Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 52
52 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Fagdeild stjórnenda innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er nú orðin Fagdeild um forystu í hjúkrun Frá stjórn Fagdeildar um forystu í hjúkrun til allra hjúkrunarstjórnenda og leiðtoga í hjúkrun Fagdeild um forystu í hjúkrun, sem hét áður Fagdeild stjórnenda innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur auk nafnbreytingar endurskoðað markmið sín og það hverjum fagdeildin er opin. Tillögur að breytingum voru lagðar fyrir aðalfund fagdeildarinnar 13. apríl sl. og voru þær samþykktar einróma. Með breytingunum færir fagdeildin sig nær nútímastjórnun og forystu í hjúkrun þar sem ekki er eingöngu lögð áhersla á hlutverk þeirra sem gegna formlegum stjórnunarstörfum heldur litið til hjúkrunarfræðinga í fjölbreyttum störfum stjórnenda og leiðtoga í heilbrigðis- og velferðarmálum. Breytingarnar eru í anda þess sem Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) hefur boðað síðustu ár, þar sem unnið er að því að efla alla hjúkrunarfræðinga sem leiðtoga, og ábendinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um mikilvægt leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga í heilbrigðisþjónustu um víða veröld. Texti: Helga Bragadóttir, f.h. stjórnar Fagdeilar um forystu í hjúkrun. Fagdeild

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.