Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 19
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 19 ,,Viðrun gerir fólki, sem lendir í erfiðum aðstæðum, fært að tala um reynsluna áður en það hefur í raun tíma til að endurskoða hana og mögulega mistúlka eða misskilja …” endurskoða hana og mögulega mistúlka eða misskilja raunverulega þýðingu hennar fyrir hvern og einn. Samkvæmt þeim heimildum, sem ég hef aflað mér, er því sums staðar haldið fram að viðrun strax, sé betri og hjálpi betur, en þegar beðið er í sólarhring, sem ráðlagt er að líði áður en kerfisbundin úrvinnsla fer í gang. Viðrun er notuð strax eftir áfall og þarfnast ekki teymis, sem er hins vegar kallað til þegar úrvinnsla á við. En viðrun er ferli sem á alls ekki alltaf við, það þarf að vega og meta það út frá ýmsum þáttum eins og til að mynda tímasetningu. Þegar Rósa er spurð hver markhópurinn sé segir hún að hann sé miðaður við kjarnann í hópnum sem var í mestri nálægð í erfiðum aðstæðum. Vanalega eru um sex til átta manns í hópi, en oft er nauðsyn að vera með viðrun í fleiri minni hópum, sem tengjast sama atburði en hver hópur kemur að á mismunandi hátt og hefur því sérstöðu sem þarf að ræða sérstaklega.” Hverjir eiga að sjá um og stjórna viðruninnni? ,,Faglega séð er ráðlagt að fá utanaðkomandi aðstoð þegar viðrun á sér stað. En þær aðstæður geta komið upp, eins og til dæmis, þegar erfið tilfelli koma upp að nóttu til, að aðgangur að stuðningi er ekki eins auðsóttur og á daginn, hvað gerum við þá? Allir sem koma hafa þörf fyrir stuðning og því er ekki hægt að ætla einum úr hópnum að vera í hluverki stjórnanda. Ef vaktstjóri metur aðstæður þannig að nauðsyn sé að fá aðstoð strax, kallar hann eftir þeim presti eða djákna sem er á vakt í sjúkrahúsinu og biður um aðstoð.” Viðrun má ekki misnota þá missir hún marks ,,Nauðsynlegt er að viðrun eigi sér stað í hlutlausu rými. Hún á aldrei að vera á vettvangi atburðarins. Ef aðstæður uppfylla kyrrð og næði má segja að hægt sé að vera næstum því hvar sem er. Ef atburðurinn, sem kallar á viðrun, á sér stað í byrjun vaktar er best að geta sest niður strax og viðra reynsluna. Geta síðan tekið til næstu verka það sem eftir er vaktar og þannig minnkað álagið. Gangi það ekki er nauðsynlegt að tryggja að engin fari af vaktinni fyrr en viðrun hefur átt sér stað svo fólk geti farið heim til fjölskyldu sinnar og skilið að vinnu og einkalíf,” segir Rósa og spurð út í tímamörk viðrunar segir hún að viðrun taki venjulega frá tuttugu mínútum upp í klukkutíma hámark. ,,Ef viðrun fer að ráði yfir klukkustund er það merki um að hópurinn hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli sem þarfnast nánari stuðnings eða stjórnun hópsins hefur farið út um þúfur og umræðan út fyrir það sem skipti máli. Sé það mat stjórnanda að meira sé að en viðrunarfundur geti tekið á er nauðsynlegt að gera viðeigandi ráðstafanir, eins og að koma á kerfisbundnum úrvinnslufundi á næstu dögum.” Eðli málsins samkvæmt er fyrirvari viðrunarfundar oftast stuttur og því ekki alltaf hægt að undirbúa fundina mikið. ,,Stutt lýsing á því sem gerðist er næg, svo er farið yfir hvað var erfiðast, staðreyndir, hugsanir, viðbrögð og einkenni. Það er mikilvægt að hvetja alla til að tala en virða þá sem kjósa að þegja. Enginn pressa á að vera á þátttakendum, heldur fullvissa um að umhyggja fyrir þeim sé undirliggjandi ástæða fyrir samverunni. Traust er forsenda fyrir því að vel gangi. Þegar viðrun á sér stað er reynt að svara þeim spurningum sem spurðar eru, átta sig á reynslunni og viðbrögðunum hjá hópnum. Ræða um viðbrögð og sjálfshjálp við stressinu og álaginu. Koma svo á úrvinnslufundi reynist það niðurstaðan eftir viðrunina. Gefa endurgjöf, (feedback), hvað var gott og hvað er hægt að læra af reynslunni. Gefa einnig færi á áframhaldandi stuðningi ef þess er þörf.” Hvenær á viðrun ekki við? ,,Viðrun er byggð upp sem lítill hópur, skjót íhlutun eftir álag og stress, sem á sér stað á fyrstu átta klukkustundum eftir erfiðan atburð; oftast eftir erfið slys. Að nota viðrun þegar margir dagar eru liðnir frá atburði er misnotkun á aðferðinni. Að nota viðrun eftir allar vaktir er líka misnotkun sem orsakar að aðferðin missir marks og áhrif hennar verða að engu með tímanum. Aðeins þeir sem kunna til verka eiga að stjórna viðrun og sjá til þess að henni sé beitt rétt,” segir Rósa Kristjánsdóttir að endingu. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta lesið lokaverkefnið ,,Viðrun á bráðamóttöku” sem má nálgast á skemman.is. Viðrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.