Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 90
90 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1 . tbl. 99. árg. 2023 „Svo átti maður bara að vera tilbúinn“ Að hefja störf sem hjúkrunarfræðingur: „Ég hélt ég vissi eitthvað um hjúkrun“ Fyrir fram gefnar hugmyndir um starfið endurspegluðu oftast ekki hið raunverulega starfsumhverfi. „Ég hélt ég vissi eitthvað um hjúkrun þegar ég byrjaði og svo vissi ég ekkert um hjúkrun“ (Brynja). Þátttakendur töldu margt ólært við útskrift. „Mér fannst ég enn þá vera hjúkrunarfræðinemi fyrsta árið nema bara að það stóð annað nafn á skírteininu mínu. Það breyttist ekkert! Ég vissi nákvæmlega jafn mikið daginn fyrir útskrift og daginn sem ég fékk skírteinið í hendurnar“ (Brynja), og að faglega færni yrði að þróa í starfi: „Það var einhvern veginn ekki í boði að vera nýútskrifaður. Þú varst annaðhvort bara nemi eða hjúkrunarfræðingur“ (Björk). Viljinn til að sanna sig í starfi olli því að þátttakendur unnu of mikið, tóku of margar aukavaktir og slepptu pásum. Þeir töldu sig þurfa að setja mörk til að varna því að vera settir í aðstæður sem þeir réðu ekki við en skorti oft öryggi til þess: „Ég átti erfitt með að segja nei og það er svona aðeins að ganga betur núna … fyrstu tvö, þrjú árin fannst mér ég alltaf þurfa að bjarga deildinni“ (Dagný). Sumir töldu að takmarka þyrfti hversu margar aukavaktir hjúkrunarfræðingar mættu taka NIÐURSTÖÐUR Yfirþema rannsóknarinnar er svo átti maður bara að vera tilbúinn, sem lýsir reynslu þátttakenda af því að finnast gerðar óraunhæfar kröfur til þeirra miðað við starfsreynslu en þeir upplifðu að vera hent út í djúpu laugina þegar þeir hófu störf: „það verður að taka tillit til þess að við erum ekki öll eins. Við erum bara mistilbúin til starfa þegar við erum nýútskrifuð“ (Vaka). Þátttakendur upplifðu misræmi milli væntinga og veruleika, að þeir ættu enn margt ólært við útskrift og að það tæki 1-3 ár að finna öryggi í starfi. Viljinn til að sanna sig var til staðar en þeim fannst erfitt að forgangsraða og setja mörk, það kæmi með tímanum. Meginþemu rannsóknarinnar voru sex: 1. Að hefja störf sem hjúkrunarfræðingur: „Ég hélt ég vissi eitthvað um hjúkrun“. 2. Mikilvægi stuðnings í upphafi starfs: „Það væri óþægilegt ef ... ég gæti ekki talað við einhvern“. 3. Samskipti á vinnustað: „Við verðum að reyna að vera almennileg við hvert annað“. 4. Álag og ábyrgð í starfi: „Fólk hélt ég væri með allt á hreinu“. 5. Viðhorf til starfsins: „Þú getur ekki gert þetta nema með hjartanu“. 6. Væntingar til stjórnenda: „Bara vera til staðar“. Undirþemu voru 24 en yfirlit yfir þau og rannsóknarniðurstöður í heild sinni er að finna í mynd 2. Mynd 2. Heildargreiningarlíkan, yfirlit yfir helstu niðurstöður rannsóknar. Að hefja störf sem hjúkrunar- fræðingur: „Ég hélt ég vissi eitthvað um hjúkrun…“ Enn margt ólært við útskrift; tekur 1-3 ár að finna öryggi Misræmi á milli væntinga og veruleika Viljinn til að sanna sig; erfitt að forgangsraða og setja mörk Óraunhæfar kröfur miðað við starfsreynslu Stuðningur í upphafi starfs: „Óþægilegt ef ég gæti ekki talað við einhvern“ Stuðningur ekki nógu markviss né einstaklings- miðaður Mikilvægt að geta talað við einhvern sem skilur starfið Skilningur á því að maður kann ekki allt mikilvægur Stuðningsleysi getur dregið úr starfsánægju Samskipti á vinnustað: „Við verðum að vera almennileg við hvert annað“ „Svo átti maður bara að vera tilbúinn“ Samskipti versna þegar álag er mikið Góð samskipti stuðla að aukinni vellíðan í starfi Maður þarf að vinna sér inn virðingu Óheilbrigð stétta- skipting; getur valdið vanlíðan í starfi Álag og ábyrgð í starfi: „Fólk hélt ég væri með allt á hreinu“ Erfitt að aðskilja vinnu og einkalíf Álag og ábyrgð á við þá vönu sem bitnar á gæðum hjúkrunar Áhrif á andlega og líkamlega heilsu; alltaf hætta á kulnun Hræðsla við að gera mistök Viðhorf til starfsins: „Þú getur ekki gert þetta nema með hjartanu“ Að vera ekki metin að verðleikum; í launum og framkomu Oft hugsað um að hætta Margir gallar við starfið en kostirnir vega oft þyngra Erfitt að vera fastur í vaktavinnu Væntingar til stjórnenda: „Bara vera til staðar“ Gott utanumhald; vera til staðar Reglulegt samtal og virk hlustun Þess gætt að álag og ábyrgð sé í samræmi við reynslu og færni Stuðlað að starfsþróun; styrkleikar ræktaðir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.