Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 78
bílastæðamál í miðhluta borgar-
innar. Einnig liggja fyrir ótrúleg
verkefni við endurbyggingu og
lagfæringu húsa. Við höfðum orðið
illþyrmilega vör við mengun í mið-
borginni strax við komuna kvöldið
áður.
Um eftirmiðdaginn var ekið um
borgina og skoðuð torg, útivistar-
svæði og ríkulega skreyttar bygg-
ingar sem eru margar í niðurníðslu.
U m kvöldið fór hópurinn yfir í Búda
í Mathias Kirche þar sem hlustað
var á orgeltónleika frægrar ungrar
stúlku, Csilla Alföldy að nafni.
Búdapest á sér sögu sem bær við
Dóná, allt frá því að Rómverjar
reistu þarnaá fimmtu öld nýlendu-
byggð sem um 1200 var lögð í auðn
af Mongólum.
Flj ótlega fór að rísa aftur bær í Búda
hlíðunum og annar bær með allt
öðrum svip og skipulagi á sléttunni
hinum megin Dónár. Arið 1849
var fyrsta brúin byggð og borgin
fékk nafnið Búdapest.
Borgin blómstraði á tímabili austur-
ísk-ungverska keisaradæmisins og
1869 - 1913 fjórfaldaðist íbúatalan
frá um 280.000 í 1,2 milljónir íbúa.
Búda byggðist upp í barokkstíl en
Pestsvæðið í „Parísarstíl” með
breiðstræti, trjágöng og prakthús í
sterkum þjóðernisanda. Minnir
þetta nokkuð á finnska þjóðernis-
skeiðið þar sem húsagerðarlistin
varð hluti af sjálfstæðisvitund
kúgaðrar þjóðar.
Eftir síðari heimsstyrjöldina gekk
rússneska milljónaáætlunin yfir
borgina. Endalaus íbúðahverfi með
10,15 og 20 hæða blokkum í röðum
eins og herfylki standa sem níðstöng
þess stjórnkerfis sem lagðist eins og
„dauðakrumla yfir borgina”, eins og
skipulagsstjórinn orðaði það.
Gamli bæjarhlutinn í Búda hefur
verið vandlega endurbættur og nú
er í gangi áætlun um lagfæringar og
endurbætur á eldri hluta Pest og
nýbyggingar eru víða að rísa, s.s.
stór hótel o.fl.
A hótel Erzzébet hittum við Einar
B. Pálsson prófessor og frú sem
Karlovy Vary (Karlsbad). Skondinn rammi um heitar lindir.
ætluðu að dvelja nokkrar vikur til
að njóta þessarar fögru borgar og
kynna sér sögu hennar.
Dvölin í Búdapest var of stutt til að
mynda sér nokkra heildarmynd af
borginni en víst er að flesta mun
dreyma um að fá að koma þarna
aftur. Búdapesterstemmningsborg!
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER
BRATISLAVA - PRAG
Lagt var af stað um kl. 9.00 frá
Búdapest og var nú förinni heitið til
Bratislava í Tékkóslóvakíu, en áður
en Búdapest var yfirgefin var kastali
borgarinnar skoðaður.
I Bratislava tók á móti okkur
leiðsögumaður sem sýndi okkur
miðhluta borgarinnar sem var í
nokkurri niðurníðslu, en var verið
að gera upp smám saman af mikilli
natni. Eiga þeir aerið verkefni fyrir
höndum.
Bratislava er höfuðborg Slóvakíu,
mikil iðnaðarborg, t.d. vopna-
iðnaður, og áfangastaður flutninga
um Dóná. Síðanvarferðinnihaldið
áfram til Prag, þar sem hópurinn
átt i eftir að dvelj a næstu þrj ár nætur.
Þangað var komið um kvöld-
76