Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Blaðsíða 57
til að veita almenningi aðgang að
þessari algeru afslöppun og því er
ekki að neita að vel tókst til.
EINFALDUR EN ÞÓ MEÐ MIKIÐ
NOTAGILDI
Hægindastóllinn Chaise-Longue er
hannaður eftir slagorði hönnuðarins
því hann er hið fullkomna „tæki til
að hvílast í”. Hann er hugvitsamleg
blanda af tveim gullnum megin-
markmiðum í hönnun, þ.e. að ná
fram ýtrustu þægindum og eigin-
leikum sem tryggja vandaða fjölda-
framleiðslu.
Stóllinn er byggður upp af einfaldri,
frístandandi burðargrind sem
stendur á gólfinu og bogadreginni
grind sem lögð er ofan á hana og
sessan sjálf er fest á. Auðveldlega er
hægt að draga bogagrindina fram
og aftur og finna þannig þægilegustu
stellingu fyrir hvern einstakling og
hverja stund. Höfuðpúðann má líka
draga upp og niður til að vel fari um
þann sem situr eða liggur í stólnum.
Þegar hver og einn hefur fundið
sína óskastellingu er ekkert annað
að gera en að koma sér vel fyrir, því
stóllinn er búinn þeim ótvíræða
kosti að þyngd þess sem situr í
honum er nægjanleg til að halda
stellingunni óbreyttri.
NÚTÍMALEG KLASSÍK
Chaise-Longue var hannaður árið
1928 og öðlaðist ótrúlega fljótt
vinsældir sem hann hefur haldið
allt til þessa dags. Utlitið er klassískt
og stóllinn hefur þann eiginleika að
fara vel innan um flest önnur
húsgögn hversu ólík sem þau eru.
Hann er ekki fyrirferðarmeiri en
gerist og gengur um hægindastóla,
160cm langurogum56cmbreiður,
en vegna lögunar setunnar er hann
þó nógu stór tíl að jafnvel hinir
stærstu og þreknustu karlmenn geti
látið fara vel um sig í honum.
Vinsældir stólsins má þó örugglega
frekar rekja til þægindanna en
útlitsins, margir bakveikir og
fótaveikir eigendur sem og
stálhraustur almúginn hafa átt ótal
sælustundir í honum þá röska sex
áratugi sem hann hefur verið á
markaðinum og svo verður
örugglega áfram meðan enginn
finnur upp nýjan hægindastól sem
slær honum við. ■
Qrðið „antík” hefur
ekki sömu þýðingu
í allra eyrum. Það
er ekki undarlegt
pott oroið hafi ekki fasta
merkingu í málinu, því jafnvel
þeir sem þykj ast sérfróðir á þessu
sviði eru ekki sammála um
merkingu þess.
HVAÐERANTÍK?
Flestir leggja þann skilning í
orðið antík, að þar sé um að
ræða muni sem orðnir eru meira
en aldargamlir og nógu verð-
mætir og vandaðir til að vera
enn eigulegir og jafnvel auka
gildi sitt eftir því sem lengra
líður.
Verðmætamat er mismunandi
hjá einstaklingum, sumir vilja
að hluturinn eigi sér langa sögu,
Hún er óneitanlega glæsileg gamla, enska klukkan.
Talið er að hún hafi verið smíðuð árið 1910 og
gangverkið í henni er enn í góðu lagi. Hér á landi
voru slíkar klukkur nokkuð algengar í byrjun
aldarinnar.
sem helst er kunn. Aðrir vilja
að einhver tilfinningatengsl séu
milli hlutarins og þess sem á
hann (t.d. ættargripir), og enn
aðrir telur aðalverðmætin
liggj a í sölu verði (fj árfestingu).
Söfnunargildi hlutanna er líka
stór þáttur í verðmæti þeirra
sem antík.
Hópur manna, þar með taldir
margir sérfræðingar, telja að
antík hafi ekkert með aldur að
gera. Antík sé einfaldlega sá
hlutur sem er klassískur, hætt
er að framleiða og mun þótt
síðar verði lenda í fyrrgreinda
flokkinum.
Flestir eru þó sammála um að
hlutir sem hafi verið fjölda-
framleiddir geti aldrei fallið
undir antík.