Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 50
50 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 99. árg. 2023 Gjörgæsluhjúkrun MS-nám við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands Gjörgæsluhjúkrun hefur verið kennd á Íslandi sem viðbótar- eða diplómanám í þrjátíu ár. Námið hefur ekki staðið reglulega til boða heldur hefur það ráðist af eftirspurn starfandi hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeildum landsins sem eru fjórar talsins; gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut, gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri og nýburagjörgæsludeild Landspítala. Gjörgæsluhjúkrun Ókostir við nám sem haldið er stöku sinnum er að skipulag og innihald námsins getur verið ólíkt á hverjum tíma og mikil undirbúningvinna námsins fer í súginn. Í kjölfar skipulagningar diplómanáms, í gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands veturinn 2016-2017, ákvað námsnefnd gjörgæslunámsins að kominn væri tími á framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun sem væri reglulega í boði. Jafnframt var ákveðið að framhaldsnám í gjörgæsluhjúkrun snéri að nýburum, börnum og fullorðnum sem hafði gefist vel í diplómanáminu veturinn 2016-2017. Námsnefndin hóf þá að skipuleggja MS-nám við Hjúkrunar- og Umsjón: Rannveig J. Jónasdóttir ljósmóðurfræðideild HÍ með það að markmiði að hjúkrunarfræðingar hefðu tækifæri á að nýta tíma sinn í framhaldsnáminu sem best og um leið að dýpka innihald framhaldsnáms í gjörgæsluhjúkrun. Er hægt að greiða hjúkrunarfræðingum laun fyrir að vera í meistaranámi í gjörgæsluhjúkrun? Snemma í þróun MS-náms í gjörgæsluhjúkrun ákvað námsnefndin að athuga möguleika á klínísku starfsnámi í gjörgæsluhjúkrun á gjörgæsludeildum Landspítala samhliða bóklegum fögum. Þannig væri hjúkrunarfræðingum greidd laun fyrir að vera í MS-

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.