Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 47

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 47
I Friederich eða Italans Piranesi en inngangur, kræklóttir stigar, brýr og gangar ráðhússins minna um margt á æfingar hans af arki- tektónískum rýmum. Ráðhúsið ber sterkan keim af tómri, ólokinni byggingu og verður því alltaf örlítið fjarlæg og aldrei alveg yfirtekin af notkunargildi sínu, sem er mikill kostur í samtímanum - og víst er að hún ber yfir sér kenningar naumhyggjunnar. Því má segja að e.t.v. sé listaverkið í borgarstjórnar- salnum vel til fundið, en Kristján Guðmundsson hefur lagt sig fram við að skilgreina grundvallar- forsendur listsköpunar í verkum sínum. En það má einnig greina upplausn, molnun og yfirtöku vatns og gróðurs eins og á mosaveggnum á norðurhliðinni sem hlýtur að leiða hugann að eilífðinni og hreinu framandlegu formi án notagildis og má segja að ráðhúsið falli undir nýrómantíska framúrstefnu til skilgreiningar. Það er styrkur ráðhússins sem arkitektónísks listaverks að fá að lifa í spennu milli þessara tveggja þátta sem eru handan lífs og neðan, sérstaklega nú þegar hávær og skrumskæld athafnasemi fjölmiðla vill gleypa allt í sig eins og léttmeti 45

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.