Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 31
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 31
á að fara í köld ker í sundlaugum, það er krafturinn, orkan og
„mýktin“ sem heillar mig við sjósundið, auk þess er þetta líka
svo góð slökunarstund með góðum konum.
Tekur það langan tíma að venja líkamann (og hugann)
við að synda í köldum sjó?
Mér finnst alltaf dálítið erfitt að fara úti í fyrst. Sumar okkar
taka öndunaræfingar og vilja ekki láta tala við sig á meðan
þær eru að einbeita sér. Aðrar skella sér út í strax, með krafti.
Ég þarf alltaf að telja niður, og ef það er sólskin horfi ég í áttina
að sólinni og tel niður áður en ég læt vaða. Ég hef líka tekið
eftir því að ef maður er undir miklu álagi, og þá sérstaklega
andlegu álagi, er erfiðara að fara úti í. Ef maður er illa hvíldur
er líka mjög erfitt að vera úti í köldum sjónum en maður er
samt alltaf fullur af orku þegar maður kemur upp úr.
Hvað hefur sjósund umfram hefðbundna líkamsrækt?
Mér finnst ekki hægt að bera þetta saman þar sem þetta
er ekki beint líkamsrækt, sjósund er meiri hugrækt en
líkamsrækt.
Hvaða árstími er bestur til að byrja í sjósundi?
Ég tel best að byrja á vorin, í maí til dæmis.
Hittist þið allt árið um kring og þá líka í frosti og snjó?
Já, við höfum gert það, alltaf á mánudögum klukkan rúmlega
fjögur og allir áhugasamir hjúkrunarfræðingar eru velkomnir
að slást í hópinn með okkur.
Sjósund