Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Blaðsíða 93
1. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 93 Yfirþema rannsóknarinnar lýsir í hnotskurn reynslu þátt- takenda af því að finnast þeir eiga margt ólært við útskrift og að gerðar séu óraunhæfar kröfur til þeirra miðað við starfsreynslu. Þá fannst þeim stuðningur ekki nógu markviss né einstaklingsmiðaður og að upplifun af stuðningsleysi og neikvæð samskipti hefðu dregið úr starfsánægju þeirra. Guðríður Ester Geirsdóttir o.fl. (2021) greindu áskoranir í starfi hjúkrunarfræðinga við upphaf starfsferils og sam- ræmast niðurstöður þessarar rannsóknar því sem þar kom fram að miklu leyti. Það sem gefur þessari rannsókn sérstöðu er að hún veitir innsýn í reynsluheim nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hvað varðar áform um að hætta í hjúkrun og þátt samskipta, stuðnings og stjórnenda í þeim áformum. Þrátt fyrir stuttan starfsaldur voru margir þátttakendur komnir með álagstengda líkamlega og andlega heilsufarskvilla. Þótt starfstengt álag væri of mikið var viljinn til að sanna sig í starfi ríkur, sem meðal annars er lýst í rannsókn Feddeh og Darawad, (2020). Samstarfsfólk gerði miklar kröfur um færni og þau leituðust við að bæta upp fyrir vankunnáttu sína og reynsluleysi með dugnaði og eljusemi sem kemur heim og saman við niðurstöður Alghamdi og Baker (2020). Áhugavert væri að skoða ástæður að baki þeim óraunhæfu kröfum sem þátttakendur upplifðu, einkum í ljósi þess að allir hjúkrunarfræðingar hafa verið nýir í starfi og ættu að geta sett sig í spor þeirra. UMRÆÐA Þátttakendum var tíðrætt um mikilvægi þess að brúa bilið á milli þess að vera hjúkrunarfræðinemi og verða fulllærður hjúkrunarfræðingur með stöðu þar sem þeim gæfist kostur á að vinna undir minna álagi og bera minni ábyrgð á meðan öryggi í starfi væri náð. Kandídatsár eins og þekkist á meðal lækna var gjarnan nefnt í því samhengi. Þátttakendur töldu að stuðningur af slíkum toga gæti stuðlað að því að færri nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hættu í hjúkrun. Það rímar við niðurstöður rannsóknar Van Camp og Chappy (2017) um að slík prógrömm auki starfsánægju, öryggi og færni og stuðli að því að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar haldist frekar í stéttinni. Ætla mætti að kostnaður við slíka innleiðingu væri talsverður en að hann yrði aldrei eins umfangsmikill og kostnaður við að mennta hjúkrunarfræðinga sem svo brotna undan álagi og hætta í hjúkrun. Samskipti á vinnustað virtust leika stóran þátt í starfstengdri líðan þátttakendanna en þeir sættu sig við meira álag og erfiðleika í vinnu ef starfsandi var góður og þeir höfðu einhvern í vinnunni að leita til. Því þarf að líta alvarlegum augum að ófagleg hegðun gagnvart nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum sem meðal annars er lýst í rannsókn Oneal o.fl. (2019) er einnig veruleiki í íslensku samfélagi og orsakaði að sumir þátttakendur áformuðu að hætta í hjúkrun. Viðurkenning, hvatning og stuðningur af hálfu yfirmanna var jafnframt talinn mikilvægur sem samsvarar niðurstöðum rannsóknar Li o.fl. (2020) þar sem undirstrikað er hversu stóran þátt stjórnendur geta leikið í starfstengdri líðan nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingarnir sem upplifðu stuðningsleysi af hálfu stjórnanda fundu frekar fyrir óvissu um frammistöðu í starfi og efasemdum um eigið ágæti. Með tilliti til þess er þörf á að rannsaka sérstaklega upplifun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga af verndandi og hamlandi þáttum í fari stjórnenda þegar kemur að líðan í starfi. Þannig mætti skapa þekkingu sem stuðlað gæti að farsælli aðlögun þessa hóps. Þegar hjúkrunarfræðingar hafa ástríðu fyrir starfi sínu dregur það úr líkum á uppsögn þeirra (Chang o.fl., 2019). Því ætti að vera undir stjórnendum komið að aðstoða starfsfólk sitt við að elta ástríðu sína innan vinnustaðarins, meðal annars með því að benda á námskeið sem höfða til áhugasviðs, stuðla að starfsþróun og skapa námstækifæri sem þroska hjúkrunarfræðinginn í starfi (Chang o.fl., 2019; Jana Katrín Knútsdóttir o.fl., 2019). Stjórnendum þarf að vera umhugað um hvernig nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum vegnar í starfi og gefa þeim tækifæri til að tjá sig um líðan, erfiðleika og starfstengd áföll (Li o.fl., 2020). Með því móti má útvega viðeigandi úrræði á fyrri stigum, en snemmtæk íhlutun getur dregið úr líkum á langvarandi afleiðingum (Chang o.fl., 2019). Þátttakendur töldu mikilvægt að eiga kost á að þróast í starfi sem samræmist rannsókn Chang o.fl. (2019) þar sem fjallað er um mikilvægi þess að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar hljóti aukna ábyrgð í samræmi við vaxandi færni og fái að taka aukinn þátt í ákvörðunartöku. En þegar hjúkrunarfræðingar upplifa að þeir séu ekki metnir að verðleikum, að endastöð sé náð eða að þeir hafi ekkert með ákvarðanatöku á vinnustað að gera, dregur það úr einurð í starfinu og stuðlar að því að þeir leiti á annan starfsvettvang (Chang o.fl., 2019; Verulava o.fl., 2018). að heyra þessa hluti þá ertu alltaf einhvern veginn að efast um eigin getu.“ Dæmi voru um markviss samskipti framúrskarandi stjórnanda: [Hún] sendir okkur reglulega tölvupósta ef það eru einhver námskeið, leyfir okkur að fylgjast með ef það er eitthvað nýtt, dugleg að hvetja okkur áfram, veit okkar áhugasvið … hefur trú á mér og er líka dugleg að hrósa og mér finnst það ótrúlega mikilvægt ... stuðlar að því að hjúkrunarfræðingar sinni framþróun, finni sitt áhugasvið og blómstri þar. Það líka ýtir svolítið mikið undir það að þú lendir ekki í kulnun (Dagný). Nauðsyn þess að stjórnendur aðstoði við markasetningu kom endurtekið fram t.d. að setja hámark á hversu margar aukavaktir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar mættu vinna: „minna svigrúm fyrir nýútskrifaða að taka mikla vinnu“ (Kári), „fylgdust með hvort álag væri í samræmi við þekkingu og reynslu“ (Unnur), og „setja skýrari ramma hvað varðar sjúklingafjölda“ (Vaka). Elín undirstrikaði mikilvægi góðs utanumhalds: Þarna er dálítið berskjaldaður einstaklingur að stíga sín fyrstu skref og það þarf bara að passa svolítið vel upp á hann. Það má ekki taka áhættuna að hann lendi oft í einhverjum aðstæðum sem honum líður eins og hann ráði ekki við, að það verði bara svona endurtekin röð áfalla í vinnunni. Ritrýnd grein | Peer review
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.