Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 72
72 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023
hjúkrunarfræðinga yfir allar deildirnar komið niður í 49%.
Á viðkomandi tímabili lækkaði hlutfall hjúkrunarfræðinga
af heildarmannafla við daglega hjúkrun við rúm sjúklinga á
öllum deildunum nema einni.
Önnur verkefni en bein hjúkrun sem hafa áhrif á
hjúkrunarálag og mönnun
Hafa ber í huga þegar rætt er um hjúkrunarálag að Rafaela-
hjúkrunarþyngdarmælingarnar mæla aðeins beina hjúkrun.
Þegar metið er vinnuálag í heild á deildum þarf að taka
fleira með í reikninginn s.s. fjölda nemenda, umbóta og
gæðastarf og sí- og endurmenntun, fjölda sérgreina á deild,
sértæk verkefni deilda sem þjóna spítalanum í heild (s.s.
endurlífgunarteymi) o.fl. Til að skýra það ósamræmi sem
fram kemur í upplifun hjúkrunarfræðinga og starfsemistölum
þarf því að huga að þessum þáttum sem og öðrum sem
eru enn minna sýnilegir og mælanlegir. Eins og áður hefur
komið fram þá hefur íslenskt samfélag breyst mjög mikið á
undanförnum áratugum, ekki bara lýðfræðilegar breytingar
s.s. fjölgun aldraðra heldur líka aðrir þættir eins og tilkoma
flóknari meðferða, tækniþróun, upplýsingasamfélagið,
breyttar kröfur um gæði þjónustunnar, auknar áherslur
á sýkingavarnir, umfangsmeiri samskipti bæði innan og
utan sjúkrahússins, fjölgun sjúklinga sem lifa með fjölþætt
heilbrigðisvandamál og alvarlega sjúkdóma og síðast en ekki
síst fjölgun samstarfsstarfsmanna með erlent ríkisfang og
erlendra sjúklinga.
Á árunum 2015-2022 fjölgaði hjúkrunarnemum að meðaltali
um 3,1% á ári (úr 443 í 540), erlendum sjúklingum um 23%
(úr 2.091 í 5.402) fyrir legur og 10% fyrir komur (úr 8.436 í
14.657) og erlendum hjúkrunarfræðingum um 103% á ári
(úr 21 í 172). Allir þessir þættir hafa bein og óbein áhrif á
starfsumhverfi þeirra sem starfa við hjúkrun (Nemaskrá LSH
2023; Landspítali, hagdeild 2023).
Til að auka innsýn í hvað það gæti verið sem valdi því að
hjúkrunarfræðingar á Landspítala upplifi aukið álag í starfi,
framkvæmdi einn höfunda greinarinnar (KHJ) örkönnun sem
samanstóð af 23 krossaspurningum sem lagðar voru fyrir
tólf reynda hjúkrunarfræðinga á spítalanum. Niðurstöður
þessarar örkönnunar voru þær að þátttakendur töldu að álag
í starfsumhverfi hefði aukist jafnt og þétt síðastliðin 10 ár.
Þegar horft er til einstakra þátta þá töldu þeir að aðstæður
á deild hefðu þar mest að segja og þá fyrst og fremst vegna
fjölgunar erlendra samstarfsmanna. Að sama skapi töldu
þeir að hjúkrun sjúklinga með erlent ríkisfang yki verulega
á álag í stöfum hjúkrunarfræðinga. Aðrir þættir sem taldir
voru valda umtalsvert auknu álagi var fjölgun nemenda í
heilbrigðisvísindum, vaxandi áreiti/truflun við dagleg störf,
aukin sjúkdómsbyrði sjúklinga, fjölgun sjúklinga í ofþyngd og
auknar áherslur á sýkingavarnir. Í ljósi niðurstaðna þessarar
óformlegu könnunar er mikilvægt að farið verið í að skoða
ítarlegar með stærra úrtaki álagstengda þætti í starfsumhverfi
hjúkrunarfræðinga á spítalanum og áhrif breytinga á útfærslu
heilbrigðisþjónustu á dagleg verkefni þeirra.
Breytingar á þjónustuformi
Eins og fram hefur komið hér að framan þá fjölgaði
legudögum aðeins um 0,7% á ári á árabilinu 2015-2019 þrátt
fyrir að landsmönnum fjölgaði um 1,5% á ári á sama tíma,
hlutfall aldraðra ykist sem og erlendum ríkisborgurum og
ferðamönnum. Aukin hjúkrunarþyngd bendir til þess að þeir
sem eru inniliggjandi á legudeildum séu veikari og hafi meiri
hjúkrunarþarfir. Því má leiða líkum að því að þeir sem eru ekki
eins alvarlega veikir þiggi þjónustu annars staðar. Markviss
vinna hefur átt sér stað á Landspítala á undanförnum áratug í
að færa þjónustu af legudeildum á dag- og göngudeildir og nú
síðast í fjarheilbrigðisþjónustu. Þeir sem takast á við langvinna
sjúkdóma eru einmitt oft í meðferð og eftirliti á þessum
þjónustustigum og mjög oft er haldið utanum þjónustu sem
þeim er veitt af hjúkrunarfræðingum.
Á meðfylgjandi mynd 5 má sjá að þó svo að komum á dag- og
göngudeildir hafi ekki fjölgað eins mikið og ætla mætti þá
hefur símtölum, tölvupóstum og fjarvöktun fjölgað umtalsvert
(Hagdeild 2023). Leiða má líkum af því að einfaldari komur á
dag- og göngudeildir hafi færst í aðra þjónustu utan spítalans
en sú staðhæfing krefst nánari greiningar.
Göngudeildarþjónusta Landspítala byggir að miklu leyti á
störfum hjúkrunarfræðinga og stjórn þeirra á rekstri. Margar
hverjar eru hjúkrunarstýrðar og aðkoma sérfræðinga í
hjúkrun hefur aukist jafnt og þétt undanfarinn áratug. Margir
sérfræðingar í hjúkrun veita þjónustu á dag- og göngudeildum
þó svo að þeir teljist ekki til fastra starfsmanna þar og gerir
það erfiðara fyrir að áætla nákvæmlega mönnun á þessum
einingum. Helstu meðferðir sérfæðinganna eru að greina
og meta þarfir skjólstæðinganna, veita ráðgjöf, fræðslu og
stuðning, aðstoða við að leysa dagleg vandamál og draga
úr andlegum áhrifum veikindanna og bæta líðan. Önnur
meginverkefni sérfræðinga í hjúkrun er að meta árangur af
veittum hjúkrunarmeðferðum.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í skurðþjónustu á
undanförnum áratug og má nefna að við undirbúning fyrir
skipulagða skurðaðgerðir voru sjúklingar á árum áður lagðir
Tafla 2. Samanlagður daglegur fjöldi starfsmanna við hjúkrun sjúklinga á sólarhring 2015-2021 á 15 vefrænum legudeildum á Landspítala.
Samanlagður meðalfjöldi
hjúkrunarfræðinga á
sólarhring
Samanlagður meðalfjöldi
sjúkraliða/annarra á
sólarhring
Samtals meðalfjöldi
starfsmanna við hjúkrun
sjúklinga á sólarhring
Hlutfall hjúkrunarfræðinga
af mannafla við daglega
hjúkrun sjúklinga
2015 150 125 275 54%
2016 154 131 285 54%
2017 152 137 289 52%
2018 140 143 283 50%
2019 138 155 292 47%
2020 152 164 316 48%
2021 157 163 321 49%
Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins