Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 10
10 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
,,Ég tek vaktir á
sjúkrabílnum og
hendist í útköll um
fjöll og firnindi ef því
er að skipta …“
Einstaklega fjölbreytt og ófyrirsjáanlegt starf
Árið 1985 réðu þau Sigurgeir sig til starfa á
Heilsugæslustöðinni í Vík og hefur það verið þeirra
starfs- og lífsvettvangur síðan, eða í hart nær 40 ár.
Vík er H1 -stöð samkvæmt gamalli skilgreiningu. Af
fagfólki eru þar fastráðinn einn hjúkrunarfræðingur
og einn læknir. Síðan eru ritari, ræstir í hlutastörfum
og sjúkraflutningamenn á bakvöktum. Helga segir að
stöðin sinni allri almennri heilsugæslustarfsemi sem
snertir lífsferil íbúanna frá vöggu til grafar. Einnig sinnir
stöðin þeim bráðatilvikum sem upp koma í héraðinu og
aðliggjandi héruðum ef þörf krefur, vaktsíminn er því
aldrei langt undan. Helga segist fara um héraðið í vitjanir,
til að hitta nýfædd börn og fjölskyldur þeirra, eldra
fólkið sem þarf þjónustu heim og svo hefur líknandi
meðferð í heimahúsum verið þáttur í starfinu í gegnum
tíðina. „Ég tek blóðprufur, gef lyf, er í heilsueflandi
og almennri móttöku, sinni ungbarnavernd, hitti fólk
í viðtölum, hef samvinnu við grunn- og leikskóla og
einnig hjúkrunarheimilið. Bólusetningar gegn covid-19
og sýnatökur eru líka hluti af starfinu mínu um þessar
mundir og það má segja að fjölbreytnin sé í raun
óendanleg og ófyrirsjáanleg. Ég tek vaktir á sjúkrabílnum
og hendist í útköll um fjöll og firnindi ef því er að skipta,“
segir Helga.
Alltaf í hlutverki hjúkrunarfræðings
En hverjir eru kostir og gallar þess að vinna í svona litlu
samfélagi eins og í Mýrdalshreppi? „Þjónustusvæði
stöðvarinnar spannar Mýrdalshrepp og nær aðeins
út í nærliggjandi sveitir. Það eru margir kostir við að
vinna í þessu dásamlega umhverfi. Hvítfyssandi öldur
við svartan sandinn, græn fjöllin, hvítur jökullinn,
fossar og fleira fallegt. Við höfum verið lánsöm og
átt afar góð samskipti við íbúa héraðsins. Það er ekki
hlaupið að því að við hjónin getum bæði komist í burtu
með litlum fyrirvara og það hefur komið fyrir að það
hafi verið verulega bagalegt. Aðgengi að ýmiss konar
sérfræðiþjónustu hefur aukist hér en gæti verið betra,“
segir Helga og bætir við: „Mér finnst nálægðin við fólkið
í héraðinu vera kostur frekar en galli og það er ekki oft
sem mér hefur fundist hún erfið. Ég er Helga og ég er
hjúkrunarfræðingur hvar sem ég kem og mér finnst
vandræðalítið að skilja að vinnu og önnur samskipti í
héraði.“
Það er óneitanlega svolítið sérstakt að hjúkrunar-
fræðingur og læknir Mýrdalshrepps séu hjón og eyði
öllum tímum saman, í vinnunni og á heimilinu. Ætli það
sé flókið? „Nei, nei,“ svarar hún brosandi. „Það vita það
allir sem hafa unnið með Sigurgeiri að það er einstaklega
gott og eflandi að vinna með honum. Við þekkjumst
orðið ansi vel og lesum hvort annað. Við höfum það eins
og trén sem dafna, við stöndum þétt saman en þó ekki í
skugga hvort annars. Ég hef notið þessarar teymisvinnu
öll þessi ár. Við höfum líka alltaf verið einstaklega heppin
með annað samstarfsfólk á stöðinni.“
Oft fjöldi útkalla á sólarhring yfir sumartímann
Samfélagið í Mýrdalshreppi byggist fyrst og fremst á
ferðaþjónustu og ferðamönnum. Það er því gríðarlegt
álag á Helgu og Sigurgeiri þegar svæðið er allt fullt
af ferðamönnum, sérstaklega yfir sumartímann.
„Ferðaþjónustan er undirstöðuatvinnugrein á okkar
svæði og margir vinsælustu ferðamannastaðir landsins
eru hér. Þegar ferðamannastraumurinn var hér í
algleymingi var rosalega mikið að gera hjá okkur gömlu
hjónunum. Tugir þúsunda á svæðinu og stundum fjöldi
útkalla á sólarhring, hvort sem var í sjúkraflutningum
eða á stöðina. Svo kom covid og eins og hendi væri
veifað hurfu ferðamennirnir og útköllum fækkaði
Hér er verið að skíra León
Inga, son Hörpu Elínar,
dóttur Helgu og Sigurgeirs,
sem hefur verið búsett í
Chile síðastliðinn áratug.
Presturinn er Haraldur M.
Kristjánsson. Helga prjónaði
skírnarkjólinn en barnabörnin
hafa öll verið skírð í honum.
Viðtal