Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 39
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 39 Útskrift úr starfsnámi Hátíðarathöfn þann 20. janúar 2023 Útskrift úr starfsnámi til sérfræðingsréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum á Landspítala KATRÍN BLÖNDAL sérfræðingur í hjúkrun og kennslustjóri starfsnáms til sérfræðiréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum Höfundur Föstudaginn 20. janúar síðastliðinn var haldin fjölmenn útskriftarathöfn í Hringsal þar sem útskrifaðir voru fjórir hjúkrunarfræðingar og ein ljósmóðir úr starfsnámi til sérfræðingsréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum. Námið, sem er tveggja ára starfsnám, er á vegum menntadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Markmið þess er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnu fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum Landspítala og þjálfun í fimm meginhlutverkum sérfræðinga í hjúkrun/ ljósmóðurfræðum sem eru: • Klínískt starf • Kennsla og fræðsla • Ráðgjöf • Rannsóknir, gæða- og þróunarstörf • Fagleg þróun Alls hafa 50 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður útskrifast úr starfsnáminu og bættust fimm við þann hóp núna, en þess má geta að 15 nemendur eru nú í náminu. Útskriftarhópurinn Halla Ósk Halldórsdóttir ljósmóðir. Halla Ósk vinnur á fæðingarvakt kvenna og barnaþjónustu og hefur sérhæft sig í fæðingarhjálp með áherslu á bráðaæfingar og úrlestur fósturhjartsláttar. Helga Ýr Erlingsdóttir hjúkrunarfræðingur. Helga Ýr vinnur á hjartadeild 14EG og göngudeild hjartsláttartruflana og hefur sérhæft sig í hjúkrun sjúklinga með gáttatif. Katrín Edda Snjólaugsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Katrín Edda vinnur í líknar- ráðgjafarteymi Landspítala. Hennar sérhæfing er líknarmeðferð en einnig hefur hún skoðað sérstaklega áhrif virðingar á andlega líðan sjúklinga. Snædís Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Snædís vinnur á göngudeild taugasjúkdóma þar sem sérsvið hennar er Parkinsonsveiki og skyldir sjúkdómar. Vigdís Friðriksdóttir hjúkrunarfræðingur. Vigdís vinnur á sáramiðstöð og er sérsvið hennar sérhæfð sárameðferð en hún hefur lagt sérstaka áherslu á hjúkrun sjúklinga með brunasár.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.