Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 84
Fjölskylduhjúkrun bætir samskipti innan fjölskyldu, hefur áhrif á gæði hjúkrunar og verkferla á sjúkradeildum, eykur samvinnu við fjölskyldur, leiðir til styttri innlagna og getur jafnvel komið í veg fyrir endurinnlagnir. Viðhorf hjúkrunarfræðinga geta haft áhrif á það hvort og hvernig þeir veita fjölskylduhjúkrun. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta og dýpka skilning á viðhorfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri til fjölskylduhjúkrunar fyrir og á meðan á innleiðingu á Calgary fjölskylduhjúkrunar stóð. Rannsóknin var íhlutunarrannsókn án samanburðarhóps. Í megindlega hlutanum svöruðu þátttakendur spurningalista um viðhorf hjúkrunarfræðinga til mikilvægis fjölskyldna í hjúkrun (FINC-NA – Families’ Importance in Nursing Care – Nurses’ Attitudes) ásamt bakgrunnsspurningum. Rannsóknargögnum og bakgrunnsupplýsingum var safnað hjá öllum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á SAk á tveimur tímabilum. Í megindlega hlutanum var unnið með gögn hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á deildum þar sem fjölskylduhjúkrun var innleidd (n=145). Á tíma 1 svöruðu 133 þátttakendur (92%) og á tíma 2 svöruðu 132 (89%). Úrvinnsla megindlegra gagna fór fram í SPSS. Í eigindlega hlutanum svöruðu þátttakendur þremur opnum spurningum skriflega. Af öllu þýðinu (N=205) svöruðu 87 þátttakendur skriflega spurningum við báðar fyrirlagnir sem voru greindar og flokkaðar með aðferðum innihaldsgreiningar. Viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskyldu- hjúkrunar var almennt jákvætt. Það breyttist ekki í innleiðingarferlinu. Þátttakendur með hærra menntunarstig og lengri starfsreynslu litu síður á fjölskyldu sem byrði (p<0,05). Þátttakendur sem töldu að það væri almenn stefna að hlúa að fjölskyldum á sinni deild höfðu jákvæðara viðhorf (p<0,05). Þátttakendur töldu helsta ávinning og hvata fjölskylduhjúkrunar stuðla að auknum gæðum hjúkrunar. En hins vegar töldu þeir helstu hindranir í því að veita fjölskylduhjúkrun vera álagsþættir í starfi, starfsumhverfi og vinnuskipulagi. Það er mikilvægt að styðja áfram við jákvæðviðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskyldu- hjúkrunar. Það hefur sýnt sig að jákvætt viðhorf stuðlar að árangursríkari fjölskylduhjúkrun til sjúklinga og aðstandenda. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Fjölskylduhjúkrun – Viðhorf hjúkrunarfræðinga – Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Fyrstu megindlegu og eigindlegu niðurstöður um viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til fjölskylduhjúkrunar á íslensku sjúkrahúsi fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hagnýting: Niðurstöðurnar bæta við þekkingu sem mun nýtast í áframhaldandi þróun og innleiðingu Calgary fjölskylduhjúkrunar sem meðferðarúrræðis til að bæta gæði hjúkrunar á landsbyggðinni. Þekking: Þekking á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til fjölskylduhjúkrunar er mikilvæg því viðhorf geta haft áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu sem sjúklingum og fjölskyldum þeirra er veitt. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður nýtast í að skapa starfsumhverfi sem styður hjúkrunarfræðinga í klínískum störfum þeirra. Viðhorf til fjölskylduhjúkrunar á SAk

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.