Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 37

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 37
„LUNDUR" SKAPANDI UMHVERFI VIÐ DVALAR- HEIMILI ALDRAÐRA Á HELLU Lokaverkefni í landslagsarkitektúr frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, um staðsetningu verndaðra íhúða og skipulag sameiginlegs útivistarsvæðis við íbúðirnar og elliheimilið. Höfundur: DAGNÝ BJARNADÓTTIR landslagsarkitekt Stöðugt stærri hópur þjóð- félagsins er aldrað fólk, og það fer vaxandi að fólk þurfi að víkja fyrir yngra fólki úr vinnu, ennþá með fulla starfsorku. Margir missa fótanna við það að vera ekki lengur nýtir þjóðfélagsþegnar, og þá vantar hlutverk í lífinu. Elliheimilin rúma sjaldnast mögu- leika á lifandi starfsemi, og það föndur sem fólki er boðið upp á hefur fyrir marga engan annan tilgang en að láta tímann líða, og stofnunin ekki annað en biðstofa dauðans. Það er ljóst að það er þörf á nýsköpun þessara mála, bæði í stærri og minni mælikvarða. VERKEFNISVAL Mér var kunnugt um að það ætti að skipuleggja útivistarsvæðið við elliheimilið Lund á Hellu, sem hefur starfað í nokkur ár. Ut frá sérstakri staðsetningu þess í útjaðri bæjarins og eftir samtal við forstöðukonu Teikning: Jon Ranheimsæter. heimilisins, Elsie Júníusdóttur, skapaðist beinagrindin að verkefn- inu. Flestir á elliheimilinu eru bænda- fólk úr nærliggjandi sveit og ennþá er enginn bundinn hjólastól. Það er mikill áhugi hjá fólkinu að fá aðstöðu til að rækta og halda skepnur í smáum stíl. Sem dæmi má nefna að einn vistmaðurinn fer og sinnir kindunum sínum á hverjum degi í hesthúsahverfið á Hellu og hirðir hey við heimilið. Annar vistmaður tók með sér til staðarins litla gróðurhúsið sittog ræktar m.a. blóm og jarðarber. Forstöðukonan fræddi mig á því að margir vistmenn fyndu engan tilgang í því að fara út að ganga, þar sem þeir ættu ekkert erindi út. AÐFERÐARFRÆÐI Forvinnan til að nálgast lausnina á verkefninu skiptist í tvennt, annars vegar að afla upplýsinga um kann- anirástöðu aldraðra íþjóðfélaginu, 35

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.