Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 34

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 34
þar sem kostur er á að fá fagmenn til þeirrastarfa. Þaðeránægjulegfrarm för, og þá starfsemi þyrfti að auka verulega. Öll hreyfing er öldruðum nauðsynleg, en flestir þurfa hvat- ningu og oft og tíðum kennslu eða leiðbeiningar. Rétt er að taka fram, að fjöldi vistrýma (rúma) í þessari grein er sá fjöldi rúma, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur gefið rekstrarheimildir fyrir. Þar með er ekki sagt, að þau séu öll í notkun. Því miður, því að nóg er þörfin. A töflu 1 má sjá, að um 1.483 vist- rými aldraðra eru í Suðurlands- héraði. I þeim vistrýmum dvelst fjöldi Reykvíkinga eða þeirra, sem lögheimili eiga í Reykjavík. Má þar nefna, að meiri hluti vistmanna í Kumbaravogi við Stokkseyri (74 rúm), Asi/Asbyrgi í Hveragerði (194rúm) ogBlesastöðumáSkeið- um (12 rúm) kemur frá Reykjavík. Ef litið er á vistrými - hj úkrunarrými og þjónusturými'aldraðra í dvalar- heimilum og sjúkrastofnunum í Reykj avík og gerður samanburður á tölum frá 1. j anúar 1981 og 1. j anúar 1991 kemur í ljós, að vistrýmum hefur fjölgað um 264, þar af hjúkrunarrýmum um 123 og þjónusturýmum 141. Tala íbúa í Reykjavík var hinn 1. des. 1980 83.766 og l.des. 1990 97.569. Miðað við fj ölgun á öldruðum Reyk- víkingum er fjölgun á vistrýmum þar engan veginn næg. Margir hafa álitið, að ný dvalar- heimili, sem tekin hafa verið í notkun á undanförnum árum hafi verið hrein viðbót við það sem fyrir var. Því fer víðs fjarri. Eins og sjá má á töflu 2 hefur orðið veruleg fækkun á rúmafjölda hinna stóru og fjölmennu heimila Grundar og Hrafnistu. Þarhefurorðiðaðfækka vistrýmum, einkum vegna aukinna krafna frá vistmönnum sjálfum, aðstandendum þeirra og starfsliði. Þessi heimili bjuggu við afar mikil þrengsli og gátu því ekki sinnt vist- mönnum sínum sem skyldi. Kröfur um aðbúnað allan í dvalarheimil- um hafa aukist ár frá ári. Það er vel, en það kostar aukna fjármuni. Ef litið er til baka um tvo áratugi - til 1. janúar 1971 - voru vistrými í Grund 380 og í Hrafnistu 418, samtals 798 rúm. 1. janúar 1991 voruþausamtals627. Þaðerfækkun um 171 rúm og j afngildir rúmafj ölda í Droplaugar stöðum og Skjóli samanlagt. I þessu stutta yfirliti hefi ég gert vistrýmum aldraðra nokkur skil og langar í lokin að gera smáútúrdúr. Mér finnst illa komið fyrir hinu góða og hljómfallega orði ELLI í máli okkar Islendinga. Dvalar- heimili, sem hefur þó ekki hlaupið eftir tísku og óþarfa viðkvæmni í orðavali, er Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund. Það heldur sínu virðulega heiti. ■ 32

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.