Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 26
IBUÐIR ALDRAÐRA
Egilsbrcaut^
Þorlálcshöfn
GEIRHARÐUR ÞORSTEINSSON
arkitekt
Ibúðir aldraðra, eins og
nafnið bendir til, eru íbúðir
fyrir fullorðið fólk.
Fljótt álitið ættu fbúðir fyrir
fullorðna ekki að skera sig frá öðrum
íbúðum fyrir fólk. Þær þurfa að vera
hlýjar, bjartar og þægilegar.
Við nánari athugun má þó benda á
nokkur atriði, sem ættu að ein-
kenna íbúðir fyrir fullorðið fólk og
vert er að huga að þegar til þeirra er
stofnað.
Þessi tegund íbúða verður til vegna
aukinnar áherslu á vissa þætti. Þessir
þættir eru einkum þjónusta í ein-
hverri mynd og meint hagkvæmni.
Þjónusta sem sóttst er eftir er
öryggisþjónusta, mötuneyti og
félagsskapur. Hagkvæmnin er ætluð
til að gera mönnum fýsilegt að
hverfa frá eignum, sem eru þungar í
rekstri, yfir í eitthvað viðráðanlegra.
Fleiri atriði hafa áhrif á einkenni
íbúða fyrir aldraða. Það er t.d.
augljóst að fullorðnir dvelja mun
lengur í íbúð sinni að jafnaði heldur
en yngra fólk í fullu starfi. Þá verður
aðstaða fyrir börn ekki lengur
knýjandi.
Þegar byggj a skal fyrir aldraða er því
eðlilegt að spyrja hvernig verði best
brugðist við sérhæfðum þörfum
íbúanna.
Þjónustu er erfitt að koma við meðal
dreifðra íbúða. Það er því eðlilegt
að draga saman íbúðir til að treysta
grundvöll þjónustunnar. Ekki er til
formúla fyrir því hve fjölmenn
sambýli þurfi að vera, en á Reykja-
víkursvæðinu hleypur það á
mörgum tugum íbúða.
Hagkvæmni hefur víðast verið
mætt með því að takmarka stærð
íbúða. Það leiðir til þess að íbúðir
þarf að skipuleggja mun markvissar
en menn eiga að venjast frá stærri
íbúðum. Lágmarksíbúð er mun
viðkvæmari fyrir skipulagsgöllum
heldur en stærri íbúðir.
Tveggja og þriggja herbergja íbúðir
hafa orðið ríkjandi stærðir. Vert er
að hafa í huga að gildi þriggja
herbergja íbúða umfram tveggja
herbergja íbúðir er að mínu viti
24