Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 28

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 28
höfn og höfundur mótuðu sameiginlega þau markmið, er réðu hönnun hússins. Þau má draga saman í eftirfarandi atriði: 1. Þegar byggt er fyrir aldraða með stuðningi af almannafé, skal gæta ýtrustu hagsýni. 2. Hagsýni ræður stærð og munaði. 3. Það sem best getur bætt upp takmarkaða stærð er íverugildi. 4. Iverugildi íbúðar byggist á með- ferð rýmis, efnis, ljóss og lita, þ.e. „arkitektúr”. 5. Iverugildi íbúðar sem er tak- mörkuð að stærð og hófleg að munaði má bæta með kostum í félagsaðstöðu og umhverfi. 6.1 félagsaðstöðu þarf að geta farið fram fjölbreytileg starfsemi. Starf- semi sem örvar samskipti íbúanna innbyrðis en gefur jafnframt ákjósanlegan snertiflöt við um- heiminn. 7. Umhverfi þarf að vera íburðar- laust og aðlaðandi. Aherslu má leggja á að menn geti haft „útivist” óháð illviðrum. MÓTUN Til þess að nálgast markmið byggingarnefndar varð stærð íbúða tveggjaog þriggja herbergja, á bib inu 55 til 65 mA Byggingarefni eru öll vel þekkt, þak með vatnshalla og veggir steinsteyptir, gluggar næstum því hefðbundnir. Helsta frávik er hleðslugler í gangvegg og lítill loftræstikúpull yfir hverri íbúð miðri. Gangurinn að íbúðunum er með þaki úr plasti, er hleypir góðri birtu niður. Hann líkist því fremur skjólgóðri götu heldur en hefð- bundnum gangi. Ibúðarálmum er skotið lítillega til, innbyrðis, en við það dregur nokkuð úr rangalavirkni, sem hætt væri við annars. 26

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.