Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 49
Húsaskóli.
KOSTNAÐARAÆTLANA
GUÐMUNDUR PÁLMI KRISTINSSON
forstöðumaSur byggingadeildar Reykjavíkurborgar.
Fjallað er um þátt
kostnaðaráætlana á
ferlið frá því hugmynd
um byggingu kemur fram
þar til henni er lokið. Þá mun ég
reyna að svara spurningunni, hvers
vegna hafa kostnaðaráætlanir
brugðist við framkvæmdir hér á
landi hin síðustu ár. Að lokum eru
birtar nokkrar ábendingar um gerð
kostnaðaráætlana.
GERÐ KOSTN AÐ ARÁÆTLAN A
(sjá skýringamynd).
Þegar hugmynd vaknar um að byggj a
þurfi t.d. dagheimili, leikskóla,
grunnskóla, þjónustumiðstöð eða
sundlaug þarf að ákveða hvar á að
byggja í bænum, í hvaða hverfi, á
hvaða lóð, í hvaða forgangsröð og í
megindráttum með hvaða íveru-
þáttum og hvað stórt. Komið er að
því að gera forsögn, sem hefur að
geyma stærð og hverrar gerðar hin
ýmsu rými í viðkomandi húsi eigi
að vera.
Einnig er kveðið á um lágmarksgæði
byggingarhluta og lágmarkskröfur
eru gerðar til þeirra.
Á grundvelli forsagnar og fyrstu
frumdraga eða frumhönnunar er
gerð fyrsta kostnaðaráætlun.
Forsendur þessarar fyrstu áætlunar
eru:
- Forsögn.
- Frumteikningar.
- Reynslutölur á grundvelli
fermetra- og rúmmetra.
Ovissa þessarar áætlunar er -25%
til +35%.
Á þessu stigi er leitað eftir samþykki
borgarráðs á frumdrögum og
áætlunarkostnaði.
Hérna strax hefst hið eiginlega
kostnaðareftirlit. Gæta þarf þess
að húsið stækki ekki. Hugsanlegt
er í vissum tilvikum að hönnuðir
bæti við þarfirnar, nái í aðra starfs-
menn hjá þeim stofnunum er málið
varðar og þeir komi með ný sjónar-
mið.
Kostnaðaráætlun nr. 2 er gerð strax
þegar 20-35% hönnunar er lokið.
Hönnuðir eru beðnir um áætlun er
byggist á leiðbeinandi magntölum
verkþátta og byggingarhluta og
einnig fyrstu verk- og efnislýsingu.
Óvissa þessarar áætlunar er -15%
til +25%.
Síðan verður þessi kostnaðaráætlun
nákvæmari eftir því sem hönnun
miðar áfram. Á hönnunarfundum
er fylgst náið með kostnaðar-
framvindu með því að bera saman
við upphaflega áætlun.
Á þessu stigi hönnunar (þegar 20-
35% er lokið) kemur fyrir að hætt
sé við verkefni vegna þess að
kostnaður víkur verulega frá upp-
haflegri kostnaðaráætlun er byggist
á forsögn. Nefna má Kjarvalssafn
og sýningarskála er byggj a átti vegna
Heimssýningar í Sevilla á Spáni.
(Sjá töflu yfir byggingar, sem lokið
var á árunum 1989-1994-)-
Þriðja kostnaðaráætlun liggur fyrir
þegar útboðsgögn eru tilbúin.
Fullnaðarhönnun er lokið.
Almennt má segja að heppilegast
er að fullhanna verk áður en fram-
kvæmd hefst.
HVERSVEGNA HAFA KOSTNAÐAR-
ÁÆTLANIR BRUGÐIST VIÐ FRAM-
KVÆMDIR HÉRÁLANDI HIN
SÍÐUSTU ÁR?
Margar ástæður koma upp í hugann
þegar svona er spurt.
1. Byggingarnar breytast á hönnun
artímanum eftir að fyrsta áætlun
(frumáætlun) er gerð og er því
síðasta áætlun, þegar hönnun er
lokið, oft og tíðum í stærri og allt
annars konar byggingu er byrjað
var á .
2. Byrjað erábyggingu áðurenbúið
eraðfullhanna. Þessiaðferðermjög
óæskileg. Efþaðernauðsynlegtað
47