og sveitarfélaga. L0KA0RÐ Hvort sem aldrað fólk býr í heima- húsum, sérhönnuðum íbúðum eða er á dvalarheimilum rekur að því hjá mörgum að meiri umönnunar og hjúkrunar er þörf. Á sumum dvalarheimilanna eru hjúkrunar- deildir en ekki öllum. Brýnasta verkefnið í byggingarmálum fyrir aldraða nú sem stendur er bygging hjúkrunarheimila. I það verkefni verður að ganga af fullri alvöru næstu árin. ■ 23

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.