Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 81

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Page 81
Eisenstadt. Skipulagsnefnd og skipulagsstjóri við stærstu bjórnámu í heimi. lausan og gersamlega úr samhengi við umhverfið. Um kl. 12.00 var lagt af stað til Frankfurt og tók ferðin lengri tíma en ráðgert hafði verið vegna mikillar umferðarteppu á mótorveginum. I bílnum var haldinn óformlegur fundur og þar reifuð ýmis mál sem nánar er fjallað um í fundargerð. Eftir að búið var að koma sér fyrir á hótelinu var ákveðið að fara að borða í Saxenhausen-hverfinu sem frægt er fyrir sérstæðan karakter og tugi eða hundruð bjór- og matstaða á litlu svæði. FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER FRANKFURT■ KEFLAVÍK Ekki var um að ræða neina skipulagða dagskrá þennan síðasta dag ferðarinnar, en lítill kjarni úr hópnum undir leiðsögn Ingimundar Sveinssonar fór í gönguferð um miðbæjarkjarna þar sem liggja hvoru tveggja megin árinnar Main öll helstu listasöfn borgarinnar ásamt ráðhúsi o.fl. Fengum við nokkra nasasjón af hverfinu en sérstaklega leituðum við uppi nýjar safnbyggingar reistar á síðastliðnum áratug. Söfn þar sem ekkert hefur verið til sparað og hönnuð af valinkunnu liði arkitekta. Ahugavert var að sjá hversu arki- tektar taka mismunandi á svona verkefni, ýmist með sjálfstrausti og vissum hroka eða auðmýkt og tillitssemi yfirburðalistamanna við umhverfið - og svo allt að ósjálf- stæðri hermilist. Það safh sem við gátum skoðað best var þýska póstsafnið. Falleg og létt bygging, skemmtilegt efnisval og vel leystir sérhlutar. Innanhúss var gott andrými, nánast kímni. I miðju hjarta borgarinnar á svæði frá dómkirkjunni að Römertorgi (Ráðhústorgi) þar sem mikil spjöll urðu í loftárásum bandamanna hefur nú verið reist listamiðstöð, „Kunst- halle skchirn”, tengd íbúðabyggð og stórbyggingum sem mynda nýja hlið að gamla ráðhústorginu. Er hér nánast um uppbyggingu borgarhluta að ræða sem hannaður er sem ein heild með hliðsjón af eldri byggð og hefð í íbúðarhúsum. En í listamiðstöðinni má sjá samspil framtíðarsýnar og tilvitnana í þekkt eldri verk og stefnur. Þetta eru verk sem þarf að skoða betur. Við gengum einnig um fallega nýja hengigöngubrú yfir ána Main. SÖFNIN SEM SKOÐUÐ VORU Safn fy rir nútímalist. Hans Hoilein (byggt 1987-91). Gyðingasafnið. Ante Josip Kostelac (byggt 1985-89). Listasalur Schirn. Rangert, Jansen, Scholz og Schultse (byggt 1983-85). Listiðnaðar- og heimilisiðnaðarsafn. Richard Meier (1982-85 og hluti 1991). Þýska kvikmyndasafnið. Helge Bofinger og Parners (1981-84). Þýska arkitektúrsafnið. O.M. Ungers (1981-84). Þýska póstsafnið. Gúnther Behnisch og Partn. (1984-90). Stadel listagalleríið. Gustav Peichl (1988- 90). Síðan var haldið af stað út á flugvöll þar sem bílstjóri okkar frá Lux- emburg var kvaddur og hans ágæti bíll. 79

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.