Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 43
rökgreiningar á mannlegum þáttum
sem húsið ber merki um auk tæknb
legs og formfræðilegs frumleika. •
Það væri því ekki úr vegi að rekja
helstu hugmyndafræðileg atriði bak
við gerð ráðhússins til að skilja þann
langa og flókna veg er oftar en ekki
liggur til hönnunar fullbúinna hluta.
Eitt aðalsmerki byggingarinnar og
það er helst greindi hana frá öðrum
tillögum samkeppninnar er greining
hennar í tvo hluta, annars vegar
skrifstofulengju og hins vegar borg-
arstjórnarhús jafnframt tjarnar-
myndun á norðvesturhluta lóðar-
innar. Þessi greining hússins í að-
skilda hluta gerir auðveldara að
skilja virkni þess og eykur birtuflæði
um bygginguna þar eð ummálið
eykst. Skrifstofubyggingin í suðri er
síðan brotin upp í fjórar einingar til
að fá nálgun við stærðarhlutföll húsa
í nærliggjandi umhverfi og þá eink-
um Tjarnargötu. Það er afar lýð-
ræðislegt að starfsfólki og gestum
hússins er gefið besta útsýnið til
suðursyfirTjömina. Hinnipólitísku
miðstöð valdsins, borgarstjórnar-
byggingunni er fengin hlutlausari
staðsetning. Skrifstofubyggingin er
sveigð í boga og myndar sér-
kennilega hrynjandi er horft er til
vesturs, undir súlnagöngin að
framanverðu og má segj a að þar sem
víðar í byggingunni noti arkitekt-
arnir aðferðir kvikmyndaleikstjóra
til að afmarka sjónarhorn er hverfa
og klippast eins og hillingar eða
myndskeið í upplausn og skörun.
Bogadregin göngubrúin heldur
áfram ferð hringsins og ef hug-
myndinni um óendanleika hrings-
ins er haldið áfram í huganum má
segja að skrifstofubyggingin séhluti
að ferli radíus sem tengir saman
höfn og tjörn og er það einkar við-
eigandi þar sem hún markar með
því það svæði er telja má upphaf
byggðs bóls í Reykjavík, þ.e. Kvos-
ina.
Ráðhúsið dregur dám af samtíð sinni
og óstöðugleika tungumálsins og
menningarheimsins. Það semereitt
í dag er annað á morgun og marg-
ræðni augnabliksins og afstæður
sannleikurríkjaíþessumnýjaheimi
sem er oft svo undraflókinn, marg-
þættur og ótryggur. Hinarfjölmörgu
táknlíkingar frá nálægum og
fj arlægum stöðum gefa byggingunni
gildi sem hlutar sem þarfnast
sífelldrar endurskoðunar. Ráðhúsið
er ekki eitt valdsamlegt allegorískt
tákn sem mönnum ber að virða fyrir
sér á gamaldags hátt líkt og kon-
ungshallir til forna heldur röð tákn-
mynda og ljóðrænna launvísana
brota sem ber að skoða og endur-
skoða, raða og endurraða, en það er
oft aðalsmerki listrænna hluta að
þeir örva meðvitundina en njörva
hana ekki niður til einsýni og undir-
gefni.
Byggingin er umflotin vatni sem er
allsstaðar nálægt, úti sem inni, og
aðskilin frá landi með brúm líkt og
draumanökkvi úr eldgömlu Kjar-
valsmálverki og ljóð Steins Steinars
um tímann og vatnið líkt og
holdgerist í beinagrind burðar-
virkisins. Hönnuðirnir minnast á
41