Heilbrigt líf - 01.12.1949, Side 78
kæmi í ljós. Fyrir skömmu tóku nokkrir vísindamenn frá
Columbíaháskólanum sér ferð á hendur norður til Alaska.
Fundu þeir afskekkta Eskimóabyggð, þar sem mjög lítið
var um tannátu. Allmörg börn, með sérlega góðar tennur,
voru valin úr hópnum og þeim gefin sætindi eins og þau
gátu torgað, auk síns venjulega óbrotna fæðis. Eftir 6
vikur höfðu 75% af börnunum fengið tannátu. Tóku þá
læknarnir saman föggur sínar og skildu börnin eftir með
tannátuna og endurminninguna um sætindin. Þetta var
nú óneitanlega dálítið grár leikur, en sú er bót í máli, að
margt má af þessu læra. Mörg börn hafa nú svo mikil
auraráð, að þau geta gengið í verzlanir og keypt sér kökur
og sætindi. Þetta maula þau svo milli máltíða og hafa svo
oft og tíðum ekki lyst á hollum og kjarngóðum mat, sem
kann að vera borinn á borð fyrir þau, svo að bæði heilsan
og tennurnar bíða tjón. Nýlega kom það á daginn, að
meira var urn tannátu meðal kaupstaðar- en sveitabarna.
Ef til vill er fæði á sveitaheimilum betra að einhverju
leyti, en sennilegt þykir mér, að ástæðan sé fremur sú, að
kaupstaðabörn eiga hægara með að ná í sætindi. Hins
vegar bendir margt til, að ávextir, kál og grænmeti séu
holl fyrir tennurnar.
Hefur því verið reynt að athuga áhrif blaðgrænunnar
á tennurnar með því að bæta henni í tannáburð. Telja sum-
ir tannlæknar, að slíkt tann„krem“ hafi dugað vel og dreg-
ið verulega úr gróðri sýrugerla í munni þeirra, sem not-
uðu það kostgæfilega. Rannsóknir þær, sem gerðar hafa
verið hér að lútandi, munu þó tæplega svo víðtækar, að
óyggjandi sé um árangurinn.
Reynsla sumra stríðsþjóðanna bendir til, að talsvert
dragi úr tannátu, ef lítið er um sykur og fínt mjölmeti
og það jafnvel, þó að fólkið búi við þröngan kost. Norski
tannlæknirinn Toverud rannsakaði árið 1939 börn á aldr-
inum 2i/o—3 ára og fann að meðaltali 5,6 tannátuholur
76 Heilbrigt líf'