Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 69
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 69 Mikil fjölgun þjónustuþega Landspítala með annað móðurmál en íslensku, á skömmum tíma, er sérstök áskorun fyrir þá sem þar starfa. Óhindruð samskipti er mikilvægasta tólið sem hjúkrunarfræðingar nota við vinnu sína. Það að þiggjandi og veitandi heilbrigðisþjónustu tali ekki sama tungumál, hefur verið metin mesta hindrunin við að veita viðeigandi, árangursríka og tímanlega hjúkrunarþjónustu. Túlkaþjónusta leysir ákveðinn vanda, en henni fylgja töluverðir annmarkar svo sem takmarkað aðgengi að túlkum, tafir vegna skipulagningar og aðgengis, trúnaður við sjúklinga og vellíðan þeirra (Ali, P.A. og Watson, R. 2019, Gerchow, L. 2021). Hjúkrunarþyngd, mönnun og hjúkrunarálag Veigamikill þáttur í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga er mönnun við hjúkrun og að mönnun sé í samræmi við hjúkrunarþarfir eða hjúkrunarþyngd sjúklinga. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar á starfsumhverfi og líðan hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítala reyndust marktæk jákvæð tengsl á milli mönnunar og starfsánægju og marktæk neikvæð tengsl á milli mönnunar og einkenna kulnunar (Jana Katrín Knútsdóttir, 2019). Mönnun við hjúkrun tengist einnig öryggi sjúklinga og benda rannsóknir til að tengsl séu á milli andláta sjúklinga á sjúkrahúsum, undirmönnunar hjúkrunarfræðinga (Needleman 2011; Griffiths o.fl. 2018; Zaranko o.fl. 2022) eða hjúkrunarálags (Fagerström o.fl. 2018). Þetta samband er orðið vel þekkt (Griffiths og Dall‘Ora, 2022) og fjöldi rannsókna (Needleman, 2011; Ball o.fl. 2018; Griffiths o.fl. 2018; Zaranko o.fl. 2022) og kerfisbundin yfirlit (Kane o.fl. 2007; Shekelle, 2013) sem vitna þar um. Einnig eru vísbendingar um að hærra hlutfall hjúkrunarfræðinga (e. skill-mix) af heildarmannafla við hjúkrun sjúklinga á sjúkrahúsi tengist lægri tíðni andláta (Aiken o.fl. 2016; Griffiths o.fl. 2016). Mönnun við hjúkrun hefur einnig verið tengd öðrum öryggisútkomum sjúklinga Mynd 2. Hlutdeild erlendra ríkisborgara í fjölda lega og legudaga á Landspítala og fjölda íbúa á Íslandi 2010-2022. 4% 6% 7% 4% 6% 7% 5% 6% 7% 5% 6% 7% 5% 6% 7% 4% 7% 8% 4% 7% 9% 6% 7% 11% 5% 8% 13% 8% 10% 14% 7% 9% 14% 7% 10% 15% 7% 10% 17% 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 16% 18% Legudagar einstaklinga 67 ára og eldri á Landspítala Legur einstaklinga 67 ára og eldri á Landspítala Fjölda einstaklinga á Íslandi 67 ára og eldri svo sem andlátum tengdum fylgikvillum (e. failure to rescue) (Kane o.fl. 2007; Griffiths o.fl. 2016), byltum, þrýstingssárum, lyfjaatvikum (Griffiths o.fl. 2016) og öryggisatvikum (Fagerström o.fl. 2018). Tengsl hjúkrunarálags og algengi hjúkrunarnæmra útkoma hafa einnig verið metin mismunandi mikil eftir tegundum deilda (Milstein og Scheyoegg, 2020). Af þessu má ráða að mikilvægt er að afla upplýsinga um mönnun við hjúkrun, hjúkrunarþyngd sjúklinga og hjúkrunarálag. Finnska hjúkrunarþyngdarflokkunarkerfið Rafaela, sem nú er í notkun á 27 deildum á Landspítala, var þróað til notkunar á sjúkrahúsum í Finnlandi (Fagerström, 2014). Upplýsingar úr kefinu má m.a. nota til þess að meta hvort jafnvægi sé á milli hjúkrunarþarfa sjúklinga og mönnunar við hjúkrun, greina hvort hjúkrunarálag er innan viðmiða fyrir ákjósanlegt álag, fylgjast með breytingum á hjúkrunarþyngd sjúklinga og bera saman hjúkrunarþyngd mismunandi sjúklinga t.d. eftir DRG-flokkum (Fagerström, 2014). Einnig má nýta upplýsingar úr kerfinu til þess að styðja við áætlanagerð um mönnun og til þess að meta kostnað og framleiðni hjúkrunarþjónustu (Kautto, 2016). Á þeim deildum sem nota Rafaeal-hjúkrunarþyngdar- flokkunarkerfið á Landspítala er hjúkrunarþyngd sjúklinga metin daglega. Hjúkrunarþyngd sjúklings er metin út frá sex hjúkrunarþáttum og getur sjúklingur raðast í eitt af fjórum mögulegum þyngdarþrepum í hverjum þætti og þannig flokkast með frá sex og upp í 24 stig. Í OPCq-mælitækinu sem notað er á vefrænum legudeildum eru hjúkrunarþættirnir eftirfarandi: Skipulagning og samhæfing hjúkrunar; öndun, blóðrás og sjúkdómseinkenni; næring og lyfjagjöf; persónulegt hreinlæti og vessar; hreyfing, virkni, svefn og hvíld; kennsla, leiðsögn og andlegur stuðningur (Fagerström, 2014). Sjúklingum er skipað í hjúkrunarþyngdarflokka eftir fjölda stiga. Hjúkrunarþyngdarflokkarnir eru fimm, Breytingar á starfsumhverfi og verkefnum hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árunum 2005-2019
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.