Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 69

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 69
b) Aukning rakastigs vegna agna sem valda rakamettun og þoku. c) Röskun vindátta vegna ýmissa hindrana. Það dregur aftur á móti úr loft- hreinsun þar sem vindsveipir aukast og ýmsar agnir þyrlast upp og auka á mengunina. Þetta heita, raka og mengaða loft stígur því upp í lofthjúpinn yfir þéttbýlum svæðum. FLOKKUN LANDSLAGS Mismunandilögunlandslags hefur ólík áhrif á sólarfar, vinda og úr- komu og þar með aðstæður til byggðar. Smáhæðóttlandslaggetur valdið staðbundnum vindi og aflíðandi eða hallandi landslag hefur mikil áhrif á sólfar eftir því í hvaða átt hlíðin snýr. Fjarða- og dalalandslag einkennist af dagfarsvindum og fjalllendi hefur mjög fjölbreytilegt veðurfar. Mikilvægt er að geta „lesið” lands- lagið og séð fyrir áhrif veðurs og þeirra breytinga sem maðurinn hyggst gera á umhverfi sínu t.d. með því að reisa byggingar. Mikilvægt er að taka tillit til mis- munandi veðurskilyrða eftir TUAt-T --------^ Vc.ute.Vjt landslagsgerðum við staðsetningu íbúðarhverfa. VINNUAÐFERÐIR Þegar athuga skal áhrif vinda, slagregns eða snjóalaga þarf oft að gera tilraun með líkan af stað- háttum, annaðhvortívindgöngum eðameðviftuog grjónum. Athugun í viftu gefur góðar upplýsingar varðandi húsagerð með tilliti til vinds, skjólhliða, skaflamyndunar eða auðra svæða. Þannig er t.d. hægt að mynda skjól gegn ríkjandi vindum. Einnig má draga úr sterkustu og algengustu vindáttinni við gangstíga eða innganga í hús. Draga má úr slitskaða á byggingum og koma í veg fyrir snj óskafla framan við dyr og glugga. Slík athugun getur verið mikilvæg bæði á snjóléttum svæðum vinda- og úr- komusömum og þar sem skaf- renningur er algengur og skafla- myndun veldur vandræðum. Einnig voru gerðar vindhraða- mælingar og athugaðir sveipir kringum byggingar með sérstöku tæki. Gerðar voru æfingar með flokkun landslags og unnin vatna- skila- og loftslagskort, skuggakort og kort sem sýndu afstöðu sólar. Hvað gerist ef við bætum við mannvirkjum? Vindafar í Hveragerði. HVERAGERÐI Hveragerði stendur innarlega í U- dal. Viðgerðum veðurfarsathugun vegna endurskoðunaraðalskipulags og leituðum að hentugu svæði meðtilliti til veðurfars fyrir fram- tíðarbyggð. A lokastigi verksins settum við fram hugmynd um húsagerð og skjólbeltanotkun sem gera ætti svæðið vestan núverandi byggðar og sunnan Hamars enn byggilegra. Ef ekkert í umhverfinu skyggir á er sólarhæð á jafndægrum 26° í 67

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.