Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 84
Fjölskylduhjúkrun bætir samskipti innan fjölskyldu, hefur áhrif á gæði hjúkrunar og verkferla á sjúkradeildum, eykur samvinnu við fjölskyldur, leiðir til styttri innlagna og getur jafnvel komið í veg fyrir endurinnlagnir. Viðhorf hjúkrunarfræðinga geta haft áhrif á það hvort og hvernig þeir veita fjölskylduhjúkrun. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta og dýpka skilning á viðhorfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri til fjölskylduhjúkrunar fyrir og á meðan á innleiðingu á Calgary fjölskylduhjúkrunar stóð. Rannsóknin var íhlutunarrannsókn án samanburðarhóps. Í megindlega hlutanum svöruðu þátttakendur spurningalista um viðhorf hjúkrunarfræðinga til mikilvægis fjölskyldna í hjúkrun (FINC-NA – Families’ Importance in Nursing Care – Nurses’ Attitudes) ásamt bakgrunnsspurningum. Rannsóknargögnum og bakgrunnsupplýsingum var safnað hjá öllum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á SAk á tveimur tímabilum. Í megindlega hlutanum var unnið með gögn hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á deildum þar sem fjölskylduhjúkrun var innleidd (n=145). Á tíma 1 svöruðu 133 þátttakendur (92%) og á tíma 2 svöruðu 132 (89%). Úrvinnsla megindlegra gagna fór fram í SPSS. Í eigindlega hlutanum svöruðu þátttakendur þremur opnum spurningum skriflega. Af öllu þýðinu (N=205) svöruðu 87 þátttakendur skriflega spurningum við báðar fyrirlagnir sem voru greindar og flokkaðar með aðferðum innihaldsgreiningar. Viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskyldu- hjúkrunar var almennt jákvætt. Það breyttist ekki í innleiðingarferlinu. Þátttakendur með hærra menntunarstig og lengri starfsreynslu litu síður á fjölskyldu sem byrði (p<0,05). Þátttakendur sem töldu að það væri almenn stefna að hlúa að fjölskyldum á sinni deild höfðu jákvæðara viðhorf (p<0,05). Þátttakendur töldu helsta ávinning og hvata fjölskylduhjúkrunar stuðla að auknum gæðum hjúkrunar. En hins vegar töldu þeir helstu hindranir í því að veita fjölskylduhjúkrun vera álagsþættir í starfi, starfsumhverfi og vinnuskipulagi. Það er mikilvægt að styðja áfram við jákvæðviðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á SAk til fjölskyldu- hjúkrunar. Það hefur sýnt sig að jákvætt viðhorf stuðlar að árangursríkari fjölskylduhjúkrun til sjúklinga og aðstandenda. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Fjölskylduhjúkrun – Viðhorf hjúkrunarfræðinga – Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkanið Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Fyrstu megindlegu og eigindlegu niðurstöður um viðhorf hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til fjölskylduhjúkrunar á íslensku sjúkrahúsi fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hagnýting: Niðurstöðurnar bæta við þekkingu sem mun nýtast í áframhaldandi þróun og innleiðingu Calgary fjölskylduhjúkrunar sem meðferðarúrræðis til að bæta gæði hjúkrunar á landsbyggðinni. Þekking: Þekking á viðhorfum hjúkrunarfræðinga til fjölskylduhjúkrunar er mikilvæg því viðhorf geta haft áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu sem sjúklingum og fjölskyldum þeirra er veitt. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður nýtast í að skapa starfsumhverfi sem styður hjúkrunarfræðinga í klínískum störfum þeirra. Viðhorf til fjölskylduhjúkrunar á SAk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.