Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 18
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021
Mikilvægt að viðra
tilfinningar eftir
erfiða atburði
,,Orðið defusing, eða viðrun eins og það er nefnt á
íslensku, merkir það atferli að gera eitthvað skaðlaust
áður en það getur valdið skaða. Í orðabókum er það
meðal annars þýtt með þeim hætti að virðun er líkt
við það að gera sprengju óvirka; að aftengja áður en
sprengjan getur valdið skaða. Það er að segja, að þegar
alvarlegir atburðir verða, til að mynda alvarleg slys eða
veikindi, er nauðsynlegt fyrir starfsfólk deilda sem að
málinu koma, að hafa tækifæri á því að koma saman
og fara yfir reynslu sína. Að viðra tilfinningar sem fyrst
eftir atburðin til að reyna að koma í veg fyrir að reynslan
hafi langvarandi áhrif á líðan. Ef ekki er hægt að gera
aðstæður skaðlausar, svo við höldum okkur við það
orð, þá er að minnsta kosti reynt að minnka líkurnar
á hugsanlegum skaða; draga úr einkennum, ” útskýrir
Rósa. Í stuttu máli má segja að viðrun sé það þegar lítill
hópur fólks kemur saman eftir erfiða reynslu, sem er það
áhrifamikil að hætta er á að hún hafi áhrif á hæfni okkar
til halda stjórn.
Nauðsynlegt að viðrun eigi sér stað sem fyrst
Viðrun, (defusing), er styttri og að vissu leiti einfaldari
útgáfa af kerfisbundinni úrvinnslu, (debriefing). Rósa
segir mikilvægt að viðrun sé unnin fyrr en þegar um
úrvinnslu sé að ræða:,,Nauðsynlegt er að viðrun eigi
sér stað sem fyrst eftir erfiðan atburð. Og vegna þess
að viðrun á sér stað svo fljótt er ekki farið eins djúpt í
tilfinningarnar eins og þegar úrvinnslu vinna fer í gang.
Viðrun gerir fólki, sem lendir í erfiðum aðstæðum, fært
að tala um reynsluna áður en það hefur í raun tíma til að
Á heimasíðu Landspítala
má finna upplýsingar um
áfallahjálp og eru þar taldir
upp sex þættir sem áfallahjálp
samanstendur af. Þessir
þættir eru sálræn skyndihjálp,
upplýsingar og fræðsla,
viðrun, úrvinnsla, virkjun
stuðningskerfis fyrir þolendur
áfalla og að lokum mat á
áhættuþáttum og eftirfylgd.
Við ætlum að staldra við
þriðja þáttinn; VIÐRUN, og
fengum Rósu Kristjánsdóttur,
deildarstjóra sálgæslu djákna
og presta á Landspítala, til að
fræða okkur.
Texti og mynd: Sigríður Elín
Viðrun