Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 61
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 61 Mat á meðvitundarástandi AVPU kvarðinn AVPU-kvarðann (alertness, confusion, drowsiness, and unresponsiveness) má nota til að leggja mat á meðvitundar- ástand sjúklinga, sem er hluti af NEWS-matstækinu. AVPU er fremur einfaldur í notkun. Matskvarðinn var þróaður af bandarískum skurðlæknasamtökum (American College of Surgeons) og kom fyrst út árið 1989. Kvarðanum var ætlað að leggja mat á meðvitund sjúklinga sem lentu í slysum. Kvarðinn er ekki hugsaður fyrir mat á meðvitundarástandi til lengri tíma heldur einungis sem fljótlegt fyrsta mat (Kelly o.fl., 2004). Meginkostir AVPU-kvarðans er hversu einfalt er að meta meðvitund með honum og að skilja hvað hver bókstafur stendur fyrir. Einnig þarf ekki að reikna út niðurstöður við matið, sjúklingnum er einfaldlega gefinn bókstafur út frá meðvitundarástandi. AVPU-kvarðinn er samsettur úr eftirfarandi atriðum: A Vakandi. Sjúklingur er vakandi og bregst við umhverfi sínu. Opnar sjálfur augu án áreitis, gefur umhverfi sínu gaum og fylgir fyrirmælum. V Svarar ávarpi. Sjúklingur opnar augu við áreiti þegar hann er ávarpaður. Sjúklingur getur brugðist við ávarpi og svarað því. P Bregst við sársauka. Sjúklingur opnar ekki augu nema við sársaukaáreiti. Viðbrögð við sársauka eru hreyfing, grátur eða uml sem svar við sársauka. U Bregst ekki við áreiti. Sjúklingur bregst hvorki við ávarpi né sársauka. (Romanelli o.fl., 2022). AVPU-kvarðinn hefur talsvert verið rannsakaður og gjarnan borinn saman við GCS-kvarðann. Svo virðist sem AVPU- kvarðinn hafi svipað forspárgildi um útkomu sjúklinga og GCS (Janagama o.fl. 2022). AVPU-kvarðinn hefur reynst gagnlegur í utanspítalaþjónustu. Fram hefur komið að notkun AVPU á slysstað geti spáð fyrir um dánarlíkur sjúklinga fyrstu 48 klukkustundirnar í kjölfar slyss. Sökum einfaldleika AVPU-kvarðans, krefst notkun hans ekki sérstakrar þjálfunar (Kelly o.fl., 2004). Þrátt fyrir það eru vísbendingar um að heilbrigðisstarfsfólk á almennum legudeildum sé óöruggt í notkun hans. Það sem vafðist fyrir starfsfólki var að greina á milli hvort sjúklingar stigast sem A eða V á AVPU-kvarðanum. Í upprunalegum leiðbeiningum um notkun á AVPU er ekki gerður greinarmunur á því hvort sjúklingur þurfi að vera skýr og áttaður til að stigast sem A á AVPU-kvarðanum. Sá þáttur hefur valdið ruglingi við notkun kvarðans (Brunker o.fl., 2015). Til að bregðast við þessu voru gefnar út endurbættar leiðbeiningar fyrir NEWS árið 2017, sem kallast NEWS2. Við AVPU bættist bókstafurinn C sem stendur fyrir óáttun (confusion) og inniheldur kvarðinn þá fimm bókstafi – ACVPU. Einfaldleiki AVPU-kvarðans kemur niður á næmni hans. Hann greinir ekki á jafn nákvæman hátt meðvitund sjúklinga. Því er lagt til að framkvæma nákvæmara mat með GCS ef sjúklingur er V, P, eða U á AVPU-kvarðanum (Zadravecz o.fl., 2015). Einnig er mælt með notkun GCS ef meta þarf meðvitund sjúklinga yfir lengri tíma (McNarry & Goldhill, 2004). Í dæmisögunni um Jón eru meðvitundarástand hans metið V á AVPU-kvarðanum, og því gripið til að meta Jón með GCS- kvarðanum. AVPU-kvarðinn er ekki hugsaður fyrir mat á meðvitundarástandi til lengri tíma heldur einungis sem fljótlegt fyrsta mat. Sölvi Sveinsson. Þorsteinn Jónsson.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.