Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 65
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 65 Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök á Íslandi (Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson, 2019) og valda þeir rúmlega helmingi allra dauðsfalla í Evrópu (Timmis o.fl., 2020). Algengastur hjartasjúkdóma er kransæðasjúkdómur (Timmis o.fl., 2020; Virani o.fl., 2020) en hann orsakast í flestum tilvikum af æðakölkun sem veldur æðaskellum og geta þær leitt til þrenginga í kransæðum. Sjúkdómurinn er í eðli sínu alvarlegur og langvinnur en getur verið stöðugur til langs tíma. Hægt er að hafa áhrif á sjúkdómsferlið með lyfjameðferð, aðgerðum og breytingum á lífsstíl (Knuuti o.fl., 2020). Áhættuþættir kransæðsjúkdóma eru að miklu leyti tengdir lífsstíl og er talið að með forvörnum og meðhöndlun áhættuþátta sé hægt að fyrirbyggja allt að 80% tilfella hjarta- og æðasjúkdóma (World Health Organization, 2019). Á Íslandi líkt og um allan heim fækkaði dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma um 50-60% á árunum 1960-2015 (Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson, 2019; OECD, 2015). Talið er að meginástæða þessarar lækkunar sé að forvarnir hafa dregið úr þekktum áhættuþáttum, t.d. reykingum, blóðfitutruflunum og háþrýstingi, auk þess sem miklar framfarir hafa orðið í meðferð kransæðasjúkdóms (Aspelund o.fl., 2010; OECD, 2015; Piepoli o.fl., 2016). Bent hefur verið á að aukin tíðni sykursýki og offitu (Karl Andersen o.fl. 2017), sem og skortur á aðheldni (e. adherence) geti aftur á móti snúið þessari þróun við (OECD, 2015). Auk hinna hefðbundnu áhættuþátta hafa rannsóknir sýnt að félagsleg staða og andleg líðan tengjast þróun hjarta- og æðasjúkdóma. Meðal tekjulægri þjóða Evrópu er staða áhættuþátta verri og dauðsföll fleiri vegna sjúkdómsins (Timmis o.fl., 2020). Vegna forvarna og betri meðferðar lifa fleiri með langvinnan kransæðasjúkdóm en áður (Aspelund o.fl., 2010). Þörf fyrir fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki um sjúkdóminn (Resurrección o.fl., 2019), heilbrigðan lífsstíl og sjálfsumönnun hefur því aukist (Anderson o.fl., 2017). Sjúklingafræðslu má skilgreina sem ferli sem miðar að því að skapa þekkingu, breytingu á viðhorfum og/eða færni eða hafa áhrif á hegðun sem nauðsynleg er til að viðhalda eða bæta heilsu (Redman, 2004). Þrátt fyrir að rannsóknir hafi ekki sýnt að sjúklingafræðsla ein og sér hafi áhrif á horfur kransæðasjúklinga, þá eru vísbendingar um að fræðsla auki líkur á árangursríkum lífsstílsbreytingum, eins og aukinni hreyfingu, betra mataræði og reykleysi (Ghisi o.fl., 2014a; Ghisi o.fl., 2020). Samkvæmt rannsóknum eykur sjúklingafræðsla einnig trú á eigin getu (Ghisi o.fl., 2020) og hugsanlega heilsutengd lífsgæði (Anderson o.fl., 2017). Kransæðasjúklingum sem fá viðeigandi fræðslu virðist einnig finnast að þeir hafi meiri stjórn og hafa síður neikvæðar tilfinningar gagnvart veikindunum sínum (Cartledge o.fl., 2018). Sjúklingafræðsla og stuðningur við lífsstílsbreytingar, sem hefur það að markmiði að efla færni og sjálfstraust sjúklinga til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi eigið heilsufar eða ástunda heilsutengda hegðun, er því mikilvæg í öllu bataferli kransæðasjúklinga. INNGANGUR AUÐUR KETILSDÓTTIR Landspítala, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands HULDA HALLDÓRSDÓTTIR Landspítala KOLBRÚN SIGURLÁSDÓTTIR Sjúkrahúsi Akureyrar og hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri BRYNJA INGADÓTTIR hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Fræðsluþarfir og sjúkdómstengd þekking einstaklinga með kransæðasjúkdóm: Þversniðsrannsókn við útskrift af sjúkrahúsi Ritrýnd grein | Scientific paper Höfundar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.