Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 72

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 72
Rigning í Regensburg. Forn virkismúr frá Rómarveldi. samstarf um skipulag strand- lengjunnar frá Orfirisey að Korpu. Arangurinn kemur skýrast fram í nýja aðalskipulaginu 1990 - 2010 þar sem hluti hafnarsvæða við miðborgina er orðinn að miðbæj ar- svæði, hafnarsvæði í Grafarvogi að íbúðahverfi með smábátahöfn og nýju athafna- oghafnarsvæði ætluð framtíð í Eiðsvík. Ný áhrif í íbúða- hverfum með meiri fjölbreytni í uppbyggingu og útliti. Innsýn í mörg athyglisverð ákvæði í amerískri skipulagslöggjöf og stjórnun landnotkunar (zoning). T.d. ívilnanir og hvatar, til að ná fram betra umhverfi. Dæmi: Aukin nýting (fleiri hæðir) ef bílar eru neðanjarðar eða innan- húss. Aukin nýting ef hluti af lóð er opinn almenningi sem garður, torg eða yfirbyggt innrými o.fl. Sérstaklega voru skoðaðar fram- kvæmdir þar sem áhersla var lögð á að endurlífga miðborgir og tengja þær hafnarsvæðum, s.s. í Baltimore, South Street Seaport í New York og einnig Faneuil Hall í Boston og fleira athyglisvert í þeirri borg. Þessi atriði hafa haft áhrir' á umræðuna um uppbyggingu og endurlífgun í Kvosinni og miðbænum,þ.ám. hugmyndir að glerbyggingum í Austurstræti og/eða Vallarstræti ásamt nýsamþykktum tilraunum með glerþök, „regnhlífar” ,yfir gang- stéttir á Laugavegi. Frá USA-ferðinni er til skýrsla í bókarformi ásamt myndefni, bæði á pappír sem og skyggnur og video. Ymis gögn er einnig að finna sem hópurinn tók með heim. Haldinn var kynningarfundur og sýning á Kjarvalsstöðum þar sem allir þátt- takendur tjáðu sig um það sem ferðin gaf hverjum og einum. Sagt var frá ferðinni í Arkitektúr og skipulag. FERÐ SKIPULAGSNEFNDAR TIL MIÐ- EVRÓPU 22. SEPT. TIL 3. OKT. 1991. (Kjörtímabilið 1990 - 1994.) Ferð þessi var undirbúin í samvinnu við Ferðaskrifstofu Reykjavíkur en sendiráð viðkomandi ríkja og ræðismenn aðstoðuðu við að koma á tengslum við embættismenn í stórborgunum þremur. Staðarvalið tengdist umræðunni um framtíð miðborgarinnar og eldri hverfa, frá- gangi gatna og torga ásamt skipulagsvinnu á framtíðarbyggðar- svæðum. Um er að ræða elstu borgir í Mið-Evrópu með aldagamla borgamenningu og sögu. Hér var að opnast að hluta til nýr heimur sem hefur verið undir oki alræðisvalds en er nú að taka á vandamálunum á nýj an hátt. Þessar borgir geyma perlur í húsagerðarlist tengdar mörgum öldum og lista- stefnum og einnig götu- og torgmyndanir sem hafa orðið fyrirmynd að uppbyggingu margra miðborga. Mikil endurbygging hefur farið fram í þessum borgum sem hefur tekist misjafnlega. I Vín eru nýlega byggð 70

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.