Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 89
2. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 89 Tafla 5. Hindrandi og hvetjandi þættir úr eigindlegum niðurstöðum (n=87)* Hindrandi þættir Tími 1 Tími 2 Álagsþættir Tímaskortur Álag Of margir sjúklingar Mannekla 93 50 19 19 5 71 39 15 7 11 Vinnuumhverfi Aðstöðuleysi Fjölskylduhjúkrun á ekki við Skortur á einbýli 41 22 6 7 20 12 7 1 Verklag og skipulag Stuttar innlagnir Vantar stefnumótun/skipulag á deild Vani og venjur Vantar tæknibúnað Án fjölskyldu Fjölskylduviðtöl ættu að vera í höndum félagsráðgjafa 30 16 6 6 3 5 0 13 2 0 4 1 4 2 Hindranir ekki til staðar Þekkingaskortur 11 10 3 2 Eykur gæði þjónustu Betri samskipti og samvinna við aðstandendur Markviss hjúkrun Kynnast sjúklingi betur Aukið öryggi sjúklings Ánægðari sjúklingar og aðstandendur Stuðningur Betri útskrift 83 23 22 15 5 7 6 5 75 35 17 0 5 6 5 6 Skipulag og verklag Tímasparnaður Starfsánægja Aukin starfsánægja 15 5 9 6 6 0 3 0 Jákvætt viðhorf Fjölskylduhjúkrun er til staðar á deild 7 4 6 3 Hvetjandi þættir *Þátttakendur gátu nefnt fleiri en eitt atriði undir hverjum yfirflokki Óháð t-próf var notað til þess að bera saman hópa eftir bakgrunnsbreytum þegar hóparnir voru tveir en þegar hópar voru fleiri var notuð dreifigreining. Ekki var munur á viðhorfum þegar þátttakendum var skipt eftir aldri eða reynslu af veikindum í eigin fjölskyldu. Þátttakendur sem höfðu lokið viðbótarnámi höfðu jákvæðara viðhorf í þættinum Fjölskyldan sem byrði, jafnframt höfðu þeir jákvæðara viðhorf í heildarlistanum á tíma 2 (p<0,05). Þátttakendur sem höfðu lengri starfsreynslu, þ.e. meira en 15 ár höfðu jákvæðara viðhorf en þátttakendur með minna en 5 ára starfsreynslu á tíma 1 í þættinum Fjölskylda sem byrði (p<0,05). Marktækur munur var á viðhorfi eftir því á hvaða deild þátttakendur störfuðu í öllum þáttum nema Fjölskyldan sem byrði á tíma 1 og tíma 2. Á tíma 1 var heldur ekki marktækur munur á heildarlistanum. Hjá þátttakendum sem svöruðu að það væri almenn stefna að hlúa að fjölskyldum á sinni deild var viðhorf marktækt jákvæðara en hjá þeim sem svöruðu nei eða veit ekki í heildarlistanum og svo í öllum þáttum nema Fjölskyldan sem þátttakandi (p<0,05). Ekki var hægt að bera saman hópana á tíma 2 þar sem fáir þátttakendur svöruðu nei (n=1) eða veit ekki (n=3). Viðhorf þátttakenda breyttust ekki eftir að hafa farið á námskeið, hvorki fyrir innleiðingu né eftir að þátttakendur höfðu fengið námskeið í tengslum við innleiðingu á fjölskyldu- hjúkrun. Eigindlegar niðurstöður Niðurstöður eigindlega hlutans byggjast á svörum 87 þátt- takenda sem svöruðu í báðum fyrirlögnum. Þátttakendur í eigindlega hlutanum störfuðu á öllum deildum SAk, óháð því hvort innleiða ætti fjölskylduhjúkrun á viðkomandi deild eða ekki. Þátttaka var meiri á þeim deildum þar sem innleiðing fjölskylduhjúkrunar fór fram. Eigindleg innihaldsgreining skiptist í eftirfarandi þrjá þætti: hindrandi þætti, hvetjandi þætti og ávinning og fjölskylduhjúkrun í síðustu viku. Hindrandi þættir Í fyrstu spurningunni var spurt um eftirfarandi: Hvað telur þú vera helstu hindranir í starfsumhverfi þínu til að geta gert fjölskyldumat (assessment) og veitt fjölskylduhjúkrun á þinni deild? Helstu hindranir í starfi þátttakenda við að veita fjölskylduhjúkrun voru álagsþættir. Voru það helst tímaskortur, álag á deild, of margir sjúklingar og skortur á mannafla. Auk þess komu fram viðhorf um vinnuaðstöðu, þar sem m.a. kom fram aðstöðuleysi og að fjölskylduhjúkrun ætti ekki við á þeirra deild. Á tíma 1 þótti stuttur dvalartími sjúklinga vera hindrun og að það vantaði stefnumótun/ skipulag á deild, á tíma 2 komu þessi viðhorf ekki fram, sjá töflu 5. Hvetjandi þættir og ávinningur Í annarri spurningu var spurt um eftirfarandi: Hvað telur þú hins vegar vera helsta ávinning og hvata í starfsumhverfi þínu til að geta gert fjölskyldumat (assessment) og veitt fjölskylduhjúkrun á þinni deild? Þátttakendur töldu helsta ávinning af fjölskylduhjúkrun vera aukin gæði í sjúkrahúsþjónustu. Í fyrri fyrirlögn var mesti hvatinn að kynnast sjúklingi betur, auk þess sem hjúkrun yrði markvissari og heildrænni. Í seinni fyrirlögn töldu hjúkrunarfræðingar að betri samskipti og samvinna væri helsti ávinningur, sjá töflu 5. Fjölskylduhjúkrun í síðustu viku Í þriðju spurningu var spurt um eftirfarandi: Getur þú lýst því hvernig þú hefur unnið með fjölskyldum á þinni deild í síðustu viku? Komdu með vangaveltur þínar í því sambandi. Stuðst var við Calgary meðferðarlíkanið í greiningu og gögnin voru flokkuð eftir þremur virknisviðum fjölskylduhjúkrunar skv. líkaninu, sjá mynd 1. Virknisviðin eru vitsmuna-, tilfinninga- og atferlislegir þættir. Á bæði tíma 1 og tíma 2 voru hjúkrunarfræðingar aðallega að vinna með vitsmunalega þætti fjölskyldunnar, sem skarast síðan við aðra þætti fjölskylduvirkninnar. Í vitsmunalegum þáttum voru aðallega samskipti sem fólu í sér að veita aðstandendum og sjúklingum upplýsingar og fræðslu. Einnig að fá upplýsingar frá aðstandendum í samráði við sjúkling. Samvinna við aðstandendur fólst aðallega í því að þeir fengu leiðbeiningar Ritrýnd grein | Scientific paper
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.