Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 56
56 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 97. árg. 2021 Engum er hjúkrað ef enginn hjúkrar hjúkrunarfræðinga sem er í langtímaveikindaleyfi (lengur en 58 daga) á hverjum tíma er 67 einstaklingar og að jafnaði eru 62 hjúkrunarfræðingar í foreldra- og fæðingarorlofi. Það samsvarar 127 stöðugildum í dagvinnu en ekki er ráðið í þessar stöður í öllum tilvikum (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021). Ástandið hefur versnað enn frekar undanfarið með tilkomu covid-19-faraldursins, álag á heilbrigðisþjónustuna hefur aldrei verið eins mikið og nú. Erfitt er að hugsa til afleiðinganna sem það á eftir að hafa til skemmri og lengri tíma. Heilbrigðiskerfið er komið að þolmörkum varðandi lágmarksmönnun. Nú stöndum við auðvitað í storminum miðjum. Þó sjái fyrir endann á faraldrinum, hefur enn hvorki gefist tími né ráðrúm til að kanna áhrif covid-19 á starfsfólk í heilbrigðiskerfinu á þessu krefjandi álagstímabili og hvort og hvaða áhrif faraldurinn hefur á þjónustugæði og meðferð innan heilbrigðisstofnana. Hugsanlega gætu slíkar rannsóknir varpað betra ljósi á hvar viðmið um lágmarksmönnun ættu að liggja. Undanfarið ár hafa orðið til mikilvæg gögn sem geta gefið okkur vísbendingar um þolmörk og lágmarksmönnun. Skortur á hjúkrunarfræðingum á heimsvísu Um allan heim er skortur á hjúkrunarfræðingum. Meðal ástæðnanna er fjölgun mannkyns og hækkandi lífaldur en hvort tveggja leiðir af sér fleiri skjólstæðinga sem þurfa aukna og flóknari heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er því að skilningur sé til staðar á hlutverki og mikilvægi þátttöku hjúkrunarfræðinga við að tryggja gæði og öryggi við meðferð sjúklinga (Griffiths o.fl., 2018). Talið er að 12,9 milljónir heilbrigðisstarfsmanna muni vanta til starfa um heim allan árið 2030, þar af 8 milljónir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra (World Health Organization, 2013). Skýrsla hagdeildar Landspítala staðfestir að mikið „gat“ er í mönnun hjúkrunarfræðinga og þar var áætlað, fyrir styttingu vinnuvikunnar, að vantaði 76 stöðugildi hjúkrunarfræðinga (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021). Í umfjöllun Morgunblaðsins um mönnunarvanda ríkisstofnana vegna styttingar vinnuvikunnar segir Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mann- auðsmála Landspítalans, að 120 stöðugildi heilbrigðis- starfsmanna á vaktalínum vanti upp á til að tryggja mönnun Landspítalans eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi 2. maí síðastliðinn, en þar eru alls um 3000 starfsmenn í vaktavinnu (Ómar Friðriksson, 2021). Hvað verður um menntaða hjúkrunarfræðinga? Menntun íslenskra hjúkrunarfræðinga er öflug og stenst samanburð við það sem best gerist á heimsvísu. Skýrsla Fíh, sem gefin var út árið 2017, gerði ráð fyrir að fram til ársins 2021 mundi nýliðun innan stéttarinnar rétt svo ná að leysa af hólmi þá hjúkrunar-fræðinga sem ljúka störfum vegna aldurs (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Á Landspítalanum, sem er stærsti vinnustaður Íslands, má ætla að fjórðungur láti af störfum næstu 10 árin vegna aldurs. Stöðugildum hjúkrunarfræðinga hefur fjölgað að jafnaði um 2,2% síðustu ár á Landspítala (Kristlaug H. Jónasdóttir og Elísabet Guðmundsdóttir, 2021). Á komandi árum má gera ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum sem starfa í þróuðu löndum muni fækki um 40%. Ein helsta ástæðan er að komandi kynslóðir munu ekki mennta sig eða starfa við hjúkrun vegna lágra launa og of krefjandi vinnuumhverfis (World Health Organisation, 2013). Meðalfjöldi sjúklinga sem hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á daglega hefur bein áhrif á ánægju í starfi og kulnun (Chen o.fl., 2019) en starfið getur verið líkamlega og andlega erfitt. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að þekkja áhættuþætti kulnunar og vera meðvitaðir um einkenni þeirra, bæði vegna starfsfólksins og einnig vegna eigin áhættu. Hjúkrunarfræðingar vilja geta nýtt meiri tíma með fjölskyldu sinni og telja sig ekki fá næg tækifæri til framþróunar í starfi, og þetta verður til þess að þeir leita í önnur störf (Muabbar og Alsharqi, 2021). Stjórnendur á heilbrigðisstofnunum eiga erfitt með að halda góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meðal þeirra er hætta á kulnun í starfi veruleg (Kelly o.fl., 2019). Cheval og samstarfsmenn (2019) framkvæmdu saman- tektarrannsókn um reynslu heilbrigðisstarfsmanna af álagi í starfi. Úrtakið voru 229 heilbrigðisstarfsmenn þar sem meðalaldurinn var 30 ár. 48% úrtaksins voru hjúkrunarfræðingar, 27% læknar og 25% féll undir annað heilbrigðisstarfsfólk. Samantektin sýndi að um helmingur þátttakenda eða 46% gat ekki svarað hvort þeir myndu kjósa að starfa áfram innan heilbrigðisþjónustunnar við að sinna sjúklingum. Einnig sýndu niðurstöðurnar að margir þátttakendur fundu fyrir miklu álagi í starfi sínu. Þeir töldu sig ekki alltaf ná að sinna öllum verkefnum sínum á vinnutíma og unnu því oft umfram umsamið vinnuhlutfall. Niðurstöðurnar bentu til þess að stór hluti þátttakenda horfði til annarra starfa utan heilbrigðiskerfisins. Jana Kristín Knútsdóttir og samstarfsmenn (2019) unnu rannsókn sem fékk nafngiftina „Þróun starfsumhverfis á Landspítala: Kulnun í starfi, starfsánægja og gæði þjónustunnar.“ Hún sýndi að 17,2% þátttakenda höfðu áform um að láta af störfum á Landspítalanum næstu 6-12 mánuðina. Hún sýndi einnig að 54% þátttakenda unnu umfram umsamið starfshlutfall, einu sinni eða oftar í viku. Getum við dregið úr kulnunarhættu? Mikilvægt er að finna leiðir innan heilbrigðiskerfisins til að koma til móts við unga hjúkrunarfræðinga þannig að þeir hverfi ekki frá störfum innan heilbrigðiskerfisins vegna kulnunar og streitu. Rannsókn, sem fór fram á bráðadeildum hér á landi, leiddi í ljós að fleiri yngri hjúkrunarfræðingar urðu oftar varir við einkenni streitu heldur en þeir sem voru eldri og voru einkennin að jafnaði alvarlegri. Mismunandi niðurstöður komu í ljós þegar sérsviðin voru borin saman. Á skurðsviði töldu 24% hjúkrunarfræðinga að mönnun væri óviðunandi eða algerlega óviðunandi, en á lyflækningasviði, þar sem fleiri ungir hjúkrunarfræðingar unnu, voru 58% þeirra sammála þessari fullyrðingu (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020). Mikilvægt er að byrja strax í grunnnáminu að undirbúa hjúkrunarfræðinema með því að breyta námskránni til þess að stuðla að forvörnum, þannig að þeir þekki einkenni streitu og kulnunar og viti hvernig á að leita eftir faglegri aðstoð. Mikilvægt er að vera meðvitaður um líðan sína og beita þeim úrræðum sem kennd eru til að öðlast meiri starfsánægju (Friganovic o.fl., 2019).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.